„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. ágúst 2023 19:09 Vinkonurnar Birna Sif Kristínardóttir og Bryndís Ottesen eiga það sameiginlegt að hafa greinst með ADHD á fullorðinsaldri. Vísir/Ívar Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. Forstjóri Lyfjastofnunar, sagði gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins og að erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Þá hafi einnig komið upp framleiðslu- og flutningsvandamál. Brýnt væri að fólk sem fyndi fyrir skortinum notaði ekki annarra manna lyf og tæki sér frekar lyfjafrí eða ráðfærðu sig við lækni varðandi önnur lyf. Reynir að drýgja lyfið Afleiðingar lyfjaskortsins er að fólk sem tekur lyfið að staðaldri minnkar venjulega dagsskammta til að drýgja lyfið, hættir að taka lyfið eða sækir í önnur lyf sem jafnvel henta því alls ekki. „Ég er svona farin að reyna taka eins marga lyfjalausa daga og ég get. Ég tek hálfan skammt flesta daga,“ segir Bryndís Ottesen, ráðgjafi og hlaðvarpsstýra, sem hefur verið á Elvanse í um ár. Hún segir óljóst hvenær ný sending af Elvanse er væntanleg, dagsetningarnar hafi dregist. Kvíði án lyfja Birna Sif Kristínardóttir, markþjálfi og hlaðvarpsstýra, segist sjálf búin með sinn skammt. „Þannig núna er ég í rauninni komin á annan lyfjastyrk sem hentar mér alls ekki jafn vel, þannig þetta er búið að vera mikið púsl.“ Bryndís og Birna eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Eftir að hafa prófað ýmis lyf var niðurstaðan Elvanse, þær segja lyfið hafi gefið þeim nýtt líf. Lyfjaskortur hafi áhrif á alla þætti daglegs lífs. „Maður finnur fyrir meiri kvíðaeinkennum og fer svolítið í svona gamlar venjur áður en maður fékk greiningu og lyfin sín,“ segir Birna go bætir við: „Og maður nær ekki að halda öllum boltum á lofti eins vel og á lyfjunum. Erfitt að halda einbeitingu, sinna börnunum, koma þeim í skólann. Þetta tikkar í öll box í hinu daglega lífi.“ Lyfjafrí ekki einfalt Vinkonurnar eru sammála um að ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um lyfjafrí eða önnur lyf séu ekki svo einfaldar. „Það var nú einhver sem orðaði þetta mjög heppilega á Facebook sem sagði að þetta væri eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu og brýtur þau að taka gleraugnafrí. Þetta er ekki þannig að það sé ekkert mál að taka lyfjafrí og ég tala nú ekki um að fá rétt lyf. Ég var alveg í tvö ár að finna út úr því hvaða lyf hentuðu fyrir mig,“ segir Bryndís. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Bryndís og Birna segja skortinn haft miklar afleiðingar fyrir marga ef hann varir lengi. „Þetta rífur upp svo mörg gömul sár, fólk fer að leita að dópamíni og það fer að leita í mat eða áfengi eða allskonar fíkn. Mikil vanlíðan sem getur fylgt þessu,“ segir Birna. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar, sagði gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins og að erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Þá hafi einnig komið upp framleiðslu- og flutningsvandamál. Brýnt væri að fólk sem fyndi fyrir skortinum notaði ekki annarra manna lyf og tæki sér frekar lyfjafrí eða ráðfærðu sig við lækni varðandi önnur lyf. Reynir að drýgja lyfið Afleiðingar lyfjaskortsins er að fólk sem tekur lyfið að staðaldri minnkar venjulega dagsskammta til að drýgja lyfið, hættir að taka lyfið eða sækir í önnur lyf sem jafnvel henta því alls ekki. „Ég er svona farin að reyna taka eins marga lyfjalausa daga og ég get. Ég tek hálfan skammt flesta daga,“ segir Bryndís Ottesen, ráðgjafi og hlaðvarpsstýra, sem hefur verið á Elvanse í um ár. Hún segir óljóst hvenær ný sending af Elvanse er væntanleg, dagsetningarnar hafi dregist. Kvíði án lyfja Birna Sif Kristínardóttir, markþjálfi og hlaðvarpsstýra, segist sjálf búin með sinn skammt. „Þannig núna er ég í rauninni komin á annan lyfjastyrk sem hentar mér alls ekki jafn vel, þannig þetta er búið að vera mikið púsl.“ Bryndís og Birna eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Eftir að hafa prófað ýmis lyf var niðurstaðan Elvanse, þær segja lyfið hafi gefið þeim nýtt líf. Lyfjaskortur hafi áhrif á alla þætti daglegs lífs. „Maður finnur fyrir meiri kvíðaeinkennum og fer svolítið í svona gamlar venjur áður en maður fékk greiningu og lyfin sín,“ segir Birna go bætir við: „Og maður nær ekki að halda öllum boltum á lofti eins vel og á lyfjunum. Erfitt að halda einbeitingu, sinna börnunum, koma þeim í skólann. Þetta tikkar í öll box í hinu daglega lífi.“ Lyfjafrí ekki einfalt Vinkonurnar eru sammála um að ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um lyfjafrí eða önnur lyf séu ekki svo einfaldar. „Það var nú einhver sem orðaði þetta mjög heppilega á Facebook sem sagði að þetta væri eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu og brýtur þau að taka gleraugnafrí. Þetta er ekki þannig að það sé ekkert mál að taka lyfjafrí og ég tala nú ekki um að fá rétt lyf. Ég var alveg í tvö ár að finna út úr því hvaða lyf hentuðu fyrir mig,“ segir Bryndís. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Bryndís og Birna segja skortinn haft miklar afleiðingar fyrir marga ef hann varir lengi. „Þetta rífur upp svo mörg gömul sár, fólk fer að leita að dópamíni og það fer að leita í mat eða áfengi eða allskonar fíkn. Mikil vanlíðan sem getur fylgt þessu,“ segir Birna.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda