„Erum með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2023 19:35 Björn Daníel var ánægður með Gyrði Hrafn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var afar ánægður með 3-2 sigur gegn Val á heimavelli. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þar sem við vorum seinir í boltann og þeir unnu alla seinni boltana. Þeir hefðu getað skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en Daði [Freyr Arnarsson] var frábær í markinu,“ sagði Björn Daníel og hélt áfram. „Síðan erum við með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur í seinni hálfleik og það gekk allt upp hjá honum. Hann á allt lof skilið þessi frábæri náungi.“ FH var undir í hálfleik en spilaði töluvert betur í síðari hálfleik sem skilaði tveimur mörkum og Birni fannst koma meiri kraftur í liðið. „Við settum meiri kraft í þetta í seinni hálfleik og fórum betur í návígi. Menn þurftu að vera með hundrað prósent einbeitingu allan tímann þar sem völlurinn var afar erfiður.“ Björn viðurkenndi að völlurinn hafi verið erfiður þar sem hann var mjög blautur og boltinn stoppaði oft í polli. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir þessu. Við áttum ekki mikið eftir af tanknum í lokin þar sem menn voru búnir að hlaupa mikið og við fengum færi til að skora fjórða markið en það er alltaf sætt að vinna með einu marki sérstaklega þegar maður spyr dómarann hvað er mikið eftir og hann segir tíu sekúndur þegar markmaðurinn er með boltann.“ Fyrstu tvö mörk FH-inga voru ansi ódýr þar sem Valsmenn voru miklir klaufar og Björn talaði ekkert í kringum það. „Þetta voru vægast sagt ódýr mörk sem við skoruðum. Það var vel gert hjá Davíð [Snæ Jóhannssyni] að elta boltann í fyrsta markinu og síðan gefst Gyrðir aldrei upp og gerði þetta virkilega vel í seinna markinu og svo var þetta frábær afgreiðsla hjá honum í þriðja markinu,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þar sem við vorum seinir í boltann og þeir unnu alla seinni boltana. Þeir hefðu getað skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en Daði [Freyr Arnarsson] var frábær í markinu,“ sagði Björn Daníel og hélt áfram. „Síðan erum við með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur í seinni hálfleik og það gekk allt upp hjá honum. Hann á allt lof skilið þessi frábæri náungi.“ FH var undir í hálfleik en spilaði töluvert betur í síðari hálfleik sem skilaði tveimur mörkum og Birni fannst koma meiri kraftur í liðið. „Við settum meiri kraft í þetta í seinni hálfleik og fórum betur í návígi. Menn þurftu að vera með hundrað prósent einbeitingu allan tímann þar sem völlurinn var afar erfiður.“ Björn viðurkenndi að völlurinn hafi verið erfiður þar sem hann var mjög blautur og boltinn stoppaði oft í polli. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir þessu. Við áttum ekki mikið eftir af tanknum í lokin þar sem menn voru búnir að hlaupa mikið og við fengum færi til að skora fjórða markið en það er alltaf sætt að vinna með einu marki sérstaklega þegar maður spyr dómarann hvað er mikið eftir og hann segir tíu sekúndur þegar markmaðurinn er með boltann.“ Fyrstu tvö mörk FH-inga voru ansi ódýr þar sem Valsmenn voru miklir klaufar og Björn talaði ekkert í kringum það. „Þetta voru vægast sagt ódýr mörk sem við skoruðum. Það var vel gert hjá Davíð [Snæ Jóhannssyni] að elta boltann í fyrsta markinu og síðan gefst Gyrðir aldrei upp og gerði þetta virkilega vel í seinna markinu og svo var þetta frábær afgreiðsla hjá honum í þriðja markinu,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum