Framvísaði fölsuðum skilríkjum og fer í fangelsi Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 14:48 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja óskilorðsbundinna, fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og koma því þannig til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í fyrradag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga, útlendingalögum og skjalafals, með því að hafa framvísað í blekkingarskyni við starfsfólk Þjóðskrár Íslands grunnfölsuðu ítölsku kennivottorði. Þannig hafi honum verið kleift að starfa hér á landi á fölsku auðkenni hjá ótilgreindu fyrirtæki á árunum 2019 og 2020, án þess að sækja um atvinnuleyfi, og dvalið í heimildarleysi á Íslandi og Schengen-svæðinu, án áritana og dvalarleyfis, á framangreindu tímabili. Skrópaði Maðurinn var ekki viðstaddur þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll. Því gekk útivistardómur í málinu og háttsemi hans talin sönnuð með vísan til rannsóknargagna. Við ákvörðun refsingar var til þess litið að með brotum sínum var manninum kleift að starfa hér á landi um sextán mánaða skeið án þess að sækja um atvinnuleyfi. Þá var einnig tekið mið af því að ríkir einstaklings-og almannahagsmunir eru bundnir við það að einstaklingar noti rétt persónuauðkenni. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar. Fullnustu þrjátíu daga refsingarinnar var frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í fyrradag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga, útlendingalögum og skjalafals, með því að hafa framvísað í blekkingarskyni við starfsfólk Þjóðskrár Íslands grunnfölsuðu ítölsku kennivottorði. Þannig hafi honum verið kleift að starfa hér á landi á fölsku auðkenni hjá ótilgreindu fyrirtæki á árunum 2019 og 2020, án þess að sækja um atvinnuleyfi, og dvalið í heimildarleysi á Íslandi og Schengen-svæðinu, án áritana og dvalarleyfis, á framangreindu tímabili. Skrópaði Maðurinn var ekki viðstaddur þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll. Því gekk útivistardómur í málinu og háttsemi hans talin sönnuð með vísan til rannsóknargagna. Við ákvörðun refsingar var til þess litið að með brotum sínum var manninum kleift að starfa hér á landi um sextán mánaða skeið án þess að sækja um atvinnuleyfi. Þá var einnig tekið mið af því að ríkir einstaklings-og almannahagsmunir eru bundnir við það að einstaklingar noti rétt persónuauðkenni. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar. Fullnustu þrjátíu daga refsingarinnar var frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira