Varðstjóri segir það reglulega koma fyrir að fólk skilji bíla sína eftir á óheppilegum stöðum og geri ekki viðeigandi ráðstafanir. Þá þurfi lögregla að grípa inn í en í þessu tilviki sé líklega um að ræða bíl sem hafi verið bilaður eða einfaldlega bensínlaus.
Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ef ökumenn neyðist til að stöðva bifreið sína á miðjum vegi eigi þeir að hringja strax eftir kranabíl og lögreglu sem geti komið með tæki til að aðstoða og vara aðra við, ásamt því að setja á hættuljósin og setja út viðvörunarþríhyrninginn.