Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 10:27 Rubiales þegar hann ávarpaði aukaþing spænska knattspyrnusambandsins fyrir helgi. AP/Spænska knattspyrnusambandið/Europa Press Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) setti Rubiales í níutíu daga bann á meðan aganefnd þess rannsakar framferði hans þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munni eftir sigur Spánverja á Englendingum um þarsíðustu helgi. Rubiales sást einnig grípa um klof sér í heiðursstúku á leikvanginum nærri spænsku drottningunni og unglingsdóttur hennar. Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso og þvertekur fyrir að segja af sér þrátt fyrir háværa gagnrýni og þrýsting frá spænskum stjórnvöldum, leikmönnum, knattspyrnuliðum og stjórnendum þeirra. Leikmenn landsliðsins segjast ekki ætla að keppa fyrir hönd Spánar á meðan Rubiales er forseti knattspyrnusambandsins. Forsetinn segist vera fórnarlamb „nornaveiða“ og „falskra femínista.“ Hann nýtur stuðnings knattspyrnusambandsins sem hefur jafnvel hótað Hermoso málsókn fyrir að styðja ekki forsetann. Fjöldi þjálfara og starfsmanna kvennalandsliða Spánar sögðu af sér eftir að Rubiales neitaði að stíga til hliðar. Eitthvað virðist þó tekið að fjara undan stuðningi við Rubiales innan knattspyrnusambandsins. Spænskir fjölmiðlar segja að forsetar héraðssambanda kalli nú eftir afsögn Rubiales eftir fimm klukkustunda maraþonfund í gær. Jenni Hermoso í leik með Spáni á HM.AP/John Cowpland Hefja ekki fulla rannsókn nema Hermoso kæri sjálf Saksóknarar við landsdóm Spánar sögðu í gær að þeir hefðu hafið bráðabirgðarannsókn á máli Rubiales eftir að þeim bárust sex kærur frá einstaklingum og samtökum. Spænska blaðið El País segir saksóknarana þó trega til að hefja fulla rannsókn á málinu ef Hermoso kýs að kæra ekki sjálf. Henni verður boðið að leggja fram formlega kæru. Hún hefur fimmtán daga til þess. Hermoso lýsti því að hún hefði upplifað sig fórnarlamb árásar forsetans. Kossinn hefði alls ekki verið með samþykki hennar. Þá segir hún að knattspyrnusambandið hafi beitt sig þrýstingi til þess að styðja frásögn Rubiales af kossinum en einnig ættingja hennar og vini, að því er segir í frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca. Lýsingar Rubiales eigi ekki við nein rök að styðjast. Spánn Erlend sakamál Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11 Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01 Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29 Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) setti Rubiales í níutíu daga bann á meðan aganefnd þess rannsakar framferði hans þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munni eftir sigur Spánverja á Englendingum um þarsíðustu helgi. Rubiales sást einnig grípa um klof sér í heiðursstúku á leikvanginum nærri spænsku drottningunni og unglingsdóttur hennar. Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso og þvertekur fyrir að segja af sér þrátt fyrir háværa gagnrýni og þrýsting frá spænskum stjórnvöldum, leikmönnum, knattspyrnuliðum og stjórnendum þeirra. Leikmenn landsliðsins segjast ekki ætla að keppa fyrir hönd Spánar á meðan Rubiales er forseti knattspyrnusambandsins. Forsetinn segist vera fórnarlamb „nornaveiða“ og „falskra femínista.“ Hann nýtur stuðnings knattspyrnusambandsins sem hefur jafnvel hótað Hermoso málsókn fyrir að styðja ekki forsetann. Fjöldi þjálfara og starfsmanna kvennalandsliða Spánar sögðu af sér eftir að Rubiales neitaði að stíga til hliðar. Eitthvað virðist þó tekið að fjara undan stuðningi við Rubiales innan knattspyrnusambandsins. Spænskir fjölmiðlar segja að forsetar héraðssambanda kalli nú eftir afsögn Rubiales eftir fimm klukkustunda maraþonfund í gær. Jenni Hermoso í leik með Spáni á HM.AP/John Cowpland Hefja ekki fulla rannsókn nema Hermoso kæri sjálf Saksóknarar við landsdóm Spánar sögðu í gær að þeir hefðu hafið bráðabirgðarannsókn á máli Rubiales eftir að þeim bárust sex kærur frá einstaklingum og samtökum. Spænska blaðið El País segir saksóknarana þó trega til að hefja fulla rannsókn á málinu ef Hermoso kýs að kæra ekki sjálf. Henni verður boðið að leggja fram formlega kæru. Hún hefur fimmtán daga til þess. Hermoso lýsti því að hún hefði upplifað sig fórnarlamb árásar forsetans. Kossinn hefði alls ekki verið með samþykki hennar. Þá segir hún að knattspyrnusambandið hafi beitt sig þrýstingi til þess að styðja frásögn Rubiales af kossinum en einnig ættingja hennar og vini, að því er segir í frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca. Lýsingar Rubiales eigi ekki við nein rök að styðjast.
Spánn Erlend sakamál Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11 Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01 Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29 Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira
Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11
Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01
Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29
Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31