Bæjarstjóri mætti ekki til að rökstyðja úthlutun án útboðs Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Theodóra S. Þorsteinsdóttir er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi minnihlutans í Kópavogi segir skýringar bæjarstjóra, á því hvers vegna lóðinni Reit þrettán var úthlutað án útboðs, ekki halda neinu vatni. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar, til félags í eigu MATA-systkinanna svokölluðu, ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Ásdís segir minnihlutann slíta málið úr samhengi. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segist ósammála því. „Við erum einmitt að setja málið í samhengi, og við reyndum það nú í bæjarstjórn, í umræðunni þar. En það reyndist okkur svolítið erfitt af því að bæjarstjórinn mætti ekki. Hún sem sagt skrifaði undir samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs en mætti svo ekki sjálf til þess að svara fyrir samninginn. Við vorum náttúrulega með ótal spurningar um hann.“ Vel hefði verið hægt að fara í útboð Theodóra segir að í samningi um uppbyggingu á svæðinu sé kveðið á um að mögulega yrði farið aftur í deiliskipulag og lóðinni skipt upp. Þá sé framsalsheimild bæjarins mjög rík. „Við erum bara mjög ósammála því að það hafi verið einhver ógjörningur að úthluta lóðinni með öðrum hætti heldur en til þeirra sem halda á hluta af lóðinni,“ segir hún. Fyrri bæjarstjóri hafi lofað útboði Theodóra segir að málið hafi lengi verið umdeilt og að stjórnsýsla í því hafi verið annmörkum háð í mörg ár. Skipulagsstofnun hafi til að mynda gert athugasemdir við ferlið. „Ég hef gagnrýnt þetta mál ítrekað. Þetta er svolítið punkturinn yfir I-ið, það að þau skuli úthluta þessu til þeirra án útboðs. Ég vil líka taka það fram að fyrrverandi bæjarstjóri talaði alltaf um að þetta færi í almennt ferli, að þessu yrði úthlutað með lögmætum hætti,“ segir Theodóra. Kópavogur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar, til félags í eigu MATA-systkinanna svokölluðu, ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Ásdís segir minnihlutann slíta málið úr samhengi. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segist ósammála því. „Við erum einmitt að setja málið í samhengi, og við reyndum það nú í bæjarstjórn, í umræðunni þar. En það reyndist okkur svolítið erfitt af því að bæjarstjórinn mætti ekki. Hún sem sagt skrifaði undir samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs en mætti svo ekki sjálf til þess að svara fyrir samninginn. Við vorum náttúrulega með ótal spurningar um hann.“ Vel hefði verið hægt að fara í útboð Theodóra segir að í samningi um uppbyggingu á svæðinu sé kveðið á um að mögulega yrði farið aftur í deiliskipulag og lóðinni skipt upp. Þá sé framsalsheimild bæjarins mjög rík. „Við erum bara mjög ósammála því að það hafi verið einhver ógjörningur að úthluta lóðinni með öðrum hætti heldur en til þeirra sem halda á hluta af lóðinni,“ segir hún. Fyrri bæjarstjóri hafi lofað útboði Theodóra segir að málið hafi lengi verið umdeilt og að stjórnsýsla í því hafi verið annmörkum háð í mörg ár. Skipulagsstofnun hafi til að mynda gert athugasemdir við ferlið. „Ég hef gagnrýnt þetta mál ítrekað. Þetta er svolítið punkturinn yfir I-ið, það að þau skuli úthluta þessu til þeirra án útboðs. Ég vil líka taka það fram að fyrrverandi bæjarstjóri talaði alltaf um að þetta færi í almennt ferli, að þessu yrði úthlutað með lögmætum hætti,“ segir Theodóra.
Kópavogur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum