Fótbolti

KR missir fjóra leikmenn í bann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Theodór Elmar Bjarnason er kominn í bann í deild og bikar.
Theodór Elmar Bjarnason er kominn í bann í deild og bikar. Vísir/Hulda Margrét

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði í dag sex leikmenn í bann í Bsetu-deild karla í knattspyrnu. 

Það eru þeir Kennie Chopart, Theodór Elmar Bjarnason, Jóhannes Kristinn Bjarnason og Ægir Jarl Jónasson sem þurfa að taka út bann í liði KR. Theodór Elmar þarf í raun að taka út tvöfalt bann þar sem hann er kominn með sjö gul spjöld í Bestu-deildinni og tvö í bikarkeppninni.

Theodór, Kennie Chopart og Jóhannes Kristinn fá allir bann í bikarnum, en Theodór og Ægir Jarl þurfa að sitja hjá í næstu umferð í Bestu-deildinni þegar KR tekur á móti Fylki næstkomandi sunnudag.

Þá eru þeir Kjartan Henry Finnbogason úr FH og Daníel Hafsteinsson einnig komnir í bann fyrir uppsöfnuð gul spjöld í Bestu-deildinni.

Keflvíkingurinn Edon Osmani þarf einnig að taka út eins leiks bann eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í leik Keflavíkur og Breiðabliks í síðustu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×