Innlent

Starfs­fólk Kópa­vogs­bæjar heim vegna myglu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Starfsfólk í Fannborg 6 verður heimavinnandi.
Starfsfólk í Fannborg 6 verður heimavinnandi. Vísir/Ívar

Starfs­fólk sem vinnur á skrif­stofum Vel­ferðar­sviðs Kópa­vogs­bæjar eru heima­vinnandi frá og með mánu­deginum vegna myglu í hús­næði bæjarins í Fann­borg 6.

Sig­ríður Björg Tómas­dóttir, al­manna­tengill bæjarins, stað­festir þetta í sam­tali við Vísi. Vel­ferðar­sviðið er því ekki lengur með starf­semi í húsinu og segir Sig­ríður um sex­tíu starfs­menn verða heima­vinnandi.

Segir í til­kynningu frá bænum að slæm loft­gæði í húsinu hafi haft á­hrif á starfs­fólk. Nýjustu mælingar sýni há gildi myglu­gróar. Ekki séu for­sendur fyrir því að vel­ferðar­svið starfi þar á­fram.

Sam­kvæmt Sig­ríði leitar bærinn nú að lausn á hús­næðis­vanda sviðsins, til lengri og skemmri tíma. Sú vinna sé hafin.

Sím­svörun og mót­taka erinda vel­ferðar­sviðs færist að Digra­nes­vegi 1 vegna málsins, frá og með mánu­deginum 28. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×