Segja neytendur blekkta með fagurgala um áhrif omega-3 fæðubótarefna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 10:38 Íslendingar hafa löngum byrjað daginn á því að taka lýsi. En hefur það tilætluð áhrif á líkamann? Getty Ný rannsókn bendir til þess að framleiðendur fæðubótarefna sem innihalda fiskiolíu séu ófeimnir við að markaðsetja hana sem góða fyrir hjarta- og æðakerfið, jafnvel þótt rannsóknir hafi sýnt fram á að áhrif þeirra séu lítil eða engin. Samkvæmt frétt Washington Post um málið hafa rannsóknir sýnt fram á að neysla sjávarfangs sé góð fyrir hjartað og að þeir sem neyta sjávarfangs reglulega séu minna líklegir til að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Ávinningin má meðal annars rekja til omega-3 fitusýra en neysla þeirra í pilluformi virðist ekki skila sama árangri og að fá þær beint úr matvælum. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar voru birtar í JAMA Cardiology í gær en rannsóknin náði til yfir 2.000 fæðubótarefna sem innihalda fiskolíu. Í um 80 prósent tilvika reyndust vörurnar auglýstar með texta um góð áhrif omega-3 á líkamann og í um 60 prósent tilvika var fjallað um góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Ann Marie Navar, hjartasérfræðingur við University of Texas Southwestern Medical Center og einn af skýrsluhöfundunum, segir hið almenna orðalag blekkja neytendur til að halda að fæðubótarefnin leiði til ávinnings fyrir heilann og hjartað. Sérfræðingar segja rannsóknir, þar af tvær nýlegar, ekki benda til þess að svo sé. Navar segir að hún og kollegar hennar hafi ákveðið að ráðast í rannsóknina á fæðubótarefnunum eftir að hafa ítrekað heyrt sjúklinga sína tala um að þeir væru að taka þau fyrir hjartað. Það kæmi þeim alltaf á óvart þegar hún upplýsti þá um að líklega hefðu efnin engin áhrif. „Það kemur mér ekki á óvart að sjúklingar mínir haldi að fiskiolía sé að hjálpa þeim,“ segir hún eftir að hafa rannsakað það hvernig vörurnar eru merktar og auglýstar. Samkvæmt umfjöllun Washington Post hafa niðurstöður rannsókna ekki allar verið á einn veg hvað varðar mögulegan ávinning af inntöku fiskiolíu en nýjar rannsóknir, sem náðu til samtals 45.000 einstaklinga, virðast benda til þess að hann sé takmarkaður. Luke Laffin, sérfræðingur í forvörnum hjartasjúkdóma hjá Cleveland Clinic, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni, það er að segja að verið sé að ýja að því við neytendur að fæðubótarefnin muni hjálpa þeim. „Ef við héldum að þau hefðu góð áhrif þá værum við að ávísa þeim,“ segir hann. Laffin segist hvetja sjúklinga sína til að fá omega-3 með því að neyta sjávarfangs og annarra matvæla. Lyf Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Neytendur Heilsa Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Samkvæmt frétt Washington Post um málið hafa rannsóknir sýnt fram á að neysla sjávarfangs sé góð fyrir hjartað og að þeir sem neyta sjávarfangs reglulega séu minna líklegir til að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Ávinningin má meðal annars rekja til omega-3 fitusýra en neysla þeirra í pilluformi virðist ekki skila sama árangri og að fá þær beint úr matvælum. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar voru birtar í JAMA Cardiology í gær en rannsóknin náði til yfir 2.000 fæðubótarefna sem innihalda fiskolíu. Í um 80 prósent tilvika reyndust vörurnar auglýstar með texta um góð áhrif omega-3 á líkamann og í um 60 prósent tilvika var fjallað um góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Ann Marie Navar, hjartasérfræðingur við University of Texas Southwestern Medical Center og einn af skýrsluhöfundunum, segir hið almenna orðalag blekkja neytendur til að halda að fæðubótarefnin leiði til ávinnings fyrir heilann og hjartað. Sérfræðingar segja rannsóknir, þar af tvær nýlegar, ekki benda til þess að svo sé. Navar segir að hún og kollegar hennar hafi ákveðið að ráðast í rannsóknina á fæðubótarefnunum eftir að hafa ítrekað heyrt sjúklinga sína tala um að þeir væru að taka þau fyrir hjartað. Það kæmi þeim alltaf á óvart þegar hún upplýsti þá um að líklega hefðu efnin engin áhrif. „Það kemur mér ekki á óvart að sjúklingar mínir haldi að fiskiolía sé að hjálpa þeim,“ segir hún eftir að hafa rannsakað það hvernig vörurnar eru merktar og auglýstar. Samkvæmt umfjöllun Washington Post hafa niðurstöður rannsókna ekki allar verið á einn veg hvað varðar mögulegan ávinning af inntöku fiskiolíu en nýjar rannsóknir, sem náðu til samtals 45.000 einstaklinga, virðast benda til þess að hann sé takmarkaður. Luke Laffin, sérfræðingur í forvörnum hjartasjúkdóma hjá Cleveland Clinic, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni, það er að segja að verið sé að ýja að því við neytendur að fæðubótarefnin muni hjálpa þeim. „Ef við héldum að þau hefðu góð áhrif þá værum við að ávísa þeim,“ segir hann. Laffin segist hvetja sjúklinga sína til að fá omega-3 með því að neyta sjávarfangs og annarra matvæla.
Lyf Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Neytendur Heilsa Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent