Ýmislegt bendi til þess að bankar geti lækkað álagningu Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2023 17:29 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra kynnti skýrsluna. Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Starfshópnum var ætlað það verkefni að greina tekjumyndun, þar á meðal þóknanir, þjónustu- og vaxtatekjur og vaxtamun, viðskiptabankanna þriggja í norrænum samanburði. Í skipunarbréfi ráðherra kemur fram að um leið og sterkt bankakerfi er nauðsynlegt til að viðhalda öflugu hagkerfi og atvinnulífi sé mikilvægt að bankar njóti almenns trausts í samfélaginu svo þeir geti stuðlað að heilbrigðu viðskiptalífi. Mikill hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja síðustu ár vekji spurningar um jafnvægi í greininni og stöðu neytenda. Niðurstöður starfshópsins voru kynntar á fjölmiðlafundi sem hófst klukkan 16:30 í dag. Heildarafkoman batnað verulega Í samantekt skýrslunnar, sem nálgast má í tengdum skjölum hér að neðan, segir að heildarafkoma bankanna í formi arðsemi eigin fjár hafi batnað verulega undanfarin tvö ár eftir nokkuð slaka arðsemi á árunum 2018 til 2020. Undirliggjandi rekstur bankanna hafi jafnframt aldrei gengið betur. Það eigi við um alla bankana þrjá að reglulegar tekjur þeirra hafa aukist og hagræðing og kostnaðaraðhald hefur leitt til raunlækkunar á kostnaði. Arðsemi eigin fjár af undirliggjandi rekstri, án einskiptisliða, hafi verið 11,6 prósent á árinu 2022 samanborið við 8,4 prósent arðsemi á árinu 2021. Arðsemi íslensku bankanna sé nú einnig að meðaltali meiri en meðaltal banka af svipaðri stærð á hinum Norðurlöndunum, hvort sem litið er til arðsemi í hlutfalli við eigið fé eða heildareignir. Hreinar þóknanatekjur 41 milljarður króna Í skýrslunni segir að þóknanatekjur séu mikilvægur tekjupóstur hjá stóru íslensku bönkunum. Hjá öllum bönkunum samanlagt hafi vægi þóknanatekna legið á bilinu 22 til 26 prósent af hreinum vaxtatekjum bankanna síðustu fimm ár. Fundurinn hófst klukkan 16:30 í dag. Hreinar þóknanatekjur bankanna hafi numið samtals 41 milljarði króna árið 2022 og aukist um 3,7 milljarða milli ára. Þegar þjónustuo g þóknanatekjur bankanna í heild eru greindar niður á starfssvið bankanna megi sjá að þær skiptast nokkuð jafnt niður á þrjú meginsvið þeirra. Árið 2022 hafi 31 prósent þjónustutekna komið af einstaklingssviði sem þjónar heimilunum, til dæmis vegna gjalda af lántöku og greiðslukortum. Um 35 prósent þjónustutekna frá fyrirtækjasviðum bankanna og 27 prósent frá eignastýringu og miðlun Heildareignir jukustu um 1.202 milljarða á fjórum árum Þá segir að íslensku bankarnir hafi ráðist í töluverðar hagræðingaraðgerðir síðustu ár. Á sama tíma hafi þeir stækkað en heildareignir bankanna aukist um alls 1.202 milljarða króna frá árinu 2018 til ársins 2022. Þetta hafi skilað sér í því að rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildareignum, svokallað kostnaðarhlutfall, hafi lækkað umtalsvert á aðeins fjórum árum, eða úr 56 prósent árið 2018 í 45 prósent árið 2022. Á sama tíma sé vaxtamunurinn, sem er eins konar mælikvarði á álagningu bankanna, nánast óbreyttur. Vaxtamunurinn hafi lækkað á árunum 2019 til 2021 samfara lækkun stýrivaxta en hækkað á ný samhliða hækkun stýrivaxta og aukinnar verðbólgu. Vaxtamunur íslensku bankanna sé á bilinu 0,7 til 1,7 prósentustigum hærri en hjá svipuðum bönkum á hinum Norðurlöndunum og bilið milli landanna hafi lítið breyst frá því að Hvítbók um framtíð fjármálakerfisins kom út. Fækka megi starfsfólki án þess að fórna tekjusköpun Í samantektinni segir að ýmis atriði gefi vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkun álagningar. Sumt af því sé óumdeilt, eins og lækkun bankaskatts sem að öðru óbreyttu veitir banka tækifæri til lækkunar gjalda eða aukinnar arðsemi. Hversu mikil hagræðing næst af fjárfestingu í stafrænum innviðum eða hversu vel bönkum gengur að veita þjónustu og skapa tekjur með færra starfsfólk en áður sé á margan hátt matskennt. Leiða megi líkur að því að auknir stafrænir innviðir leiði til skilvirkari og arðbærari þjónustu og eins séu rök fyrir því að fækka megi fólki í bönkunum vegna aukinnar skilvirkni án þess að það komi niður á möguleikum þeirra til tekjusköpunar. Ekki jafnskýr merki um lækkun gjalda og aukinn hagnað Þá segir að Í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi verið fjallað um þær áskoranir sem íslenskir bankar standa frammi fyrir í íslensku hagkerfi. Þar sé lögð áhersla á að íslenskir bankar þurfi að bæta skilvirkni í rekstri, til dæmis með rafrænum leiðum og fækkun stöðugilda. Þetta hafi þeim tekist að mörgu leyti síðustu ár. Aukin skilvirkni í bankakerfinu geti skilað bættri arðsemi til eigenda eða lækkun gjalda til viðskiptavina. Eins og fyrr segir hafi bönkunum tekist að auka hagnað og bæta arðsemina en í uppgjörum bankanna sé ekki að finna jafnskýr merki um lækkun gjalda til viðskiptavina. Reiknaður vaxtamunur heildareigna í árslok 2017 hafi verið 2,9 prósent í Hvítbók en í árslok 2022 hafi hann verið 2,7 prósent og vísbendingar um að hann fari hækkandi. Allir bankarnir þrír hafi nú skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2023. Heilt yfir hafi hagnaður allra bankanna aukist á fjórðungnum samanborið við sama ársfjórðung árið 2022 og arðsemi eigin fjár aukist. Hreinn vaxtamunur bankanna hafi ýmist aukist eða staðið í stað milli ára. Vaxtamunur Landsbankans hafi verið 2,8 prósent á fjórðungnum og hækkað um 0,4 prósentustig milli ára, vaxtamunur Arion banka 3,1 prósent á fjórðungnum og óbreyttur milli ára og vaxtamunur Íslandsbanka 3,2 prósent og hækkað um 0,6 prósentustig milli ára. „Vaxtamunur bankanna á fjórðungnum var kominn yfir 3% að meðaltali, sem er meiri vaxtamunur en þegar Hvítbókin kom út.“ Íslenskir bankar Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Starfshópnum var ætlað það verkefni að greina tekjumyndun, þar á meðal þóknanir, þjónustu- og vaxtatekjur og vaxtamun, viðskiptabankanna þriggja í norrænum samanburði. Í skipunarbréfi ráðherra kemur fram að um leið og sterkt bankakerfi er nauðsynlegt til að viðhalda öflugu hagkerfi og atvinnulífi sé mikilvægt að bankar njóti almenns trausts í samfélaginu svo þeir geti stuðlað að heilbrigðu viðskiptalífi. Mikill hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja síðustu ár vekji spurningar um jafnvægi í greininni og stöðu neytenda. Niðurstöður starfshópsins voru kynntar á fjölmiðlafundi sem hófst klukkan 16:30 í dag. Heildarafkoman batnað verulega Í samantekt skýrslunnar, sem nálgast má í tengdum skjölum hér að neðan, segir að heildarafkoma bankanna í formi arðsemi eigin fjár hafi batnað verulega undanfarin tvö ár eftir nokkuð slaka arðsemi á árunum 2018 til 2020. Undirliggjandi rekstur bankanna hafi jafnframt aldrei gengið betur. Það eigi við um alla bankana þrjá að reglulegar tekjur þeirra hafa aukist og hagræðing og kostnaðaraðhald hefur leitt til raunlækkunar á kostnaði. Arðsemi eigin fjár af undirliggjandi rekstri, án einskiptisliða, hafi verið 11,6 prósent á árinu 2022 samanborið við 8,4 prósent arðsemi á árinu 2021. Arðsemi íslensku bankanna sé nú einnig að meðaltali meiri en meðaltal banka af svipaðri stærð á hinum Norðurlöndunum, hvort sem litið er til arðsemi í hlutfalli við eigið fé eða heildareignir. Hreinar þóknanatekjur 41 milljarður króna Í skýrslunni segir að þóknanatekjur séu mikilvægur tekjupóstur hjá stóru íslensku bönkunum. Hjá öllum bönkunum samanlagt hafi vægi þóknanatekna legið á bilinu 22 til 26 prósent af hreinum vaxtatekjum bankanna síðustu fimm ár. Fundurinn hófst klukkan 16:30 í dag. Hreinar þóknanatekjur bankanna hafi numið samtals 41 milljarði króna árið 2022 og aukist um 3,7 milljarða milli ára. Þegar þjónustuo g þóknanatekjur bankanna í heild eru greindar niður á starfssvið bankanna megi sjá að þær skiptast nokkuð jafnt niður á þrjú meginsvið þeirra. Árið 2022 hafi 31 prósent þjónustutekna komið af einstaklingssviði sem þjónar heimilunum, til dæmis vegna gjalda af lántöku og greiðslukortum. Um 35 prósent þjónustutekna frá fyrirtækjasviðum bankanna og 27 prósent frá eignastýringu og miðlun Heildareignir jukustu um 1.202 milljarða á fjórum árum Þá segir að íslensku bankarnir hafi ráðist í töluverðar hagræðingaraðgerðir síðustu ár. Á sama tíma hafi þeir stækkað en heildareignir bankanna aukist um alls 1.202 milljarða króna frá árinu 2018 til ársins 2022. Þetta hafi skilað sér í því að rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildareignum, svokallað kostnaðarhlutfall, hafi lækkað umtalsvert á aðeins fjórum árum, eða úr 56 prósent árið 2018 í 45 prósent árið 2022. Á sama tíma sé vaxtamunurinn, sem er eins konar mælikvarði á álagningu bankanna, nánast óbreyttur. Vaxtamunurinn hafi lækkað á árunum 2019 til 2021 samfara lækkun stýrivaxta en hækkað á ný samhliða hækkun stýrivaxta og aukinnar verðbólgu. Vaxtamunur íslensku bankanna sé á bilinu 0,7 til 1,7 prósentustigum hærri en hjá svipuðum bönkum á hinum Norðurlöndunum og bilið milli landanna hafi lítið breyst frá því að Hvítbók um framtíð fjármálakerfisins kom út. Fækka megi starfsfólki án þess að fórna tekjusköpun Í samantektinni segir að ýmis atriði gefi vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkun álagningar. Sumt af því sé óumdeilt, eins og lækkun bankaskatts sem að öðru óbreyttu veitir banka tækifæri til lækkunar gjalda eða aukinnar arðsemi. Hversu mikil hagræðing næst af fjárfestingu í stafrænum innviðum eða hversu vel bönkum gengur að veita þjónustu og skapa tekjur með færra starfsfólk en áður sé á margan hátt matskennt. Leiða megi líkur að því að auknir stafrænir innviðir leiði til skilvirkari og arðbærari þjónustu og eins séu rök fyrir því að fækka megi fólki í bönkunum vegna aukinnar skilvirkni án þess að það komi niður á möguleikum þeirra til tekjusköpunar. Ekki jafnskýr merki um lækkun gjalda og aukinn hagnað Þá segir að Í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi verið fjallað um þær áskoranir sem íslenskir bankar standa frammi fyrir í íslensku hagkerfi. Þar sé lögð áhersla á að íslenskir bankar þurfi að bæta skilvirkni í rekstri, til dæmis með rafrænum leiðum og fækkun stöðugilda. Þetta hafi þeim tekist að mörgu leyti síðustu ár. Aukin skilvirkni í bankakerfinu geti skilað bættri arðsemi til eigenda eða lækkun gjalda til viðskiptavina. Eins og fyrr segir hafi bönkunum tekist að auka hagnað og bæta arðsemina en í uppgjörum bankanna sé ekki að finna jafnskýr merki um lækkun gjalda til viðskiptavina. Reiknaður vaxtamunur heildareigna í árslok 2017 hafi verið 2,9 prósent í Hvítbók en í árslok 2022 hafi hann verið 2,7 prósent og vísbendingar um að hann fari hækkandi. Allir bankarnir þrír hafi nú skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2023. Heilt yfir hafi hagnaður allra bankanna aukist á fjórðungnum samanborið við sama ársfjórðung árið 2022 og arðsemi eigin fjár aukist. Hreinn vaxtamunur bankanna hafi ýmist aukist eða staðið í stað milli ára. Vaxtamunur Landsbankans hafi verið 2,8 prósent á fjórðungnum og hækkað um 0,4 prósentustig milli ára, vaxtamunur Arion banka 3,1 prósent á fjórðungnum og óbreyttur milli ára og vaxtamunur Íslandsbanka 3,2 prósent og hækkað um 0,6 prósentustig milli ára. „Vaxtamunur bankanna á fjórðungnum var kominn yfir 3% að meðaltali, sem er meiri vaxtamunur en þegar Hvítbókin kom út.“
Íslenskir bankar Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira