Doncic sem virðist vera í fanta formi eftir gott undirbúningstímabil í sumar var allt í öllu hjá Slóveníu í dag en hann skoraði manna mest á vellinum og bætti við sjö fráköstum og sex stoðsendingum.
Hinn bandaríski miðherji Mike Tobey, sem fékk slóvenskt vegabréf 2021 lét einnig vel að sér kveða. Hann skoraði 21 stig og klikkaði ekki úr skot. 6/6 í tvistum og 3/3 í þristum.
Slóvenía leikur í F-riðli á mótinu ásamt Georgíu, Grænhöfðaeyjum og Venesúela.