Drögum vagninn í mark Hildur Hauksdóttir skrifar 25. ágúst 2023 11:30 Loftlagsmálin hafa verið í brennidepli undanfarin ár og snerta í raun alla anga samfélagsins á einn eða annan hátt. Öll erum við til dæmis látin flokka heimilissorpið með ítarlegri hætti en áður og atvinnulífið vinnur af miklum móð til að mæta metnaðarfullum og lögfestum markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Stjórnvöld settu sér einnig markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Verkefnið er því ærið. Sjávarútvegurinn hefur ekki látið sitt eftir liggja í þessum málum og hefur náð markverðum árangri á síðustu árum þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill samdráttur hefur orðið í olíunotkun fiskiskipa og flestar fiskimjölsverksmiðjur eru nú rafvæddar. Olíunotkun hefur undan farin ár verið um 40% minni en hún var að jafnaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Á meðan hefur olíunotkun í heild vaxið á Íslandi. Þetta hefur sjávarútveginum tekist án þess að draga úr framleiðslu eða verðmætasköpun - þvert á móti hefur greininni tekist að búa til meiri verðmæti en áður á sama tíma og hún hefur minnkað kolefnisspor sitt. Þriðjungur af kolefnisgjaldi Stjórnvöld leggja einnig margvísleg gjöld á atvinnulífið til að knýja á um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og er kolefnisgjaldið eitt þeirra. Kolefnisgjald greiðist af notkun eldsneytis sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna en við notkun þess losnar koltvísýringur út í andrúmsloftið. Gjaldið hefur hækkað um 348% frá árinu 2010 en stendur í dag í 13 kr. á lítrann af gas- og dísilolíu. Sjávarútvegurinn greiðir kolefnisgjald líkt og aðrar atvinnugreinar á Íslandi að undanskildu flugi og stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Frá árinu 2010 hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um 18 milljarða í kolefnisgjald en samtals hafa tekjur ríkissjóðs af gjaldinu numið 57 milljörðum króna, hvort tveggja á verðlagi ársins 2022. Með öðrum orðum hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um þriðjung af kolefnisgjaldinu. Kolefnisgjaldið, sem rennur í ríkissjóð, er ekki markað til sérstakrar notkunar - enda hefur mörkun skatttekna að mestu verið aflögð. Markmið gjaldsins er að hvetja til orkusparnaðar, notkunar á vistvænni ökutækjum, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinnar notkunar á innlendum orkugjöfum. Hófleg gjaldtaka er þó lykillinn því of íþyngjandi gjöld draga úr samkeppnishæfni fyrirtækjanna og eyða því svigrúmi sem fyrirtækin hafa til fjárfestinga. Fyrir dyrum stendur að skipta út eldri skipum í flotanum og fjárfesta í nýrri, sparneytnari og afkastameiri skipum eða vistvænni búnaði. Of íþyngjandi kolefnisgjald getur því á endanum gert fyrirtækjunum erfiðara fyrir að draga úr losun koltvísýrings og þá sérstaklega hjá atvinnugreinum þar sem innviðir og lausnir til orkuskipta eru ekki til reiðu. Einnig mættu stjórnvöld huga að því að þeir fjármunir sem fást með innheimtu kolefnisgjaldsins rynnu beint til uppbyggingu innviða sem styðja umhverfisvænar lausnir. Til dæmis þarf að treysta innviði raforku um land allt, einnig tryggja sterkari landtengingar í höfnum landsins svo hægt sé aðnýta rafmagn í stað olíu við löndun á stærri skipum. Þá þarf einnig að tryggja að raforka sé til staðar til að knýja fiskimjölsverksmiðjur hér á landi því þær eru nær allar rafvæddar en gátu ekki sagt skilið við olíuna árið 2022 því raforkuna einfaldlega þvarr. Vísum veginn Fyrr í sumar gaf sjávarútvegurinn ásamt tíu öðrum greinum atvinnulífsins út Loftlagsvegvísi. Vegvísirinn kveður á um fjölmargar tillögur til úrbóta þegar kemur að auknum samdræti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er jafnframt farið yfir þann mikla árangur sem sjávartúvegurinn hefur náð í þeim efnum. Til þess að áfram megi draga úr olíunotkun þarf að tryggja svigrúm til fjárfestinga í nýjum skipum svo endurnýja megi flota sem kominn er á aldur með bætta orkunýtingu að leiðarljósi. Tryggja þarf orku og innviði og mikil tækifæri felast einnig í því að styrkja stoðir hafrannsókna svo vakta megi með öflugum hætti helstu nytjastofnana. Þá hefur fiskveiðistjórnunarkerfið, sem veiðar Íslendinga byggja á, leitt til framþróunar í sjávarútvegi og haft mikil áhrif á samdrátt í eldsneytisnotkun flotans. Það dylst engum sem á horfir að sjávarútvegurinn hefur dregið vagninn þegar kemur að samdrætti í kolefnislosun og mun halda því áfram. Nauðsynlegt er að ekki sé þrengt að fyrirtækjum og fyrirsjáanleiki í rekstrarumhverfi sé tryggður. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg til að fyrirtæki geti vaxið og dafnað – það er lykilforsenda þess að fyrirtæki séu í færum til að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum og orkuskiptum. Frekari gjaldheimta, dregur úr því svigrúmi og minnkar möguleikann á því að sjávarútvegurinn dragi vagninn í mark þegar kemur að háleitum lofstlagsmarkmiðum stjórnvalda fyrir næstu árin. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Loftslagsmál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Loftlagsmálin hafa verið í brennidepli undanfarin ár og snerta í raun alla anga samfélagsins á einn eða annan hátt. Öll erum við til dæmis látin flokka heimilissorpið með ítarlegri hætti en áður og atvinnulífið vinnur af miklum móð til að mæta metnaðarfullum og lögfestum markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Stjórnvöld settu sér einnig markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Verkefnið er því ærið. Sjávarútvegurinn hefur ekki látið sitt eftir liggja í þessum málum og hefur náð markverðum árangri á síðustu árum þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill samdráttur hefur orðið í olíunotkun fiskiskipa og flestar fiskimjölsverksmiðjur eru nú rafvæddar. Olíunotkun hefur undan farin ár verið um 40% minni en hún var að jafnaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Á meðan hefur olíunotkun í heild vaxið á Íslandi. Þetta hefur sjávarútveginum tekist án þess að draga úr framleiðslu eða verðmætasköpun - þvert á móti hefur greininni tekist að búa til meiri verðmæti en áður á sama tíma og hún hefur minnkað kolefnisspor sitt. Þriðjungur af kolefnisgjaldi Stjórnvöld leggja einnig margvísleg gjöld á atvinnulífið til að knýja á um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og er kolefnisgjaldið eitt þeirra. Kolefnisgjald greiðist af notkun eldsneytis sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna en við notkun þess losnar koltvísýringur út í andrúmsloftið. Gjaldið hefur hækkað um 348% frá árinu 2010 en stendur í dag í 13 kr. á lítrann af gas- og dísilolíu. Sjávarútvegurinn greiðir kolefnisgjald líkt og aðrar atvinnugreinar á Íslandi að undanskildu flugi og stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Frá árinu 2010 hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um 18 milljarða í kolefnisgjald en samtals hafa tekjur ríkissjóðs af gjaldinu numið 57 milljörðum króna, hvort tveggja á verðlagi ársins 2022. Með öðrum orðum hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um þriðjung af kolefnisgjaldinu. Kolefnisgjaldið, sem rennur í ríkissjóð, er ekki markað til sérstakrar notkunar - enda hefur mörkun skatttekna að mestu verið aflögð. Markmið gjaldsins er að hvetja til orkusparnaðar, notkunar á vistvænni ökutækjum, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinnar notkunar á innlendum orkugjöfum. Hófleg gjaldtaka er þó lykillinn því of íþyngjandi gjöld draga úr samkeppnishæfni fyrirtækjanna og eyða því svigrúmi sem fyrirtækin hafa til fjárfestinga. Fyrir dyrum stendur að skipta út eldri skipum í flotanum og fjárfesta í nýrri, sparneytnari og afkastameiri skipum eða vistvænni búnaði. Of íþyngjandi kolefnisgjald getur því á endanum gert fyrirtækjunum erfiðara fyrir að draga úr losun koltvísýrings og þá sérstaklega hjá atvinnugreinum þar sem innviðir og lausnir til orkuskipta eru ekki til reiðu. Einnig mættu stjórnvöld huga að því að þeir fjármunir sem fást með innheimtu kolefnisgjaldsins rynnu beint til uppbyggingu innviða sem styðja umhverfisvænar lausnir. Til dæmis þarf að treysta innviði raforku um land allt, einnig tryggja sterkari landtengingar í höfnum landsins svo hægt sé aðnýta rafmagn í stað olíu við löndun á stærri skipum. Þá þarf einnig að tryggja að raforka sé til staðar til að knýja fiskimjölsverksmiðjur hér á landi því þær eru nær allar rafvæddar en gátu ekki sagt skilið við olíuna árið 2022 því raforkuna einfaldlega þvarr. Vísum veginn Fyrr í sumar gaf sjávarútvegurinn ásamt tíu öðrum greinum atvinnulífsins út Loftlagsvegvísi. Vegvísirinn kveður á um fjölmargar tillögur til úrbóta þegar kemur að auknum samdræti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er jafnframt farið yfir þann mikla árangur sem sjávartúvegurinn hefur náð í þeim efnum. Til þess að áfram megi draga úr olíunotkun þarf að tryggja svigrúm til fjárfestinga í nýjum skipum svo endurnýja megi flota sem kominn er á aldur með bætta orkunýtingu að leiðarljósi. Tryggja þarf orku og innviði og mikil tækifæri felast einnig í því að styrkja stoðir hafrannsókna svo vakta megi með öflugum hætti helstu nytjastofnana. Þá hefur fiskveiðistjórnunarkerfið, sem veiðar Íslendinga byggja á, leitt til framþróunar í sjávarútvegi og haft mikil áhrif á samdrátt í eldsneytisnotkun flotans. Það dylst engum sem á horfir að sjávarútvegurinn hefur dregið vagninn þegar kemur að samdrætti í kolefnislosun og mun halda því áfram. Nauðsynlegt er að ekki sé þrengt að fyrirtækjum og fyrirsjáanleiki í rekstrarumhverfi sé tryggður. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg til að fyrirtæki geti vaxið og dafnað – það er lykilforsenda þess að fyrirtæki séu í færum til að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum og orkuskiptum. Frekari gjaldheimta, dregur úr því svigrúmi og minnkar möguleikann á því að sjávarútvegurinn dragi vagninn í mark þegar kemur að háleitum lofstlagsmarkmiðum stjórnvalda fyrir næstu árin. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun