Framvísaði fölsuðum skilríkjum og fer í fangelsi Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 14:48 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja óskilorðsbundinna, fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og koma því þannig til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í fyrradag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga, útlendingalögum og skjalafals, með því að hafa framvísað í blekkingarskyni við starfsfólk Þjóðskrár Íslands grunnfölsuðu ítölsku kennivottorði. Þannig hafi honum verið kleift að starfa hér á landi á fölsku auðkenni hjá ótilgreindu fyrirtæki á árunum 2019 og 2020, án þess að sækja um atvinnuleyfi, og dvalið í heimildarleysi á Íslandi og Schengen-svæðinu, án áritana og dvalarleyfis, á framangreindu tímabili. Skrópaði Maðurinn var ekki viðstaddur þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll. Því gekk útivistardómur í málinu og háttsemi hans talin sönnuð með vísan til rannsóknargagna. Við ákvörðun refsingar var til þess litið að með brotum sínum var manninum kleift að starfa hér á landi um sextán mánaða skeið án þess að sækja um atvinnuleyfi. Þá var einnig tekið mið af því að ríkir einstaklings-og almannahagsmunir eru bundnir við það að einstaklingar noti rétt persónuauðkenni. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar. Fullnustu þrjátíu daga refsingarinnar var frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í fyrradag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga, útlendingalögum og skjalafals, með því að hafa framvísað í blekkingarskyni við starfsfólk Þjóðskrár Íslands grunnfölsuðu ítölsku kennivottorði. Þannig hafi honum verið kleift að starfa hér á landi á fölsku auðkenni hjá ótilgreindu fyrirtæki á árunum 2019 og 2020, án þess að sækja um atvinnuleyfi, og dvalið í heimildarleysi á Íslandi og Schengen-svæðinu, án áritana og dvalarleyfis, á framangreindu tímabili. Skrópaði Maðurinn var ekki viðstaddur þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll. Því gekk útivistardómur í málinu og háttsemi hans talin sönnuð með vísan til rannsóknargagna. Við ákvörðun refsingar var til þess litið að með brotum sínum var manninum kleift að starfa hér á landi um sextán mánaða skeið án þess að sækja um atvinnuleyfi. Þá var einnig tekið mið af því að ríkir einstaklings-og almannahagsmunir eru bundnir við það að einstaklingar noti rétt persónuauðkenni. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar. Fullnustu þrjátíu daga refsingarinnar var frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira