Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 13:39 Þrátt fyrir að ákæra Trump í Georgíu sé hans fjórða er hún sú fyrsta þar sem tekin hefur verið svokölluð fangamynd af honum. AP Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. Forsetaframbjóðandinn var formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta á fimmtudaginn. Hann er auk átján bandamanna ákærður vegna tilraunar þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu áður en hann yfirgaf ríkið með einkaþotu sinni. Hann var skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar að hæð. Vissar efasemdir hafa verið á lofti um hvort þær upplýsingar séu réttar. Kosningaskrifstofa Trump hefur nú gefið út að 7,1 milljón dala hefur safnast vegna myndarinnar sem tekin var af Trump í tukthúsinu. Sú upphæð jafngildir tæpum milljarði króna, eða um 940 milljónum. Skrifstofan hefur nú selt stuttermaboli og bolla sem fangamynd forsetans fyrrverandi prýðir. Á varningum stendur „Aldrei gefast upp.“ Trump campaign sells mugshot merch https://t.co/dwBfmD2JYD pic.twitter.com/wqXlPaMo39— New York Post (@nypost) August 25, 2023 Trump stendur frammi fyrir þremur öðrum ákærum. Hann er ákærður í Washington-borg fyrir aðild sína að innrásinni í þinghúsið í janúar 2021. Í New York hefur umdæmissaksóknari ákært hann fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu og í Flórída sætir hann alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Meira en hálfur milljarður á sólarhring Stuðningsmenn Trump virðast hafa aukið stuðning sinn við forsetaframbjóðandann í kjölfar ákæra hans en tuttugu milljónir Bandaríkjadala söfnuðust á þremur vikum eftir að hann fékk á sig ákærurnar í Georgíu og Washington-borg. Þá söfnuðust um 4,2 milljónir dala í kosningasjóðinn fyrsta sólarhringinn eftir handtöku Trumps á fimmtudag, eða meira en hálfur milljarður króna. Það er hæsta upphæð sem safnast hefur í sjóðinn á einum sólarhring. Fjárveitingar til forsetaframbjóðandans jukust til muna í lok mars á þessu ári eftir ákæru hans fyrir mútugreiðslurnar í New York. Á fyrstu tveimur vikunum eftir að ákæran var lögð fram safnaðist næstum jafn mikill peningur í kosningasjóð Trump og hafði safnast fyrstu þrjá mánuði ársins. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02 Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn var formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta á fimmtudaginn. Hann er auk átján bandamanna ákærður vegna tilraunar þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu áður en hann yfirgaf ríkið með einkaþotu sinni. Hann var skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar að hæð. Vissar efasemdir hafa verið á lofti um hvort þær upplýsingar séu réttar. Kosningaskrifstofa Trump hefur nú gefið út að 7,1 milljón dala hefur safnast vegna myndarinnar sem tekin var af Trump í tukthúsinu. Sú upphæð jafngildir tæpum milljarði króna, eða um 940 milljónum. Skrifstofan hefur nú selt stuttermaboli og bolla sem fangamynd forsetans fyrrverandi prýðir. Á varningum stendur „Aldrei gefast upp.“ Trump campaign sells mugshot merch https://t.co/dwBfmD2JYD pic.twitter.com/wqXlPaMo39— New York Post (@nypost) August 25, 2023 Trump stendur frammi fyrir þremur öðrum ákærum. Hann er ákærður í Washington-borg fyrir aðild sína að innrásinni í þinghúsið í janúar 2021. Í New York hefur umdæmissaksóknari ákært hann fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu og í Flórída sætir hann alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Meira en hálfur milljarður á sólarhring Stuðningsmenn Trump virðast hafa aukið stuðning sinn við forsetaframbjóðandann í kjölfar ákæra hans en tuttugu milljónir Bandaríkjadala söfnuðust á þremur vikum eftir að hann fékk á sig ákærurnar í Georgíu og Washington-borg. Þá söfnuðust um 4,2 milljónir dala í kosningasjóðinn fyrsta sólarhringinn eftir handtöku Trumps á fimmtudag, eða meira en hálfur milljarður króna. Það er hæsta upphæð sem safnast hefur í sjóðinn á einum sólarhring. Fjárveitingar til forsetaframbjóðandans jukust til muna í lok mars á þessu ári eftir ákæru hans fyrir mútugreiðslurnar í New York. Á fyrstu tveimur vikunum eftir að ákæran var lögð fram safnaðist næstum jafn mikill peningur í kosningasjóð Trump og hafði safnast fyrstu þrjá mánuði ársins.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02 Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02
Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47