Erlingur var ekki sóttur með Boeing einkaflugvél eins og Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 10:01 Erlingur Birgir Richardsson gerði mjög flotta hluti með ÍBV liðið og gerði það að Íslandsmeisturum í vor. Vísir/Anton Íslandsmeistaraþjálfarinn Erlingur Birgir Richardsson var ekki lengi atvinnulaus en hann er orðinn aftur landsliðsþjálfari og það í Sádí Arabíu. Það verður nóg að gera hjá Erlingi og nýju lærisveinum hans í vetur. Erlingur gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum í vor en hafði þá áður gefið það út að hann myndi hætta með liðið. Þá var að heyra að Erlingur stefndi ekkert endilega á þjálfun strax en var tilboðið frá Sádí Arabíu svo gott að erfitt var að hafna því. Eins og að vera sjómaður „Þetta er smá ævintýramennska líka og svo er líka að vera með landslið er skemmtilegt. Þetta er kannski bara eins og að vera sjómaður. Það er farið á túr en svo er komið í land og smá pása á milli. Það hentar ágætlega þó að við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu mörg verkefni væru fram undan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Hulda Margrét „Nú eru Asíuleikar fram undan sem blandast svolítið saman við aðrar keppnir sem þeir eru í. Það er nóg af verkefnum núna fram að áramótum,“ sagði Erlingur sem talar um við. „Ég segi kannski alltaf við en við erum hérna tveir saman, ég og Edwin Kippers. Hann er Hollendingur og var að vinna með mér með Hollendinga. Ég fékk hann með mér í þetta verkefni,“ sagði Erlingur. Hefði alveg hugsað sér að taka Eyjamenn með „Ég óskaði eftir því og vissi líka að hann var klár. Ég vildi kannski ekki vera að hrófla við öðrum. Maður vill ekki taka alla frá félaginu ÍBV. Ef maður hefði getað fengið að velja líka þá hefði maður kannski viljað taka fleiri með,“ sagði Erlingur. Erlingur fór út til Sádí Arabíu í síðustu viku og hann segir samfélagið hafa tekið vel á móti sér. Vísir/Hulda Margrét „Ég hafði heyrt að þetta væri allt voðalega strangt hérna og væri kannski lokaðra samfélag. Það er eiginlega akkúrat öfugt. Hér er fólk virkilega opið og tilbúið að spjalla. Það tekur vel á móti fólki,“ sagði Erlingur. Það hefur verið umdeilt þegar íþróttamenn semja við Sádí Arabíu. Frægt var þegar kylfingar skráðu sig á LIV mótaröðina í óþökk PGA og fyrir háar peningaupphæðir. Knattspyrnumenn flykkjast líka til landsins þar sem þeir fá samninga sem sjást ekki annars staðar í heiminum. En hvernig er þetta í handboltanum? Hefði ekki þurft Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð „Ég hefði ekkert þurft að fara til Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð. Með góðri vinnu og dugnaði þá getur þú alveg náð í sömu aura. Þetta er bara ævintýramennska að fara hingað út,“ sagði Erlingur. Vísir/Hulda Margrét „Handbolti er bara það lítil íþrótt hérna ennþá og þetta er allt annar heimur. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman. Við fengum ekki Boeign flugvél eins og Neymar. Það eru bara minni peningar í handbolta heldur en fótbolta til dæmi,“ sagði Erlingur. „Það er mikil uppbygging hér en Ólympíusambandið er að reyna að styrkja minni sérsambönd. Markmiðið er að reyna að byggja upp handboltann og þess vegna hefur Ólympíusambandið komið sterkt inn,“ sagði Erlingur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur um starfið og lífið í Sádí Arabíu Handbolti Sádi-Arabía Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Erlingur gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum í vor en hafði þá áður gefið það út að hann myndi hætta með liðið. Þá var að heyra að Erlingur stefndi ekkert endilega á þjálfun strax en var tilboðið frá Sádí Arabíu svo gott að erfitt var að hafna því. Eins og að vera sjómaður „Þetta er smá ævintýramennska líka og svo er líka að vera með landslið er skemmtilegt. Þetta er kannski bara eins og að vera sjómaður. Það er farið á túr en svo er komið í land og smá pása á milli. Það hentar ágætlega þó að við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu mörg verkefni væru fram undan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Hulda Margrét „Nú eru Asíuleikar fram undan sem blandast svolítið saman við aðrar keppnir sem þeir eru í. Það er nóg af verkefnum núna fram að áramótum,“ sagði Erlingur sem talar um við. „Ég segi kannski alltaf við en við erum hérna tveir saman, ég og Edwin Kippers. Hann er Hollendingur og var að vinna með mér með Hollendinga. Ég fékk hann með mér í þetta verkefni,“ sagði Erlingur. Hefði alveg hugsað sér að taka Eyjamenn með „Ég óskaði eftir því og vissi líka að hann var klár. Ég vildi kannski ekki vera að hrófla við öðrum. Maður vill ekki taka alla frá félaginu ÍBV. Ef maður hefði getað fengið að velja líka þá hefði maður kannski viljað taka fleiri með,“ sagði Erlingur. Erlingur fór út til Sádí Arabíu í síðustu viku og hann segir samfélagið hafa tekið vel á móti sér. Vísir/Hulda Margrét „Ég hafði heyrt að þetta væri allt voðalega strangt hérna og væri kannski lokaðra samfélag. Það er eiginlega akkúrat öfugt. Hér er fólk virkilega opið og tilbúið að spjalla. Það tekur vel á móti fólki,“ sagði Erlingur. Það hefur verið umdeilt þegar íþróttamenn semja við Sádí Arabíu. Frægt var þegar kylfingar skráðu sig á LIV mótaröðina í óþökk PGA og fyrir háar peningaupphæðir. Knattspyrnumenn flykkjast líka til landsins þar sem þeir fá samninga sem sjást ekki annars staðar í heiminum. En hvernig er þetta í handboltanum? Hefði ekki þurft Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð „Ég hefði ekkert þurft að fara til Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð. Með góðri vinnu og dugnaði þá getur þú alveg náð í sömu aura. Þetta er bara ævintýramennska að fara hingað út,“ sagði Erlingur. Vísir/Hulda Margrét „Handbolti er bara það lítil íþrótt hérna ennþá og þetta er allt annar heimur. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman. Við fengum ekki Boeign flugvél eins og Neymar. Það eru bara minni peningar í handbolta heldur en fótbolta til dæmi,“ sagði Erlingur. „Það er mikil uppbygging hér en Ólympíusambandið er að reyna að styrkja minni sérsambönd. Markmiðið er að reyna að byggja upp handboltann og þess vegna hefur Ólympíusambandið komið sterkt inn,“ sagði Erlingur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur um starfið og lífið í Sádí Arabíu
Handbolti Sádi-Arabía Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti