Klara biður aganefnd KSÍ að skoða afskipti Arnars Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 11:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Samsett mynd Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ hefur óskað eftir því við aga- og úrskurðarnefnd sambandsins að hún taki til skoðunar afskipti Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings Reykjavíkur, af leik liðsins við Val í Bestu deild karla á dögunum. Þetta staðfestir Klara í samtali við Vísi en Arnar tók út leikbann í umræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni. Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val Valsarar íhuga það nú að kæra afskipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgundaginn til þess að kæra. Í samtali við Vísi segist Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar. Í þessum efnum liggja greinar í reglugerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglugerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar. „Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Ef horft er á íslensku reglugerðina og hún er kannski ekki nægilega nákvæm um tilvikin þá er heimild fyrir aganefndina ,og eftir atvikum áfrýjunardómstól, að horfa til FIFA reglugerðarinnar því hún er ákvæðum KSÍ reglugerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“ Í 66.kafla reglugerðar agareglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða forystumaður félags, sem taki út leikbann, sé ekki heimilt að fara inn til búningsherbergja, í leikmannagöngin eða boðvang umrædds leikstaðs og megi ekki vera í samskiptum eða hafa samband við annan einstakling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiksloka. „Ég var bara í stöðugum samskiptum við bekkinn, það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-managera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, sem er sett samkvæmt agareglum FIFA, segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Möguleg sekt Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Þetta staðfestir Klara í samtali við Vísi en Arnar tók út leikbann í umræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni. Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val Valsarar íhuga það nú að kæra afskipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgundaginn til þess að kæra. Í samtali við Vísi segist Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar. Í þessum efnum liggja greinar í reglugerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglugerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar. „Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Ef horft er á íslensku reglugerðina og hún er kannski ekki nægilega nákvæm um tilvikin þá er heimild fyrir aganefndina ,og eftir atvikum áfrýjunardómstól, að horfa til FIFA reglugerðarinnar því hún er ákvæðum KSÍ reglugerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“ Í 66.kafla reglugerðar agareglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða forystumaður félags, sem taki út leikbann, sé ekki heimilt að fara inn til búningsherbergja, í leikmannagöngin eða boðvang umrædds leikstaðs og megi ekki vera í samskiptum eða hafa samband við annan einstakling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiksloka. „Ég var bara í stöðugum samskiptum við bekkinn, það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-managera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, sem er sett samkvæmt agareglum FIFA, segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Möguleg sekt Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða.
Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira