„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. ágúst 2023 16:20 „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir um Reit 13. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi og minnist þar með á reglur um að lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim sé úthlutað. „Aðalatriðið er auðvitað að aðrir eigi kost á því að fá þessar lóðir. Þarna er þetta bara afhent án þess að nokkur annar aðili eigi nokkurn séns á aðkomu að þessum feita bita,“ Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. DV fjallaði fyrst um samþykktina í dag og þar er bent á að Fjallasól ehf. geri samkomulagið við Kópavogsbæ, en félagið er í eigu Langasjávar ehf. sem er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Gert til að standa vörð um hagsmuni Kópavogs Í bókun meirihlutans í fundargerð bæjarstjórnar frá því á þriðjudag segir að samkomulagið byggi á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. „Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt tekið fram að við úthlutunina haf verið tekið mið af markaðsverði og það gert vandlega. „Algjört einsdæmi“ Sigurbjörg er einnig ósátt með málið þar sem hún telur að þarna verði byggðar lúxusíbúðir frekar en félagslegt húsnæði. „Þetta fer á svig við aðalskipulag Kópavogs sem að felur í sér að það eigi tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum fyrir ólíka hópa. En það er ekkert verið að ávarpa það í þessu. Þetta verða bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka fyrir minnihlutann úr því sem komið er segist hún óttast að svo sé ekki. „Þetta samkomulag var þegar undirritað þegar við fáum það í hendurnar í bæjarráði. Það er algjört einsdæmi. Þegar Kópavogur hefur áður gerð samkomulög um uppbyggingu þá höfum við fengið drögin fyrst inn í bæjarráð og það hefur verið til umræðu og jafnvel tekið breytingum. En það var ekkert samtal um þetta mál.“ bætir hún við. Hægt er að lesa samkomulagið hér. Kópavogur Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. „Við eigum reglur um úthlutun lóða hér í Kópavogi og með þessu er algjörlega verið að fara á skjön við þær,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi og minnist þar með á reglur um að lóðir skuli auglýstar í að minnsta kosti tvær vikur áður en þeim sé úthlutað. „Aðalatriðið er auðvitað að aðrir eigi kost á því að fá þessar lóðir. Þarna er þetta bara afhent án þess að nokkur annar aðili eigi nokkurn séns á aðkomu að þessum feita bita,“ Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. DV fjallaði fyrst um samþykktina í dag og þar er bent á að Fjallasól ehf. geri samkomulagið við Kópavogsbæ, en félagið er í eigu Langasjávar ehf. sem er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Gert til að standa vörð um hagsmuni Kópavogs Í bókun meirihlutans í fundargerð bæjarstjórnar frá því á þriðjudag segir að samkomulagið byggi á samþykktu deiliskipulagi bæjarstjórnar. „Til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar er nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um byggingarréttargjald áður en deiliskipulagið er sett í auglýsingu. Með þessu samkomulagi er tryggt að uppbyggingaraðilar taka þátt í kostnaði á innviðauppbyggingu á svæðinu.“ segir í bókuninni. Þar er jafnframt tekið fram að við úthlutunina haf verið tekið mið af markaðsverði og það gert vandlega. „Algjört einsdæmi“ Sigurbjörg er einnig ósátt með málið þar sem hún telur að þarna verði byggðar lúxusíbúðir frekar en félagslegt húsnæði. „Þetta fer á svig við aðalskipulag Kópavogs sem að felur í sér að það eigi tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum fyrir ólíka hópa. En það er ekkert verið að ávarpa það í þessu. Þetta verða bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk,“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka fyrir minnihlutann úr því sem komið er segist hún óttast að svo sé ekki. „Þetta samkomulag var þegar undirritað þegar við fáum það í hendurnar í bæjarráði. Það er algjört einsdæmi. Þegar Kópavogur hefur áður gerð samkomulög um uppbyggingu þá höfum við fengið drögin fyrst inn í bæjarráð og það hefur verið til umræðu og jafnvel tekið breytingum. En það var ekkert samtal um þetta mál.“ bætir hún við. Hægt er að lesa samkomulagið hér.
Kópavogur Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira