Dómur fyrir hrottalega frelsissviptingu ekki bersýnilega rangur Jón Þór Stefánsson skrifar 25. ágúst 2023 13:44 Hæstiréttur mun ekki taka mál Þórðar fyrir. Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar Más Sigurjónssonar sem var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, sem og önnur brot. Maðurinn vildi meina að dómar héraðsdóms og Landsréttar í málinu væru bersýnilega rangir, en Hæstiréttur féllst ekki á það. Í fyrra dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra fimm menn í fangelsi vegna málsins og í júní á þessu ári staðfesti Landsréttur refsingarnar. Vægustu dómarnir voru tólf mánaða skilorðsbundnir dómar. Sá þyngsti var fjögur ár, en það var Þórður sem fékk hann. Hótuðu að henda honum í Goðafoss Atburðurinn sem málið varðar snýst um frelsissviptingu sem átti sér stað á Akureyri í september 2017. Sakborningarnir voru ákærðir fyrir að mæla sér mót við brotaþola, ráðist á hann, bundið hann og flutt með bíl í gluggalausa geymslu gegn hans vilja. Síðan hafi þeir neytt manninn til fara í sturtu og beitt hann margvíslegu ofbeldi í kjallara hússins. Til að mynda hafi þeir hótað manninum að þeir myndu henda honum í Goðafoss. Þar á eftir hafi þeir þvingað manninn ofan í stóran plastpoka og eftir það var hann keyrður á annan stað og skilinn eftir. Frelsissviptingin á að hafa tekið tæpar sex klukkustundir. Sagðist eiga engan þátt í háttseminni Í framburði Þórðar Más og brotaþola var eitthvað samræmi en þeir voru að mestu leiti ósammála um atburðarásina og hvort að brotaþolinn hefði verið sviptur frelsi. Þórður játaði að hafa löðrungað brotaþolann og rakað hár hans, en neitaði öðru. Í dómi héraðsdóms segir að framburður hans hafi verið svo ótrúverðugur að dómurinn hafi þurft að hafna honum. Áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar gekk út á að Héraðsdómur og Landsréttur hefðu lesið ranglega úr ákæru og metið sönnunargögn málsins með röngum hætti. Því hafi hann hafi verið sakfelldur fyrir háttsemi sem hann hafi engan þátt átt í og annar maður verið sýknaður af. Hæstiréttur gekkst ekki við því og hafnaði beiðninni. Dómsmál Akureyri Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Í fyrra dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra fimm menn í fangelsi vegna málsins og í júní á þessu ári staðfesti Landsréttur refsingarnar. Vægustu dómarnir voru tólf mánaða skilorðsbundnir dómar. Sá þyngsti var fjögur ár, en það var Þórður sem fékk hann. Hótuðu að henda honum í Goðafoss Atburðurinn sem málið varðar snýst um frelsissviptingu sem átti sér stað á Akureyri í september 2017. Sakborningarnir voru ákærðir fyrir að mæla sér mót við brotaþola, ráðist á hann, bundið hann og flutt með bíl í gluggalausa geymslu gegn hans vilja. Síðan hafi þeir neytt manninn til fara í sturtu og beitt hann margvíslegu ofbeldi í kjallara hússins. Til að mynda hafi þeir hótað manninum að þeir myndu henda honum í Goðafoss. Þar á eftir hafi þeir þvingað manninn ofan í stóran plastpoka og eftir það var hann keyrður á annan stað og skilinn eftir. Frelsissviptingin á að hafa tekið tæpar sex klukkustundir. Sagðist eiga engan þátt í háttseminni Í framburði Þórðar Más og brotaþola var eitthvað samræmi en þeir voru að mestu leiti ósammála um atburðarásina og hvort að brotaþolinn hefði verið sviptur frelsi. Þórður játaði að hafa löðrungað brotaþolann og rakað hár hans, en neitaði öðru. Í dómi héraðsdóms segir að framburður hans hafi verið svo ótrúverðugur að dómurinn hafi þurft að hafna honum. Áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar gekk út á að Héraðsdómur og Landsréttur hefðu lesið ranglega úr ákæru og metið sönnunargögn málsins með röngum hætti. Því hafi hann hafi verið sakfelldur fyrir háttsemi sem hann hafi engan þátt átt í og annar maður verið sýknaður af. Hæstiréttur gekkst ekki við því og hafnaði beiðninni.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira