„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2023 16:12 Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í júní. vísir/arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. Segir Lára í pistli sínum að fólk í neyð sé „sett út á guð og gaddinn og ráðamenn virðast vonast til þess að þetta fólk sökkvi og hverfi á flæðiskerinu sem því hefur verið úthlutað.“ Yfir tuttugu félagasamtök hafa lýst þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem upp sé komin í málefnum fólks á flótta. Samtökin boða til samráðsfundar á morgun. Guðrún segir grein Láru dæmigerðan málflutning margra þeirra sem vilji ekki una niðursöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. „Þessar stofnanir hafa komist að þeirri ítarlega rökstuddu niðurstöðu að ákveðnir umsækjendur um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði þess að teljast flóttamenn samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og íslenskum lögum og að þeim sé ekki nein sérstök hætta búin í heimalandinu,“ segir Guðrún. Hún bendir á að fólki sem hafi fengið synjun standi til boða að fá stuðning við heimför og fjárstyrk til að koma sér fyrir í heimalandinu. Slík fyrirgreiðsla sé þó ekki í boði ef fólk kjósi að virða að vettugi niðurstöður réttra stjórnvalda. „Þetta segir Lára að sé „illvirki“ af hálfu hins opinbera og hún fullyrðir að viðkomandi einstaklingar eigi ekki í nein hús að venda. Það er rangt. Fólkinu gefst kostur á því að fá margháttaðan og mikinn stuðning af hálfu hins opinbera til að snúa aftur til síns heima eftir að niðurstaða er fengin að lokinni málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum,“ skrifar Guðrún. Ótækt að líkja kerfinu við helförina Lára segir bæði Guðrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forstætisráðherra „fela sig á bak við lagabókstafinn“ og líkir því við réttarhöld yfir Adolf Eichmann, einn af helstu skipuleggjendum helfararinnar. Eichmann hafi falið sig á bak við lagabókstafinn og reynt að firra sig ábyrgð með því að halda því fram að hann hefði einungis hlýtt skipunum yfirboða. „Þær svipta sjálfar sig mennskunni í nafni lagabókstafs sem þær hafa sjálfar átt þátt í smíða,“ skrifar Lára. „Þetta er auðvitað ótækur málflutningur,“ segir Guðrún í grein sinni. „Lára gefur sér forsendur sem eru ekki í samræmi við staðreyndir. Á grundvelli þeirra forsendna gerir hún mér upp skoðanir og líkir þeim við málsvörn ábyrgðarmanna einhverra verstu glæpa í sögu mannkyns.“ Þá bendir Guðrún á að Ísland sé ekki með opin landamæri og eigi aðild að alþjóðlegu verndarkerfi sem feli í sér veigamikla undantekningu frá almennum lögum um dvöl í landinu. Þá kallar hún innlegg Láru og annarra sem eru henni ósammála „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. „Í hverri viku þurfa íslenskir ríkisborgarar að sæta þungbærum en lögmætum aðgerðum yfirvalda. Það er þungbært að missa húseign á uppboði, horfa á eftir barni í forræðisdeilu eða mæta til að taka út refsivist í fangelsi. Fáum dettur í hug að hefja opinbera umræðu um það hverjum beri að styðja þá einstaklinga til þess að óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. Hvers vegna ætti annað að gilda um þá útlendinga sem fengið hafa lögmæta synjun á sinni umsókn um alþjóðlega vernd?,“ spyr Guðrún í grein sinni og heldur áfram: „Ætlum við virkilega að láta geðþótta ráða því hvenær íslensk lög gilda og hvenær ekki? Enginn sem fengið hefur endanlega synjun um umsókn um vernd þarf að hafast við í tjaldi eða á götum borgarinnar. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að gefa sig fram við lögreglu og starfa með yfirvöldum að farsælli heimferð,“ skrifar Guðrún að lokum. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Segir Lára í pistli sínum að fólk í neyð sé „sett út á guð og gaddinn og ráðamenn virðast vonast til þess að þetta fólk sökkvi og hverfi á flæðiskerinu sem því hefur verið úthlutað.“ Yfir tuttugu félagasamtök hafa lýst þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem upp sé komin í málefnum fólks á flótta. Samtökin boða til samráðsfundar á morgun. Guðrún segir grein Láru dæmigerðan málflutning margra þeirra sem vilji ekki una niðursöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. „Þessar stofnanir hafa komist að þeirri ítarlega rökstuddu niðurstöðu að ákveðnir umsækjendur um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði þess að teljast flóttamenn samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og íslenskum lögum og að þeim sé ekki nein sérstök hætta búin í heimalandinu,“ segir Guðrún. Hún bendir á að fólki sem hafi fengið synjun standi til boða að fá stuðning við heimför og fjárstyrk til að koma sér fyrir í heimalandinu. Slík fyrirgreiðsla sé þó ekki í boði ef fólk kjósi að virða að vettugi niðurstöður réttra stjórnvalda. „Þetta segir Lára að sé „illvirki“ af hálfu hins opinbera og hún fullyrðir að viðkomandi einstaklingar eigi ekki í nein hús að venda. Það er rangt. Fólkinu gefst kostur á því að fá margháttaðan og mikinn stuðning af hálfu hins opinbera til að snúa aftur til síns heima eftir að niðurstaða er fengin að lokinni málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum,“ skrifar Guðrún. Ótækt að líkja kerfinu við helförina Lára segir bæði Guðrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forstætisráðherra „fela sig á bak við lagabókstafinn“ og líkir því við réttarhöld yfir Adolf Eichmann, einn af helstu skipuleggjendum helfararinnar. Eichmann hafi falið sig á bak við lagabókstafinn og reynt að firra sig ábyrgð með því að halda því fram að hann hefði einungis hlýtt skipunum yfirboða. „Þær svipta sjálfar sig mennskunni í nafni lagabókstafs sem þær hafa sjálfar átt þátt í smíða,“ skrifar Lára. „Þetta er auðvitað ótækur málflutningur,“ segir Guðrún í grein sinni. „Lára gefur sér forsendur sem eru ekki í samræmi við staðreyndir. Á grundvelli þeirra forsendna gerir hún mér upp skoðanir og líkir þeim við málsvörn ábyrgðarmanna einhverra verstu glæpa í sögu mannkyns.“ Þá bendir Guðrún á að Ísland sé ekki með opin landamæri og eigi aðild að alþjóðlegu verndarkerfi sem feli í sér veigamikla undantekningu frá almennum lögum um dvöl í landinu. Þá kallar hún innlegg Láru og annarra sem eru henni ósammála „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. „Í hverri viku þurfa íslenskir ríkisborgarar að sæta þungbærum en lögmætum aðgerðum yfirvalda. Það er þungbært að missa húseign á uppboði, horfa á eftir barni í forræðisdeilu eða mæta til að taka út refsivist í fangelsi. Fáum dettur í hug að hefja opinbera umræðu um það hverjum beri að styðja þá einstaklinga til þess að óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. Hvers vegna ætti annað að gilda um þá útlendinga sem fengið hafa lögmæta synjun á sinni umsókn um alþjóðlega vernd?,“ spyr Guðrún í grein sinni og heldur áfram: „Ætlum við virkilega að láta geðþótta ráða því hvenær íslensk lög gilda og hvenær ekki? Enginn sem fengið hefur endanlega synjun um umsókn um vernd þarf að hafast við í tjaldi eða á götum borgarinnar. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að gefa sig fram við lögreglu og starfa með yfirvöldum að farsælli heimferð,“ skrifar Guðrún að lokum.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira