Við erum að bregðast bændum! Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 23. ágúst 2023 08:00 Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag. Við tekur iðnaðarlandbúnaður eins og þekkist í nágrannalöndum okkar með tilheyrandi vanlíðan dýra og rýrari gæði afurða og er ekki til þess fallinn til að lækka afurðaverð vegna gríðarlegrar hækkun á þjónustu til bænda. Ég heyri í fjarska íslenska innflytjendur matvæla fagna þessari ákvörðun enda er ljóst að þetta er vatn á myllu þeirra. Nýjar gjaldskrárbreytingar mun leiða til gríðarlegrar hækkunar á íslenskum matvælum. Það mun bitna verulega á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar sérstaklega á bændum sem skilgreina sig sem smáframleiðendur. Afleiðingarnar eru augljósar. Nýsköpun dregst verulega saman og möguleikinn til að kaupa afurðir beint frá býli þurrkast út. Gjaldskrárbreytingarnar eru afleiðing innleiðingar evrópulöggjafar nr. 2017/625 um opinbert eftirlit. Líkt og margt annað sem við höfum innleitt vegna aðildar okkar að EES, þá eru þessi lög ekki samin með smæðar íslenska markaðarins í huga. MAST tekur fram að löggjöfin veiti þeim heimild til að innheimta kostnað til að standa straum af ýmsum kostnaðarþáttum m.a. launakostnaði þeirra sem sinna eftirliti, kostnaði vegna rekstrarvara, kostnaði vegna þjónustu os.frv. Því velti ég fyrir mér hvort þessi ákvörðun sé eingöngu tekin til að rétta af rekstur MAST við þetta eftirlit og færa aukinn kostnað alfarið á bændur? En þar með er MAST búið að loka fyrir ákveðna gátt í styrktarkerfi okkar til landbúnaðarins. Ég myndi halda að slík ákvörðun eigi ekki að vera í höndum MAST heldur ætti hún að koma fram sem skýr pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar, en ég efast hreinlega að sá vilji er fyrir hendi hjá þingfólki Framsóknar. Ljóst er að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir munu gjörbreyta landslagi á íslenskum landbúnaði. Þegar hefur verið tilkynnt um fyrirhugaðar lokanir ef þessar breytingar ná fram að ganga. Það þarf því að hætta við þessar hækkanir og hvet ég þingfólk Framsóknar til að standa þétt við bakið á okkar öflugu bændastétt. Höfundur er Framsóknarmaður og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Aðalsteinn Haukur Sverrisson Mest lesið Halldór 03.1.2026 Halldór Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag. Við tekur iðnaðarlandbúnaður eins og þekkist í nágrannalöndum okkar með tilheyrandi vanlíðan dýra og rýrari gæði afurða og er ekki til þess fallinn til að lækka afurðaverð vegna gríðarlegrar hækkun á þjónustu til bænda. Ég heyri í fjarska íslenska innflytjendur matvæla fagna þessari ákvörðun enda er ljóst að þetta er vatn á myllu þeirra. Nýjar gjaldskrárbreytingar mun leiða til gríðarlegrar hækkunar á íslenskum matvælum. Það mun bitna verulega á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar sérstaklega á bændum sem skilgreina sig sem smáframleiðendur. Afleiðingarnar eru augljósar. Nýsköpun dregst verulega saman og möguleikinn til að kaupa afurðir beint frá býli þurrkast út. Gjaldskrárbreytingarnar eru afleiðing innleiðingar evrópulöggjafar nr. 2017/625 um opinbert eftirlit. Líkt og margt annað sem við höfum innleitt vegna aðildar okkar að EES, þá eru þessi lög ekki samin með smæðar íslenska markaðarins í huga. MAST tekur fram að löggjöfin veiti þeim heimild til að innheimta kostnað til að standa straum af ýmsum kostnaðarþáttum m.a. launakostnaði þeirra sem sinna eftirliti, kostnaði vegna rekstrarvara, kostnaði vegna þjónustu os.frv. Því velti ég fyrir mér hvort þessi ákvörðun sé eingöngu tekin til að rétta af rekstur MAST við þetta eftirlit og færa aukinn kostnað alfarið á bændur? En þar með er MAST búið að loka fyrir ákveðna gátt í styrktarkerfi okkar til landbúnaðarins. Ég myndi halda að slík ákvörðun eigi ekki að vera í höndum MAST heldur ætti hún að koma fram sem skýr pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar, en ég efast hreinlega að sá vilji er fyrir hendi hjá þingfólki Framsóknar. Ljóst er að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir munu gjörbreyta landslagi á íslenskum landbúnaði. Þegar hefur verið tilkynnt um fyrirhugaðar lokanir ef þessar breytingar ná fram að ganga. Það þarf því að hætta við þessar hækkanir og hvet ég þingfólk Framsóknar til að standa þétt við bakið á okkar öflugu bændastétt. Höfundur er Framsóknarmaður og borgarfulltrúi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun