Ótrúlegur árekstur á leið í keppni á HM dró dilk á eftir sér Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Andrew Hudson átti greinilega í vandræðum með hægra auga sitt í hlaupinu í gærkvöldi. Vísir/Getty Andrew Hudson, spretthlaupari frá Jamaíka, lenti heldur betur illa í því þegar að tvær skutlur, sem notaðar eru til þess að ferja keppendur á HM í frjálsum íþróttum frá upphitunarsvæði leikanna yfir á leikvanginn sjálfan, skullu saman. Í einni skutlunni mátti finna téðan Hudson ásamt keppinautum hans í 200 metra spretthlaupi, þar á meðal heimsmeistarann frá Bandaríkjunum Noah Lyles, en í myndskeiði sem hægt er að finna á samfélagsmiðlum má sjá aðra skutluna aka inn í hliðina á hinni. Not what you want to see before a race...Jamaica's Andrew Hudson was left with glass in his eye after two buggies crashed #WorldAthleticsChamps #BBCAthletics pic.twitter.com/asXjqdI02r— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Hudson var sá sem fór hvað verst út úr þessum árekstri en hann fékk glerbrot í augað. Greint er frá raunum hans á BBC en Hudson hélt ótrauður áfram, tók þátt í 200 metra spretthlaupinu og endaði í 5.sæti. „Það fór glerbrot í hægra augað mitt og ég sé allt í móðu í hvert skipti sem ég opna það auga,“ sagði Hudson sem fékk lækni til þess að líta á augað fyrir hlaupið. „Hann reyndi að ná því út og á meðan var mótstjórn að spyrja mig hvort ég ætlaði mér að hlaupa eða ekki. Ég lagði það mikið á mig til þess að komast á þennan stað að ég hugsaði með mér að ég skyldi allavegana láta á þetta reyna.“ Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Hudson í frjálsum íþróttum. „Þetta er því heldur betur eftirminnilegt mót. Ég kannski labba bara frá upphitunarsvæðinu yfir á leikvanginn næst,“ sagði Hudson sem glataði í það minnsta ekki húmornum í þessum árektri. En í fullri alvöru er Alþjóða frjálsíþróttasambandið með atvikið til skoðunar en auk Hudsons þurfti einn sjálfboðaliði að fá meðhöndlun frá lækni. Hudson, sem náði ekki að tryggja sig í úrslitahlaupið með frammistöðu sinni í gær, mótmælti niðurstöðunni í ljósi árekstursins. Mótmæli hans báru árangur því hann hefur nú fengið sæti í úrslitahlaupinu. Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Í einni skutlunni mátti finna téðan Hudson ásamt keppinautum hans í 200 metra spretthlaupi, þar á meðal heimsmeistarann frá Bandaríkjunum Noah Lyles, en í myndskeiði sem hægt er að finna á samfélagsmiðlum má sjá aðra skutluna aka inn í hliðina á hinni. Not what you want to see before a race...Jamaica's Andrew Hudson was left with glass in his eye after two buggies crashed #WorldAthleticsChamps #BBCAthletics pic.twitter.com/asXjqdI02r— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Hudson var sá sem fór hvað verst út úr þessum árekstri en hann fékk glerbrot í augað. Greint er frá raunum hans á BBC en Hudson hélt ótrauður áfram, tók þátt í 200 metra spretthlaupinu og endaði í 5.sæti. „Það fór glerbrot í hægra augað mitt og ég sé allt í móðu í hvert skipti sem ég opna það auga,“ sagði Hudson sem fékk lækni til þess að líta á augað fyrir hlaupið. „Hann reyndi að ná því út og á meðan var mótstjórn að spyrja mig hvort ég ætlaði mér að hlaupa eða ekki. Ég lagði það mikið á mig til þess að komast á þennan stað að ég hugsaði með mér að ég skyldi allavegana láta á þetta reyna.“ Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Hudson í frjálsum íþróttum. „Þetta er því heldur betur eftirminnilegt mót. Ég kannski labba bara frá upphitunarsvæðinu yfir á leikvanginn næst,“ sagði Hudson sem glataði í það minnsta ekki húmornum í þessum árektri. En í fullri alvöru er Alþjóða frjálsíþróttasambandið með atvikið til skoðunar en auk Hudsons þurfti einn sjálfboðaliði að fá meðhöndlun frá lækni. Hudson, sem náði ekki að tryggja sig í úrslitahlaupið með frammistöðu sinni í gær, mótmælti niðurstöðunni í ljósi árekstursins. Mótmæli hans báru árangur því hann hefur nú fengið sæti í úrslitahlaupinu.
Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira