Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 08:34 Tölvumynd af fyrirhugaðri Hvammsvirkjun í Þjórsá, sem nú er í biðstöðu. Landsvirkjun Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Frá þessu greinir Morgunblaðið en um er að ræða spá um þróun framboðs og eftirspurnar á raforku 2023 til 2060. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Kostir í nýtingaflokki rammaáætlunar muni ekki duga til að mæta eftirspurn eftir raforku. Landsnet telur að horfa þurfi til annarra og fjölbreyttari orkugjafa til að ná settum markmiðum, til að mynda vindorku og jafnvel sólarorku. Rammaáætlun verði að samræma orkuþörf. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í spá Landsnets að nú séu í undirbúningi virkjanir sem koma inn í rekstur á næstu fimm árum en Landsneti telji mikilvægt að hafinn verði undirbúningur virkjana sem koma í rekstur næstu fimm til tíu árin á eftir. Einnig þurfi að huga að uppbyggingu innviða, bæði flutnings- og dreifikerfa. „Ef við lítum á virkjanirnar og raforkuframleiðslu þeirra, þá dugar rammaáætlunin til að svara eftirspurn fyrstu árin en síðan fer að skilja á milli. Þá þarf að fjölga orkuöflunarmöguleikum, bæði í vatnsafli og jarðvarma, en einnig þarf að taka inn nýja orkugjafa eins og vindorku og síðan sólarorku,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. „Það er talsverð óvissa í þessari orkuspá og því setjum við fram tvær sviðsmyndir, annars vegar að markmið stjórnvalda náist 2040 og hins vegar að þau náist ekki fyrr en 2060. Þess vegna þarf að fara að taka ákvarðanir um virkjanir mjög fljótlega, ef við ætlum að fylla í það gat sem þá verður og markmiðin eiga að nást. Okkar niðurstaða er sú að með aukinni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við 2050.“ Í raforkuspánni er einnig fjallað um þátt millilandaflugs og siglinga. „Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn. Fyrri sviðsmyndin sýnir hvernig eftirspurn eftir orku muni þróast ef fullum orkuskiptum verður náð árið 2040 í takt við núverandi áætlanir stjórnvalda. Sú seinni ef að fullum orkuskiptum verður náð tveimur áratugum síðar en stefna stjórnvalda segir eða árið 2060. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir að sá hluti innleiðingar orkuskipta sem krefst mestrar raforku nái yfir 37 ára tímabil héðan í frá. Ástæður þess gætu verið að tæknin sem þarf til að framleiða rafeldsneyti fyrir skip og flugvélar verði lengur í þróun og eða hagkvæmni þess ekki nægileg til þess að styðja við örari framgang og innleiðingu.“ Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en um er að ræða spá um þróun framboðs og eftirspurnar á raforku 2023 til 2060. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Kostir í nýtingaflokki rammaáætlunar muni ekki duga til að mæta eftirspurn eftir raforku. Landsnet telur að horfa þurfi til annarra og fjölbreyttari orkugjafa til að ná settum markmiðum, til að mynda vindorku og jafnvel sólarorku. Rammaáætlun verði að samræma orkuþörf. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í spá Landsnets að nú séu í undirbúningi virkjanir sem koma inn í rekstur á næstu fimm árum en Landsneti telji mikilvægt að hafinn verði undirbúningur virkjana sem koma í rekstur næstu fimm til tíu árin á eftir. Einnig þurfi að huga að uppbyggingu innviða, bæði flutnings- og dreifikerfa. „Ef við lítum á virkjanirnar og raforkuframleiðslu þeirra, þá dugar rammaáætlunin til að svara eftirspurn fyrstu árin en síðan fer að skilja á milli. Þá þarf að fjölga orkuöflunarmöguleikum, bæði í vatnsafli og jarðvarma, en einnig þarf að taka inn nýja orkugjafa eins og vindorku og síðan sólarorku,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. „Það er talsverð óvissa í þessari orkuspá og því setjum við fram tvær sviðsmyndir, annars vegar að markmið stjórnvalda náist 2040 og hins vegar að þau náist ekki fyrr en 2060. Þess vegna þarf að fara að taka ákvarðanir um virkjanir mjög fljótlega, ef við ætlum að fylla í það gat sem þá verður og markmiðin eiga að nást. Okkar niðurstaða er sú að með aukinni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við 2050.“ Í raforkuspánni er einnig fjallað um þátt millilandaflugs og siglinga. „Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn. Fyrri sviðsmyndin sýnir hvernig eftirspurn eftir orku muni þróast ef fullum orkuskiptum verður náð árið 2040 í takt við núverandi áætlanir stjórnvalda. Sú seinni ef að fullum orkuskiptum verður náð tveimur áratugum síðar en stefna stjórnvalda segir eða árið 2060. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir að sá hluti innleiðingar orkuskipta sem krefst mestrar raforku nái yfir 37 ára tímabil héðan í frá. Ástæður þess gætu verið að tæknin sem þarf til að framleiða rafeldsneyti fyrir skip og flugvélar verði lengur í þróun og eða hagkvæmni þess ekki nægileg til þess að styðja við örari framgang og innleiðingu.“
Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira