Fagleg nálgun í stað flausturs Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 07:00 „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. Gert er ráð fyrir að „hægt verði á útgjöldum ríkisins“ um 17 milljarða króna á árinu 2024, þar af verði dregið úr útgjöldum vegna launa um 5 milljarða króna. Vert er að staldra hér við. Í upphafi skyldi endinn skoða Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að setja sig upp á móti því að hagrætt sé í ríkisrekstri enda frumskylda stjórnvalda að fara vel með skattfé. Það er hins vegar eðlilegt að við sem erum í forsvari fyrir heildarsamtök stéttarfélaga stöldrum við þegar ráðherra talar berum orðum um fyrirhugaðar uppsagnir. Við gerum kröfu um að svo umfangsmikil hagræðing sem nú er boðuð sé studd málefnalegum rökum og framkvæmd með faglegum hætti. Slíkt verður best gert ef vandað hagsmunamat liggur til grundvallar, það mat verði framkvæmt með breiðri aðkomu kunnáttufólks og fari ekki gegn mikilvægustu gildum þess samfélags sem við höfum komið okkur saman um að byggja. Fækkun starfsfólks má ekki heldur verða til þess að draga úr gæðum þeirrar samfélagsþjónustu sem hið opinbera veitir eða til þess að stórauka álag á það starfsfólk sem eftir verður. Hagræðingartækifæri annars staðar en í starfsmannahaldi Sú skoðun þekkist hjá tilteknum hópi í samfélaginu að starfsmannahald hins opinbera sé myllusteinn um háls skattgreiðenda. Því fer fjarri; átta af hverjum tíu krónum í rekstri ríkisins er varið í liði utan launakostnaðar samkvæmt uppgjöri Hagstofunnar. Í þeim hluta ríkisrekstrar liggja vissulega tækifæri til sparnaðar og ein skilvirkasta aðferðin við að finna þau tækifæri er að leita hugmynda hjá þeim sem best þekkja til. Starfsfólkið sjálft er oft best til þess fallið að benda á sparnaðar- og hagræðingartækifærin í eigin nærumhverfi. Reynsla af slíkum vinnubrögðum hefur enda gefið góða raun hjá ýmsum opinberum stofnunum og ráðuneytum. Það er t.d. í fullu samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að nýta hvern húsnæðisfermetra til fullnustu og áhugaverð sú mynd sem fjármálaráðherra dró upp í kynningu sinni varðandi þann þátt. Eins eru trúverðug þau áform sem lúta að lækkun ferðakostnaðar hins opinbera og áform um hagkvæmari innkaup, svo fremi að slíkt feli í sér minni sóun og að umhverfisvænustu kostirnir verði ávallt fyrir valinu í innkaupum á vöru og þjónustu. Virkjum hugvitssamt starfsfólk Mér kemur í hug saga sem kunningi minn sagði mér nýlega af starfsmanni sem starfaði í eldhúsi á hérlendri heilbrigðisstofnun. Maðurinn, sem flutti hingað frá einu af fátækari ríkjum Austur-Evrópu, var vanur að nýta vel allt hráefni til matargerðar og kom strax auga á ýmislegt í starfsumhverfi sínu sem færa mætti til betri vegar. Honum datt t.d. í hug að það mætti efna til hugmyndasamkeppni meðal starfsfólks um bætta matarnýtingu, án þess að gengið yrði á gæði eða næringargildi. Honum kom í hug sú framúrstefnulega hugmynd að þær upphæðir sem þannig spöruðust mætti greiða starfsfólki að hluta í formi bónusa. En hann lagði ekki í að hreyfa hugmyndinni við nokkurn mann. Hann taldi kerfið sem unnið var eftir í of föstum skorðum og að menningin á vinnustaðnum gerði ekki ráð fyrir aðkomu starfsfólks í ákvörðunum. Það fór því svo að hann hvarf fljótlega til annarra starfa. Hvatning til stjórnvalda BHM hvetur stjórnvöld til að leita tækifæra til ráðdeildar í ríkisrekstri með nýrri nálgun og skapa aukna hvata fyrir starfsfólk til að taka þátt í verkefninu. Nú kann að vera rétti tíminn til að brjótast út úr þrálátri síló-hugsun stjórnkerfisins og innleiða þverfaglegri vinnubrögð. Við hefðum líka gagn af því að standa betur við bakið á hinu mikilvæga hlutverki sem ríkisstofnanir sinna í samfélaginu og kveða um leið niður þá bábilju að verðmætasköpun eigi sér einungis stað fyrir tilstuðlan einkaframtaksins. Ef stjórnvöld taka hlutverk sitt nýjum tökum kann niðurstaða aðgerða að færa okkur nær háleitum markmiðum um velsældarhagkerfi. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
„Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. Gert er ráð fyrir að „hægt verði á útgjöldum ríkisins“ um 17 milljarða króna á árinu 2024, þar af verði dregið úr útgjöldum vegna launa um 5 milljarða króna. Vert er að staldra hér við. Í upphafi skyldi endinn skoða Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að setja sig upp á móti því að hagrætt sé í ríkisrekstri enda frumskylda stjórnvalda að fara vel með skattfé. Það er hins vegar eðlilegt að við sem erum í forsvari fyrir heildarsamtök stéttarfélaga stöldrum við þegar ráðherra talar berum orðum um fyrirhugaðar uppsagnir. Við gerum kröfu um að svo umfangsmikil hagræðing sem nú er boðuð sé studd málefnalegum rökum og framkvæmd með faglegum hætti. Slíkt verður best gert ef vandað hagsmunamat liggur til grundvallar, það mat verði framkvæmt með breiðri aðkomu kunnáttufólks og fari ekki gegn mikilvægustu gildum þess samfélags sem við höfum komið okkur saman um að byggja. Fækkun starfsfólks má ekki heldur verða til þess að draga úr gæðum þeirrar samfélagsþjónustu sem hið opinbera veitir eða til þess að stórauka álag á það starfsfólk sem eftir verður. Hagræðingartækifæri annars staðar en í starfsmannahaldi Sú skoðun þekkist hjá tilteknum hópi í samfélaginu að starfsmannahald hins opinbera sé myllusteinn um háls skattgreiðenda. Því fer fjarri; átta af hverjum tíu krónum í rekstri ríkisins er varið í liði utan launakostnaðar samkvæmt uppgjöri Hagstofunnar. Í þeim hluta ríkisrekstrar liggja vissulega tækifæri til sparnaðar og ein skilvirkasta aðferðin við að finna þau tækifæri er að leita hugmynda hjá þeim sem best þekkja til. Starfsfólkið sjálft er oft best til þess fallið að benda á sparnaðar- og hagræðingartækifærin í eigin nærumhverfi. Reynsla af slíkum vinnubrögðum hefur enda gefið góða raun hjá ýmsum opinberum stofnunum og ráðuneytum. Það er t.d. í fullu samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að nýta hvern húsnæðisfermetra til fullnustu og áhugaverð sú mynd sem fjármálaráðherra dró upp í kynningu sinni varðandi þann þátt. Eins eru trúverðug þau áform sem lúta að lækkun ferðakostnaðar hins opinbera og áform um hagkvæmari innkaup, svo fremi að slíkt feli í sér minni sóun og að umhverfisvænustu kostirnir verði ávallt fyrir valinu í innkaupum á vöru og þjónustu. Virkjum hugvitssamt starfsfólk Mér kemur í hug saga sem kunningi minn sagði mér nýlega af starfsmanni sem starfaði í eldhúsi á hérlendri heilbrigðisstofnun. Maðurinn, sem flutti hingað frá einu af fátækari ríkjum Austur-Evrópu, var vanur að nýta vel allt hráefni til matargerðar og kom strax auga á ýmislegt í starfsumhverfi sínu sem færa mætti til betri vegar. Honum datt t.d. í hug að það mætti efna til hugmyndasamkeppni meðal starfsfólks um bætta matarnýtingu, án þess að gengið yrði á gæði eða næringargildi. Honum kom í hug sú framúrstefnulega hugmynd að þær upphæðir sem þannig spöruðust mætti greiða starfsfólki að hluta í formi bónusa. En hann lagði ekki í að hreyfa hugmyndinni við nokkurn mann. Hann taldi kerfið sem unnið var eftir í of föstum skorðum og að menningin á vinnustaðnum gerði ekki ráð fyrir aðkomu starfsfólks í ákvörðunum. Það fór því svo að hann hvarf fljótlega til annarra starfa. Hvatning til stjórnvalda BHM hvetur stjórnvöld til að leita tækifæra til ráðdeildar í ríkisrekstri með nýrri nálgun og skapa aukna hvata fyrir starfsfólk til að taka þátt í verkefninu. Nú kann að vera rétti tíminn til að brjótast út úr þrálátri síló-hugsun stjórnkerfisins og innleiða þverfaglegri vinnubrögð. Við hefðum líka gagn af því að standa betur við bakið á hinu mikilvæga hlutverki sem ríkisstofnanir sinna í samfélaginu og kveða um leið niður þá bábilju að verðmætasköpun eigi sér einungis stað fyrir tilstuðlan einkaframtaksins. Ef stjórnvöld taka hlutverk sitt nýjum tökum kann niðurstaða aðgerða að færa okkur nær háleitum markmiðum um velsældarhagkerfi. Höfundur er formaður BHM.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun