Nemendur læra um nærumhverfi sitt í Snæfellsbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2023 23:03 Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari, sem er ein af þeim, sem stýrir verkefninu í átthagafræði við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið er lagt upp úr því í Grunnskóla Snæfellsbæjar að nemendur þekki sitt nánasta umhverfi og því er sérstök kennsla í átthagafræði þar sem farið er með nemendur í vettvangsferðir um sitt nærumhverfi. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta árið fyrir verkefnið. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru um 210 nemendur. Átthagafræði er hluti af námi skólans en það er þróunarverkefni sem beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Í því skyni eru farið í ferðir með nemendur innan sveitarfélagsins, eins og á Djúpalónssand þar sem nemendur sjötta bekkjar komu nýlega saman með kennurum og landvörðum í Snæfellsjökulsþjóðgarði. „Þetta gengur út á að kynna nemendum umhverfi sitt, nærumhverfi sitt, að þeir fái tækifæri í gegnum skólagönguna að kynnast því frá ýmsum hliðum. Bæði í gegnum upplifanir eins og að fara í vettvangsferðir. Við höfum gott samstarf við nærsamfélagið, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök, virkilega gott samstarf,” segir Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari við skólann. Kennarar skólans eru himinlifandi með verkefnið, ekki síst þeir sem fara í vettvangsferðir með nemendum. „Það er í öllum bekkjum farið í ferðir og náttúran skoðuð í kring og þau læra örnefnin og svona um nærumhverfi sitt,” segir Maríanna Sigurbjargardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Mikil ánægja er með kennsluna í átthagafræðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekkert smá flott náttúra, sem þið eigið hérna? „Segðu, þetta eru algjörar perlur og þær eru sko víða. Og verkefnin eru þannig að hver bekkjardeild hefur ákveðna svona bekkjanámskrá í átthagafræðinni,” segir Guðrún Jenný Sigurðardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári fyrir átthagafræðina. En hvað segja nemendur skólans, er Grunnskóli Snæfellsbæjar ekki frábær skóli? „Ó jú, sérstaklega kennararnir, þeir eru mjög skemmtilegir, mjög,” sögðu nokkrar stelpur hressar í kór. Nemendur skólans eru mjög ánægðir með kennarana sína eins og þessar stelpur í 6. bekk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru um 210 nemendur. Átthagafræði er hluti af námi skólans en það er þróunarverkefni sem beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Í því skyni eru farið í ferðir með nemendur innan sveitarfélagsins, eins og á Djúpalónssand þar sem nemendur sjötta bekkjar komu nýlega saman með kennurum og landvörðum í Snæfellsjökulsþjóðgarði. „Þetta gengur út á að kynna nemendum umhverfi sitt, nærumhverfi sitt, að þeir fái tækifæri í gegnum skólagönguna að kynnast því frá ýmsum hliðum. Bæði í gegnum upplifanir eins og að fara í vettvangsferðir. Við höfum gott samstarf við nærsamfélagið, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök, virkilega gott samstarf,” segir Svanborg Tryggvadóttir, grunnskólakennari við skólann. Kennarar skólans eru himinlifandi með verkefnið, ekki síst þeir sem fara í vettvangsferðir með nemendum. „Það er í öllum bekkjum farið í ferðir og náttúran skoðuð í kring og þau læra örnefnin og svona um nærumhverfi sitt,” segir Maríanna Sigurbjargardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Mikil ánægja er með kennsluna í átthagafræðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekkert smá flott náttúra, sem þið eigið hérna? „Segðu, þetta eru algjörar perlur og þær eru sko víða. Og verkefnin eru þannig að hver bekkjardeild hefur ákveðna svona bekkjanámskrá í átthagafræðinni,” segir Guðrún Jenný Sigurðardóttir, umsjónarkennari í 6. bekk. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta ári fyrir átthagafræðina. En hvað segja nemendur skólans, er Grunnskóli Snæfellsbæjar ekki frábær skóli? „Ó jú, sérstaklega kennararnir, þeir eru mjög skemmtilegir, mjög,” sögðu nokkrar stelpur hressar í kór. Nemendur skólans eru mjög ánægðir með kennarana sína eins og þessar stelpur í 6. bekk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira