„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. ágúst 2023 19:09 Vinkonurnar Birna Sif Kristínardóttir og Bryndís Ottesen eiga það sameiginlegt að hafa greinst með ADHD á fullorðinsaldri. Vísir/Ívar Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. Forstjóri Lyfjastofnunar, sagði gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins og að erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Þá hafi einnig komið upp framleiðslu- og flutningsvandamál. Brýnt væri að fólk sem fyndi fyrir skortinum notaði ekki annarra manna lyf og tæki sér frekar lyfjafrí eða ráðfærðu sig við lækni varðandi önnur lyf. Reynir að drýgja lyfið Afleiðingar lyfjaskortsins er að fólk sem tekur lyfið að staðaldri minnkar venjulega dagsskammta til að drýgja lyfið, hættir að taka lyfið eða sækir í önnur lyf sem jafnvel henta því alls ekki. „Ég er svona farin að reyna taka eins marga lyfjalausa daga og ég get. Ég tek hálfan skammt flesta daga,“ segir Bryndís Ottesen, ráðgjafi og hlaðvarpsstýra, sem hefur verið á Elvanse í um ár. Hún segir óljóst hvenær ný sending af Elvanse er væntanleg, dagsetningarnar hafi dregist. Kvíði án lyfja Birna Sif Kristínardóttir, markþjálfi og hlaðvarpsstýra, segist sjálf búin með sinn skammt. „Þannig núna er ég í rauninni komin á annan lyfjastyrk sem hentar mér alls ekki jafn vel, þannig þetta er búið að vera mikið púsl.“ Bryndís og Birna eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Eftir að hafa prófað ýmis lyf var niðurstaðan Elvanse, þær segja lyfið hafi gefið þeim nýtt líf. Lyfjaskortur hafi áhrif á alla þætti daglegs lífs. „Maður finnur fyrir meiri kvíðaeinkennum og fer svolítið í svona gamlar venjur áður en maður fékk greiningu og lyfin sín,“ segir Birna go bætir við: „Og maður nær ekki að halda öllum boltum á lofti eins vel og á lyfjunum. Erfitt að halda einbeitingu, sinna börnunum, koma þeim í skólann. Þetta tikkar í öll box í hinu daglega lífi.“ Lyfjafrí ekki einfalt Vinkonurnar eru sammála um að ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um lyfjafrí eða önnur lyf séu ekki svo einfaldar. „Það var nú einhver sem orðaði þetta mjög heppilega á Facebook sem sagði að þetta væri eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu og brýtur þau að taka gleraugnafrí. Þetta er ekki þannig að það sé ekkert mál að taka lyfjafrí og ég tala nú ekki um að fá rétt lyf. Ég var alveg í tvö ár að finna út úr því hvaða lyf hentuðu fyrir mig,“ segir Bryndís. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Bryndís og Birna segja skortinn haft miklar afleiðingar fyrir marga ef hann varir lengi. „Þetta rífur upp svo mörg gömul sár, fólk fer að leita að dópamíni og það fer að leita í mat eða áfengi eða allskonar fíkn. Mikil vanlíðan sem getur fylgt þessu,“ segir Birna. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar, sagði gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins og að erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Þá hafi einnig komið upp framleiðslu- og flutningsvandamál. Brýnt væri að fólk sem fyndi fyrir skortinum notaði ekki annarra manna lyf og tæki sér frekar lyfjafrí eða ráðfærðu sig við lækni varðandi önnur lyf. Reynir að drýgja lyfið Afleiðingar lyfjaskortsins er að fólk sem tekur lyfið að staðaldri minnkar venjulega dagsskammta til að drýgja lyfið, hættir að taka lyfið eða sækir í önnur lyf sem jafnvel henta því alls ekki. „Ég er svona farin að reyna taka eins marga lyfjalausa daga og ég get. Ég tek hálfan skammt flesta daga,“ segir Bryndís Ottesen, ráðgjafi og hlaðvarpsstýra, sem hefur verið á Elvanse í um ár. Hún segir óljóst hvenær ný sending af Elvanse er væntanleg, dagsetningarnar hafi dregist. Kvíði án lyfja Birna Sif Kristínardóttir, markþjálfi og hlaðvarpsstýra, segist sjálf búin með sinn skammt. „Þannig núna er ég í rauninni komin á annan lyfjastyrk sem hentar mér alls ekki jafn vel, þannig þetta er búið að vera mikið púsl.“ Bryndís og Birna eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Eftir að hafa prófað ýmis lyf var niðurstaðan Elvanse, þær segja lyfið hafi gefið þeim nýtt líf. Lyfjaskortur hafi áhrif á alla þætti daglegs lífs. „Maður finnur fyrir meiri kvíðaeinkennum og fer svolítið í svona gamlar venjur áður en maður fékk greiningu og lyfin sín,“ segir Birna go bætir við: „Og maður nær ekki að halda öllum boltum á lofti eins vel og á lyfjunum. Erfitt að halda einbeitingu, sinna börnunum, koma þeim í skólann. Þetta tikkar í öll box í hinu daglega lífi.“ Lyfjafrí ekki einfalt Vinkonurnar eru sammála um að ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um lyfjafrí eða önnur lyf séu ekki svo einfaldar. „Það var nú einhver sem orðaði þetta mjög heppilega á Facebook sem sagði að þetta væri eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu og brýtur þau að taka gleraugnafrí. Þetta er ekki þannig að það sé ekkert mál að taka lyfjafrí og ég tala nú ekki um að fá rétt lyf. Ég var alveg í tvö ár að finna út úr því hvaða lyf hentuðu fyrir mig,“ segir Bryndís. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Bryndís og Birna segja skortinn haft miklar afleiðingar fyrir marga ef hann varir lengi. „Þetta rífur upp svo mörg gömul sár, fólk fer að leita að dópamíni og það fer að leita í mat eða áfengi eða allskonar fíkn. Mikil vanlíðan sem getur fylgt þessu,“ segir Birna.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira