Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnarlambið Jón Þór Stefánsson skrifar 23. ágúst 2023 16:37 Rex Heuermann er grunaður um hrottaleg fjöldamorð. AP/James Carbone Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans. Julia Ann Bean var 36 ára og frá Suður-Karólínu þegar hún hvarf sporlaust í júní 2017. Þegar dóttir hennar sá ljósmynd af Heuermann á hún að hafa borið kennsl á hann. „Ég er með gæsahúð. Ég hef séð hann,“ sagði hún í textaskilaboðum sem The Sun hefur undir höndum. „Þetta er síðasti maðurinn sem ég sá hana með,“ bætti hún við. Vinur Bean-fjölskyldunnar hefur jafnframt haldið því fram að dóttirin hafi þekkt manninn um leið og hún sá mynd af Heurmann. Samkvæmt honum hitti dóttirin síðast móður sína á naglasnyrtistofu, en þangað mætti hún í fylgd með manninum sem hún telur að sé Heuermann. Hann hafi þó kynnt sig með öðru nafni. Málið, sem kennt hefur verið við Gilgo strönd í New York-ríki, hefur vakið sérstaka athygli hér á landi vegna þess að eiginkona Rex Heuermann er íslensk. Greint hefur verið frá því að hún hafi rætt við eiginmann sinn, og einnig sótt um skilnað. Heuermann hefur neitað sök, en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. 19. júlí 2023 18:16 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Sjá meira
Julia Ann Bean var 36 ára og frá Suður-Karólínu þegar hún hvarf sporlaust í júní 2017. Þegar dóttir hennar sá ljósmynd af Heuermann á hún að hafa borið kennsl á hann. „Ég er með gæsahúð. Ég hef séð hann,“ sagði hún í textaskilaboðum sem The Sun hefur undir höndum. „Þetta er síðasti maðurinn sem ég sá hana með,“ bætti hún við. Vinur Bean-fjölskyldunnar hefur jafnframt haldið því fram að dóttirin hafi þekkt manninn um leið og hún sá mynd af Heurmann. Samkvæmt honum hitti dóttirin síðast móður sína á naglasnyrtistofu, en þangað mætti hún í fylgd með manninum sem hún telur að sé Heuermann. Hann hafi þó kynnt sig með öðru nafni. Málið, sem kennt hefur verið við Gilgo strönd í New York-ríki, hefur vakið sérstaka athygli hér á landi vegna þess að eiginkona Rex Heuermann er íslensk. Greint hefur verið frá því að hún hafi rætt við eiginmann sinn, og einnig sótt um skilnað. Heuermann hefur neitað sök, en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. 19. júlí 2023 18:16 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Sjá meira
Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59
Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. 19. júlí 2023 18:16