„Ég er búinn að vinna þetta allt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2023 07:01 Logi Tómasson er spenntur fyrir komandi tímum hjá Strömsgodset. Strömsgodset Það var mikilvægt fyrir nýjasta íslenska atvinnumanninn Loga Tómasson að pakka golfsettinu er hann hélt út til Noregs hvar hann samdi við Strömsgodset í vikunni. Hann segir erfitt að yfirgefa Víking en er spenntur fyrir komandi tímum. Logi hefur leikið frábærlega í vinstri bakverði Víkings síðustu ár og hefur ítrekað verið orðaður við erlend lið síðustu misseri. En af hverju valdi hann Strömsgodset? „Staðsetningin er góð, þetta er rétt hjá Osló. Bærinn er flottur og þetta er ekki of stórt fyrsta skref. Ég held það sé fínt fyrir mig að taka ekki of stórt skref strax. Þegar þetta kom upp var ég spenntur, aðdáendurnir þeirra eru góðir og vel haldið utan um leikmenn þarna,“ segir Logi. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi reynir fyrir sér erlendis og hann er spenntur fyrir því. Hann er þó ekki byrjaður að reyna fyrir sér í norskunni. „Ég er ekki byrjaður á að læra hana. Enda kom ég hérna seinni partinn í gær og þetta hafa verið tveir langir dagar. Það voru tvær æfingar í dag og þetta er allt svolítið nýtt. Ég fer í það þegar ég er búinn að koma mér aðeins fyrir. Ég er að fara að skoða íbúð á morgun og svona. Það þarf að græja þessa hluti fyrst, áður en ég fer að læra einhverja norsku.“ Hann gat þá ekki skilið golfsettið eftir heima. „Ég tók með mér tvær töskur og svo þurfti golfsettið líka að fylgja, ég er mikið í golfinu. Þetta hefur ekki verið vesen en það kemur bara í ljós, enda kom ég bara í gær,“ segir Logi. Erfitt að fara en setti sjálfan sig í fyrsta sæti Skiptunum fylgir ákveðinn fórnarkostnaður fyrir Loga sem mun ekki geta klárað tímabilið með Víkingi. Liðið er langefst í Bestu deildinni og komið í bikarúrslit. Hann þurfti hins vegar að grípa tækifærið þegar það gafst. „Það er erfitt [að yfirgefa Víkinga], sérstaklega í þessari stöðu sem við erum í, með möguleikann á að vinna tvöfalt. Það er erfitt en mér til varnar er ég búinn að vinna þetta allt, ég er búinn að upplifa þetta. Mig langaði bara að fara út um leið og tækifærið kom. En ég mun horfa á alla leiki og styðja strákana. Ég veit þeir munu klára þetta án mín,“ segir Logi um fyrrum liðsfélaga sína. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla Norski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Logi hefur leikið frábærlega í vinstri bakverði Víkings síðustu ár og hefur ítrekað verið orðaður við erlend lið síðustu misseri. En af hverju valdi hann Strömsgodset? „Staðsetningin er góð, þetta er rétt hjá Osló. Bærinn er flottur og þetta er ekki of stórt fyrsta skref. Ég held það sé fínt fyrir mig að taka ekki of stórt skref strax. Þegar þetta kom upp var ég spenntur, aðdáendurnir þeirra eru góðir og vel haldið utan um leikmenn þarna,“ segir Logi. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi reynir fyrir sér erlendis og hann er spenntur fyrir því. Hann er þó ekki byrjaður að reyna fyrir sér í norskunni. „Ég er ekki byrjaður á að læra hana. Enda kom ég hérna seinni partinn í gær og þetta hafa verið tveir langir dagar. Það voru tvær æfingar í dag og þetta er allt svolítið nýtt. Ég fer í það þegar ég er búinn að koma mér aðeins fyrir. Ég er að fara að skoða íbúð á morgun og svona. Það þarf að græja þessa hluti fyrst, áður en ég fer að læra einhverja norsku.“ Hann gat þá ekki skilið golfsettið eftir heima. „Ég tók með mér tvær töskur og svo þurfti golfsettið líka að fylgja, ég er mikið í golfinu. Þetta hefur ekki verið vesen en það kemur bara í ljós, enda kom ég bara í gær,“ segir Logi. Erfitt að fara en setti sjálfan sig í fyrsta sæti Skiptunum fylgir ákveðinn fórnarkostnaður fyrir Loga sem mun ekki geta klárað tímabilið með Víkingi. Liðið er langefst í Bestu deildinni og komið í bikarúrslit. Hann þurfti hins vegar að grípa tækifærið þegar það gafst. „Það er erfitt [að yfirgefa Víkinga], sérstaklega í þessari stöðu sem við erum í, með möguleikann á að vinna tvöfalt. Það er erfitt en mér til varnar er ég búinn að vinna þetta allt, ég er búinn að upplifa þetta. Mig langaði bara að fara út um leið og tækifærið kom. En ég mun horfa á alla leiki og styðja strákana. Ég veit þeir munu klára þetta án mín,“ segir Logi um fyrrum liðsfélaga sína. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Norski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira