Réttlæti hins sterka. Dómarar og dómar Jörgen Ingimar Hansson skrifar 25. ágúst 2023 07:30 Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi tilgreini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meginrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg. Dómarinn á þá miklu auðveldara með að velja sér sannanir og röksemdir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum. Það auðveldar það mjög að unnt sé að dæma hverjum sem er í vil innan víðra marka.Með dómsforsendum er verið að vísa til skýringa dómara á því að dómurinn féll svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Ég lenti í dómsmáli sem er notað sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Í tveimur dómum og þremur úrskurðum sem féllu mér í mót voru meginröksemdir mínar og sannanir aldrei teknar fyrir í dómsforsendum og útskýrt hvers vegna þær hefðu fallið í grýttan jarðveg. Þeim var bara einfaldlega sleppt. Hinn aðili málsins var dæmdur sýkn saka á þeim forsendum að ég hefði ekki getað sannað að hann skuldaði mér það fé sem ég hafði stefnt honum fyrir. Mér fannst hins vegar að dómarinn hefði komið í veg fyrir að ég gæti það. Þess var alls ekki getið í dómsforsendum að bókað hefði verið í þinghaldi og réttarfarsleg áskorun sett fram um að hinn aðili málsins sýndi fram á raunverulegar greiðslur til lúkningar á skuldinni sem málið snérist um. Hann hafnaði að gera það sem þýddi að ég gat ekki sannað neitt. Dómarinn leiddi það hjá sér í dómi sínum. Eftir því sem ég get best séð er svo auðvelt að nálgast bankagreiðslur að það að neita að leggja þær fram í dómi jafngildi því að viðurkenna að þær hafi ekki farið fram. Enginn getur sannað að hann hafi ekki fengið greiðslu. Hann hefur ekkert í sínum fórum til þess. Skuldarinn er sá eini sem hefur sönnunina undir höndum, það er kvittunina fyrir því að greiðslan hafi farið fram sem núna er fólgin í einni bankafærslu. Í öllum innheimtum, sem snúa að borgurum landsins hefur sá, sem segist hafa greitt sannanlega kröfu, sönnunarbyrðina fyrir því hvort, hvenær og hvernig hún var greidd. Dómskerfið og þar með Hæstiréttur virðist hins vegar geta hundsað þá meginreglu. Það var að minnsta kosti gert í ofangreindu máli. Mér fannst dómarar allan tímann sem dómsmálið stóð yfir geta með einni aðgerð eða spurningu sett ofangreindan dóm í uppnám. Mér fannst þeir forðast það eftir bestu getu. Mér virtist þeir velja sér sönnunargögnin sem þeim hugnaðist best en önnur voru ekki einu sinni könnuð. Eftir því sem ég best get séð gerir þetta það að verkum að auðvelt er að hagræða dómum, hverjum sem er í vil, innan víðra marka. Hefði dómarinn í héraði í mínu máli orðið að greina frá öllum meginatriðum málsins, með og móti, get ég ekki betur séð en að hann hefði þurft að fara betur í saumana á málinu. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Hann gerði það ekki með sérstakri blessun Hæstaréttar. Mér finnst að þetta sé dæmi um það hvernig unnt sé að beita lögunum gegn réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Það sem ég óttast er að þetta komi oft fyrir í svipuðum málum. Eins og segir í máltækinu. Sjaldan er ein báran stök. Og þá er eftir að spyrja hvort þetta sé boðlegt í dómskerfi landsins. Svarið er: Auðvitað ekki. Ekki í lýðræðisríki en sjálfsagt mjög hentugt í alræðisríki þar sem ég geri ráð fyrir að þessi aðferð sé jafn algeng og hér á landi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi tilgreini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meginrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg. Dómarinn á þá miklu auðveldara með að velja sér sannanir og röksemdir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum. Það auðveldar það mjög að unnt sé að dæma hverjum sem er í vil innan víðra marka.Með dómsforsendum er verið að vísa til skýringa dómara á því að dómurinn féll svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Ég lenti í dómsmáli sem er notað sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Í tveimur dómum og þremur úrskurðum sem féllu mér í mót voru meginröksemdir mínar og sannanir aldrei teknar fyrir í dómsforsendum og útskýrt hvers vegna þær hefðu fallið í grýttan jarðveg. Þeim var bara einfaldlega sleppt. Hinn aðili málsins var dæmdur sýkn saka á þeim forsendum að ég hefði ekki getað sannað að hann skuldaði mér það fé sem ég hafði stefnt honum fyrir. Mér fannst hins vegar að dómarinn hefði komið í veg fyrir að ég gæti það. Þess var alls ekki getið í dómsforsendum að bókað hefði verið í þinghaldi og réttarfarsleg áskorun sett fram um að hinn aðili málsins sýndi fram á raunverulegar greiðslur til lúkningar á skuldinni sem málið snérist um. Hann hafnaði að gera það sem þýddi að ég gat ekki sannað neitt. Dómarinn leiddi það hjá sér í dómi sínum. Eftir því sem ég get best séð er svo auðvelt að nálgast bankagreiðslur að það að neita að leggja þær fram í dómi jafngildi því að viðurkenna að þær hafi ekki farið fram. Enginn getur sannað að hann hafi ekki fengið greiðslu. Hann hefur ekkert í sínum fórum til þess. Skuldarinn er sá eini sem hefur sönnunina undir höndum, það er kvittunina fyrir því að greiðslan hafi farið fram sem núna er fólgin í einni bankafærslu. Í öllum innheimtum, sem snúa að borgurum landsins hefur sá, sem segist hafa greitt sannanlega kröfu, sönnunarbyrðina fyrir því hvort, hvenær og hvernig hún var greidd. Dómskerfið og þar með Hæstiréttur virðist hins vegar geta hundsað þá meginreglu. Það var að minnsta kosti gert í ofangreindu máli. Mér fannst dómarar allan tímann sem dómsmálið stóð yfir geta með einni aðgerð eða spurningu sett ofangreindan dóm í uppnám. Mér fannst þeir forðast það eftir bestu getu. Mér virtist þeir velja sér sönnunargögnin sem þeim hugnaðist best en önnur voru ekki einu sinni könnuð. Eftir því sem ég best get séð gerir þetta það að verkum að auðvelt er að hagræða dómum, hverjum sem er í vil, innan víðra marka. Hefði dómarinn í héraði í mínu máli orðið að greina frá öllum meginatriðum málsins, með og móti, get ég ekki betur séð en að hann hefði þurft að fara betur í saumana á málinu. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Hann gerði það ekki með sérstakri blessun Hæstaréttar. Mér finnst að þetta sé dæmi um það hvernig unnt sé að beita lögunum gegn réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Það sem ég óttast er að þetta komi oft fyrir í svipuðum málum. Eins og segir í máltækinu. Sjaldan er ein báran stök. Og þá er eftir að spyrja hvort þetta sé boðlegt í dómskerfi landsins. Svarið er: Auðvitað ekki. Ekki í lýðræðisríki en sjálfsagt mjög hentugt í alræðisríki þar sem ég geri ráð fyrir að þessi aðferð sé jafn algeng og hér á landi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun