Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 08:34 Tölvumynd af fyrirhugaðri Hvammsvirkjun í Þjórsá, sem nú er í biðstöðu. Landsvirkjun Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Frá þessu greinir Morgunblaðið en um er að ræða spá um þróun framboðs og eftirspurnar á raforku 2023 til 2060. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Kostir í nýtingaflokki rammaáætlunar muni ekki duga til að mæta eftirspurn eftir raforku. Landsnet telur að horfa þurfi til annarra og fjölbreyttari orkugjafa til að ná settum markmiðum, til að mynda vindorku og jafnvel sólarorku. Rammaáætlun verði að samræma orkuþörf. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í spá Landsnets að nú séu í undirbúningi virkjanir sem koma inn í rekstur á næstu fimm árum en Landsneti telji mikilvægt að hafinn verði undirbúningur virkjana sem koma í rekstur næstu fimm til tíu árin á eftir. Einnig þurfi að huga að uppbyggingu innviða, bæði flutnings- og dreifikerfa. „Ef við lítum á virkjanirnar og raforkuframleiðslu þeirra, þá dugar rammaáætlunin til að svara eftirspurn fyrstu árin en síðan fer að skilja á milli. Þá þarf að fjölga orkuöflunarmöguleikum, bæði í vatnsafli og jarðvarma, en einnig þarf að taka inn nýja orkugjafa eins og vindorku og síðan sólarorku,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. „Það er talsverð óvissa í þessari orkuspá og því setjum við fram tvær sviðsmyndir, annars vegar að markmið stjórnvalda náist 2040 og hins vegar að þau náist ekki fyrr en 2060. Þess vegna þarf að fara að taka ákvarðanir um virkjanir mjög fljótlega, ef við ætlum að fylla í það gat sem þá verður og markmiðin eiga að nást. Okkar niðurstaða er sú að með aukinni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við 2050.“ Í raforkuspánni er einnig fjallað um þátt millilandaflugs og siglinga. „Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn. Fyrri sviðsmyndin sýnir hvernig eftirspurn eftir orku muni þróast ef fullum orkuskiptum verður náð árið 2040 í takt við núverandi áætlanir stjórnvalda. Sú seinni ef að fullum orkuskiptum verður náð tveimur áratugum síðar en stefna stjórnvalda segir eða árið 2060. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir að sá hluti innleiðingar orkuskipta sem krefst mestrar raforku nái yfir 37 ára tímabil héðan í frá. Ástæður þess gætu verið að tæknin sem þarf til að framleiða rafeldsneyti fyrir skip og flugvélar verði lengur í þróun og eða hagkvæmni þess ekki nægileg til þess að styðja við örari framgang og innleiðingu.“ Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en um er að ræða spá um þróun framboðs og eftirspurnar á raforku 2023 til 2060. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Kostir í nýtingaflokki rammaáætlunar muni ekki duga til að mæta eftirspurn eftir raforku. Landsnet telur að horfa þurfi til annarra og fjölbreyttari orkugjafa til að ná settum markmiðum, til að mynda vindorku og jafnvel sólarorku. Rammaáætlun verði að samræma orkuþörf. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í spá Landsnets að nú séu í undirbúningi virkjanir sem koma inn í rekstur á næstu fimm árum en Landsneti telji mikilvægt að hafinn verði undirbúningur virkjana sem koma í rekstur næstu fimm til tíu árin á eftir. Einnig þurfi að huga að uppbyggingu innviða, bæði flutnings- og dreifikerfa. „Ef við lítum á virkjanirnar og raforkuframleiðslu þeirra, þá dugar rammaáætlunin til að svara eftirspurn fyrstu árin en síðan fer að skilja á milli. Þá þarf að fjölga orkuöflunarmöguleikum, bæði í vatnsafli og jarðvarma, en einnig þarf að taka inn nýja orkugjafa eins og vindorku og síðan sólarorku,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. „Það er talsverð óvissa í þessari orkuspá og því setjum við fram tvær sviðsmyndir, annars vegar að markmið stjórnvalda náist 2040 og hins vegar að þau náist ekki fyrr en 2060. Þess vegna þarf að fara að taka ákvarðanir um virkjanir mjög fljótlega, ef við ætlum að fylla í það gat sem þá verður og markmiðin eiga að nást. Okkar niðurstaða er sú að með aukinni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við 2050.“ Í raforkuspánni er einnig fjallað um þátt millilandaflugs og siglinga. „Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn. Fyrri sviðsmyndin sýnir hvernig eftirspurn eftir orku muni þróast ef fullum orkuskiptum verður náð árið 2040 í takt við núverandi áætlanir stjórnvalda. Sú seinni ef að fullum orkuskiptum verður náð tveimur áratugum síðar en stefna stjórnvalda segir eða árið 2060. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir að sá hluti innleiðingar orkuskipta sem krefst mestrar raforku nái yfir 37 ára tímabil héðan í frá. Ástæður þess gætu verið að tæknin sem þarf til að framleiða rafeldsneyti fyrir skip og flugvélar verði lengur í þróun og eða hagkvæmni þess ekki nægileg til þess að styðja við örari framgang og innleiðingu.“
Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira