Iglesias gefur ekki á kost á sér í landsliðið vegna hegðunar forsetans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 17:45 Spilar ekki fyrir landslið Spánar fyrr en hlutirnir breytast. EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Forsaga málsins er sú að Rubiales var viðstaddur til að veita spænska kvennalandsliðinu í knattspyrnu verðlaun eftir að liðið varð heimsmeistari á dögunum. Eftir að gefa Jenni Hermoso verðlaunapening sinn þá tók hann utan um höfuð hennar og smellti af kossi. Þrátt fyrir að Hermoso hafi staðfest að hún hafi á engan hátt samþykkt kossinn þá telur Rubiales sig ekki hafa gert neitt rangt. Jafnframt neitar forsetinn að segja af sér en hann hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu leikmönnum spænska kvennalandsliðsins sem og annara landsliða. Þá hafa einstaka karlmenn látið í sér heyra, Borja Iglesias þar á meðal. Hinn þrítugi Borja er ekki fastagestur í landsliðshópi Spánar en hefur síðan 2022 spilað tvo A-landsleiki. Þrátt fyrir að það sé með hans stoltustu augnablikum á ferlinum þá ætlar hann ekki að spila aftur fyrir landslið Spánar fyrr en eitthvað breytist. „Ég er sorgmæddur og vonsvikinn“ segir Borja á Twitter-síðu sinni. Hann heldur svo áfram. Borja segir að gjörðir knattspyrnusambandsins í dag standi ekki fyrir það sem hann geri, hvorki sem persóna né knattspyrnumaður. Estoy triste y decepcionado. Como futbolista y como persona no me siento representado por lo que ha pasado hoy en la Ciudad del Fútbol de Las Rozas. Me parece lamentable que sigan presionando y poniendo el foco sobre una compañera.— Borja Iglesias (@BorjaIglesias9) August 25, 2023 „Að klæðast treyju spænska landsliðsins er eitt það merkasta sem hefur gerst á mínum ferli. Ég veit ekki hvort það mun gerast aftur í framtíðinni en sem stendur hef ég tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur fyrr en hlutirnir breytast og refsað verði fyrir gjörðir sem þessar.“ „Fyrir mannúðlegri og sanngjarnari fótbolta,“ sagði Borja Iglesias að endingu. Fótbolti Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Rubiales var viðstaddur til að veita spænska kvennalandsliðinu í knattspyrnu verðlaun eftir að liðið varð heimsmeistari á dögunum. Eftir að gefa Jenni Hermoso verðlaunapening sinn þá tók hann utan um höfuð hennar og smellti af kossi. Þrátt fyrir að Hermoso hafi staðfest að hún hafi á engan hátt samþykkt kossinn þá telur Rubiales sig ekki hafa gert neitt rangt. Jafnframt neitar forsetinn að segja af sér en hann hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu leikmönnum spænska kvennalandsliðsins sem og annara landsliða. Þá hafa einstaka karlmenn látið í sér heyra, Borja Iglesias þar á meðal. Hinn þrítugi Borja er ekki fastagestur í landsliðshópi Spánar en hefur síðan 2022 spilað tvo A-landsleiki. Þrátt fyrir að það sé með hans stoltustu augnablikum á ferlinum þá ætlar hann ekki að spila aftur fyrir landslið Spánar fyrr en eitthvað breytist. „Ég er sorgmæddur og vonsvikinn“ segir Borja á Twitter-síðu sinni. Hann heldur svo áfram. Borja segir að gjörðir knattspyrnusambandsins í dag standi ekki fyrir það sem hann geri, hvorki sem persóna né knattspyrnumaður. Estoy triste y decepcionado. Como futbolista y como persona no me siento representado por lo que ha pasado hoy en la Ciudad del Fútbol de Las Rozas. Me parece lamentable que sigan presionando y poniendo el foco sobre una compañera.— Borja Iglesias (@BorjaIglesias9) August 25, 2023 „Að klæðast treyju spænska landsliðsins er eitt það merkasta sem hefur gerst á mínum ferli. Ég veit ekki hvort það mun gerast aftur í framtíðinni en sem stendur hef ég tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur fyrr en hlutirnir breytast og refsað verði fyrir gjörðir sem þessar.“ „Fyrir mannúðlegri og sanngjarnari fótbolta,“ sagði Borja Iglesias að endingu.
Fótbolti Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12
FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57
Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38
„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30