Valskonur voru sannfærandi í dag þegar þær tóku á móti gestunum frá Suðurnesjum. Anita Lind Daníelsdóttir skoraði eina mark Keflavíkur úr víti og jafnaði leikinn í 1-1 á 29. mínútu.
Það tók heimakonur smástund að brjóta vörn Keflvíkinga á bak aftur en á 50. mínútu skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir sitt 14. mark í sumar og kom Valskonum aftur yfir. Bryndís er lang markahæst í deildinni en næstu konur á lista hafa skorað helmingi minna.
Valskonur hafa aðeins tapað tveimur leikjum af 18 í sumar og sitja efstar í deildinni með 42 stig. Breiðablik kemur næst með 34 en nú verður deildinni skipt upp í efri og neðri helming fyrir lokaátökin.