Gylfi Þór með munnlegt samkomulag við Lyngby Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 13:05 Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags Vísir/Getty Íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Gylfi Þór Sigurðsson, hefur gert munnlegt samkomulag við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Frá þessu er greint á heimasíðu danska úrvalsdeildarfélagsins í dag og er þar sagt að ef allt gangi vel muni Gylfi Þór verða leikmaður félagsins í nánustu framtíð. Gylfi er mættur til Danmerkur þar sem að hann æfir nú þessa dagana. „Við höfum átt virkt samtal við Gylfa undanfarnar tvær vikur og í gegnum það samtal höfum við fundið vilja hjá Gylfa til þess að verða leikmaður Lyngby,“ segir Nicklas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby. STATUS PÅ LYNGBY BOLDKLUBS DIALOG MED GYLFI SIGURDSSON Historierne om Lyngby Boldklub og Gylfi Sigurdsson har efterhånden floreret længe i medierne, hvorfor vi her giver en status på hele situationen.Læs mere her https://t.co/MQWfAClFCzFoto: https://t.co/Gp99VaNUMP pic.twitter.com/BWwb2JQdEP— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 25, 2023 Kjeldsen segir óvanalegt fyrir félagið að tjá sig svona um málefni leikmanns þegar félagsskipti hafa ekki gengið í gegn. „En við finnum fyrir miklum jákvæðum áhuga. Bæði frá fjölmiðlum, stuðningsmönnum og styrktaraðilum og erum ánægð með það.“ Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og hann greindi frá því í viðtali á dögunum að það væru helmingslíkur á því að Gylfi myndi semja við félagið. „Ég myndi segja að líkurnar væru 50/50,“ sagði Freyr sem vildi ekki fara nánar út í viðræðurnar. „Ég get ekki farið í nein smáatriði en við höfum sett saman plan og ef það gengur upp er raunhæft að Gylfi Þór verði leikmaður Lyngby.“ Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Danski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu danska úrvalsdeildarfélagsins í dag og er þar sagt að ef allt gangi vel muni Gylfi Þór verða leikmaður félagsins í nánustu framtíð. Gylfi er mættur til Danmerkur þar sem að hann æfir nú þessa dagana. „Við höfum átt virkt samtal við Gylfa undanfarnar tvær vikur og í gegnum það samtal höfum við fundið vilja hjá Gylfa til þess að verða leikmaður Lyngby,“ segir Nicklas Kjeldsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby. STATUS PÅ LYNGBY BOLDKLUBS DIALOG MED GYLFI SIGURDSSON Historierne om Lyngby Boldklub og Gylfi Sigurdsson har efterhånden floreret længe i medierne, hvorfor vi her giver en status på hele situationen.Læs mere her https://t.co/MQWfAClFCzFoto: https://t.co/Gp99VaNUMP pic.twitter.com/BWwb2JQdEP— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 25, 2023 Kjeldsen segir óvanalegt fyrir félagið að tjá sig svona um málefni leikmanns þegar félagsskipti hafa ekki gengið í gegn. „En við finnum fyrir miklum jákvæðum áhuga. Bæði frá fjölmiðlum, stuðningsmönnum og styrktaraðilum og erum ánægð með það.“ Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og hann greindi frá því í viðtali á dögunum að það væru helmingslíkur á því að Gylfi myndi semja við félagið. „Ég myndi segja að líkurnar væru 50/50,“ sagði Freyr sem vildi ekki fara nánar út í viðræðurnar. „Ég get ekki farið í nein smáatriði en við höfum sett saman plan og ef það gengur upp er raunhæft að Gylfi Þór verði leikmaður Lyngby.“ Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála.
Danski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira