Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2023 15:30 Þorgerður Katrín er þungt hugsi yfir löggjöf um útlendinga. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vísar til togstreitu milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi löggjöf um útlendinga. Hún hafi nú síðast birst í gjörólíkum ályktunum á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. „Það er brýnt að mynda eins breiða samstöðu um útlendingamál og kostur er. Ellegar er hætta á stigvaxandi pólaríseringu í samfélaginu okkar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir gildandi löggjöf um útlendinga frá 2016 hafa verið byggða á þverpólitískri nefnd undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, hafi fylgt þeirri vinnu vel eftir og á sjö árum hafi fengist margvísleg reynsla af framkvæmd laganna. Síðan hafi ytri aðstæður breyst með vaxandi fjölda flóttamanna í heiminum. Við undirbúning þeirra breytinga á útlendingalögum sem samþykktar voru í mars hafi ekki verið leitað eftir breiðu pólitísku samstarfi. Var það samþykkt með 38 atkvæðum gegn 15. Viðreisn viji gera sitt til að leita lausna í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Bréf Þorgerðar Katrínar til forsætisráðherra. „Við gerum okkur grein fyrir því að landamæri Íslands eru ekki lokuð en þau eru heldur ekki galopin. Við viljum skynsama, mannlega en líka raunsæja útlendingastefnu.“ Uppi séu þrjú ólík lögfræðiálit og ráðherrar séu uppteknari við að benda hver á annan frekar en að leysa málin. „Ákveðin óvissa ríkir um merkingu útlendingalaga en það dregur úr trúverðugleika stefnu landsins í málaflokknum. Það er í þágu allra að um þessa mikilvægu löggjöf geti tekist eins breið samstaða og kostur er.“ Þorgerður segir tíma kominn til að hífa málið upp úr pólitískum skotgröfum og leysa málin, öllum til heilla. Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vísar til togstreitu milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi löggjöf um útlendinga. Hún hafi nú síðast birst í gjörólíkum ályktunum á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. „Það er brýnt að mynda eins breiða samstöðu um útlendingamál og kostur er. Ellegar er hætta á stigvaxandi pólaríseringu í samfélaginu okkar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir gildandi löggjöf um útlendinga frá 2016 hafa verið byggða á þverpólitískri nefnd undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, hafi fylgt þeirri vinnu vel eftir og á sjö árum hafi fengist margvísleg reynsla af framkvæmd laganna. Síðan hafi ytri aðstæður breyst með vaxandi fjölda flóttamanna í heiminum. Við undirbúning þeirra breytinga á útlendingalögum sem samþykktar voru í mars hafi ekki verið leitað eftir breiðu pólitísku samstarfi. Var það samþykkt með 38 atkvæðum gegn 15. Viðreisn viji gera sitt til að leita lausna í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Bréf Þorgerðar Katrínar til forsætisráðherra. „Við gerum okkur grein fyrir því að landamæri Íslands eru ekki lokuð en þau eru heldur ekki galopin. Við viljum skynsama, mannlega en líka raunsæja útlendingastefnu.“ Uppi séu þrjú ólík lögfræðiálit og ráðherrar séu uppteknari við að benda hver á annan frekar en að leysa málin. „Ákveðin óvissa ríkir um merkingu útlendingalaga en það dregur úr trúverðugleika stefnu landsins í málaflokknum. Það er í þágu allra að um þessa mikilvægu löggjöf geti tekist eins breið samstaða og kostur er.“ Þorgerður segir tíma kominn til að hífa málið upp úr pólitískum skotgröfum og leysa málin, öllum til heilla.
Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Sjá meira