Klara biður aganefnd KSÍ að skoða afskipti Arnars Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 11:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Samsett mynd Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ hefur óskað eftir því við aga- og úrskurðarnefnd sambandsins að hún taki til skoðunar afskipti Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings Reykjavíkur, af leik liðsins við Val í Bestu deild karla á dögunum. Þetta staðfestir Klara í samtali við Vísi en Arnar tók út leikbann í umræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni. Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val Valsarar íhuga það nú að kæra afskipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgundaginn til þess að kæra. Í samtali við Vísi segist Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar. Í þessum efnum liggja greinar í reglugerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglugerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar. „Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Ef horft er á íslensku reglugerðina og hún er kannski ekki nægilega nákvæm um tilvikin þá er heimild fyrir aganefndina ,og eftir atvikum áfrýjunardómstól, að horfa til FIFA reglugerðarinnar því hún er ákvæðum KSÍ reglugerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“ Í 66.kafla reglugerðar agareglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða forystumaður félags, sem taki út leikbann, sé ekki heimilt að fara inn til búningsherbergja, í leikmannagöngin eða boðvang umrædds leikstaðs og megi ekki vera í samskiptum eða hafa samband við annan einstakling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiksloka. „Ég var bara í stöðugum samskiptum við bekkinn, það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-managera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, sem er sett samkvæmt agareglum FIFA, segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Möguleg sekt Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Þetta staðfestir Klara í samtali við Vísi en Arnar tók út leikbann í umræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni. Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val Valsarar íhuga það nú að kæra afskipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgundaginn til þess að kæra. Í samtali við Vísi segist Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar. Í þessum efnum liggja greinar í reglugerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglugerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar. „Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Ef horft er á íslensku reglugerðina og hún er kannski ekki nægilega nákvæm um tilvikin þá er heimild fyrir aganefndina ,og eftir atvikum áfrýjunardómstól, að horfa til FIFA reglugerðarinnar því hún er ákvæðum KSÍ reglugerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“ Í 66.kafla reglugerðar agareglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða forystumaður félags, sem taki út leikbann, sé ekki heimilt að fara inn til búningsherbergja, í leikmannagöngin eða boðvang umrædds leikstaðs og megi ekki vera í samskiptum eða hafa samband við annan einstakling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiksloka. „Ég var bara í stöðugum samskiptum við bekkinn, það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-managera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, sem er sett samkvæmt agareglum FIFA, segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Möguleg sekt Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða.
Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti