Endurskoðun samgöngusáttmálans Ó. Ingi Tómasson skrifar 29. ágúst 2023 11:30 Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stóðu þétt saman við undirritun sáttmálans. Áætlaður kostnaður var um 120 milljarðar. Nokkuð jafnskiptur kostnaður var áætlaður vegna Borgarlínu og uppbyggingu stofnvega auk þess sem verulegir fjármunir voru áætlaðir í göngu- og hjólastíga svo og bættar ljósastýringar. Nú nákvæmlega fjórum árum seinna stendur yfir endurskoðun á Samgöngusáttmálanum, ýmsar forsendur hafa breyst, svo sem verðlagsbreytingar, búið er að greina ýmsar framkvæmdir betur sem leiðir til hærri kostnaðar ásamt öðrum þáttum sem hafa komið fram við hönnun verkefnisins. Samgöngusáttmálinn og jarðgöng Nokkuð fróðlegt er að fylgjast með umræðunni um kostnað annars vegar um Samgöngusáttmálann og jarðgöng hins vegar. Forystumenn í stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni að kostnaður við Samgöngusáttmálann sé of mikill á sama tíma er lítil sem engin umræða um göng sem samkvæmt áætlun frá árinu 2019 munu kosta á bilinu 33,5 – 64,3 milljarða. Göngin eru undir Fjarðarheiði- Seiðisfjörður- Mjóifjörður og Mjóifjörður-Norðfjörður. Þess má geta að íbúafjöldi Seyðisfjarðar er um 900-1000 og um Seyðisfjarðarveg aka um 640 bílar að meðaltali á dag og yfir sumarmánuðina um 1145 bílar. Ef við færum okkur yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 223.285 skráð ökutæki eru og íbúafjöldi er um 250.000 og berum saman þörfina á fjármagni í vegaframkvæmdir, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga þá verður að segjast eins og er að umræðan um fjármagn í þennan málaflokk er mjög brengluð. Stjórnmálamenn verða að líta til forgangsröðunar í þágu fjöldans og þá hvar fjármunum sé best varið. Hvort sem Samgöngusáttmálinn kosti 120 milljarða eða 200 milljarða eru það fjármunir sem vel er varið í samanburði við jarðgöng sem munu kosta allt að 70 milljörðum og eru fyrir örfáa. Reykjanesbrautin - Samgöngusáttmáli Framkvæmdir eru að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Allir notendur brautarinnar fagna þessari löngu tímabærri framkvæmd. Eftir stendur tvöföldun brautarinnar frá N-1 hringtorginu að Kaplakrika. Á verðlagi 2019 gerir sáttmálinn ráð fyrir 13,1 milljarði í framkvæmdir við Reykjanesbraut-Álftanesveg (frá Reykjanesbraut í Engidal)-Lækjargata og framkvæmdum verði lokið 2028. Um Reykjanesbrautina ofan við Sólvang aka um 50.000 bílar á hverjum degi. Um Reykjanesbrautina við Bústaðaveg þar sem áttu að vera komin mislæg gatnamót árið 2021 samkvæmt Samgöngusáttmálanum aka um 70.000 bílar á hverjum degi. Á þessum stöðum svo og mörgum öðrum sitjum við daglega föst í umferðinni. Borgarlína og önnur samgöngumannvirki Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykktu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins árið 2015, þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar og skilvirkum samgöngum, einkabílsins og almenningssamgöngum. Nokkrar breytur hafa verið frá árinu 2015 varðandi kostnað og þróun Borgarlínu, sama á við um kostnað við önnur samgöngumannvirki. Í samanburði við ein jarðgöng sem nýtast fáum má segja að umræðan um Borgarlínu sem kostar álíka og jarðgöng fyrir austan sé nokkuð brengluð. Ávinningur af skilvirkum samgöngum er ótvíræður. Bíllaus lífstíll verður í boði fyrir þau sem það kjósa eða bara einn bíll á heimili. Stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, aukin notkun almenningssamgangna er stór liður í þeirri þróun auk þess að bætt umferðarflæði með bættum samgöngumannvirkjum mun draga úr mengun og ekki síður bæta lífsgæði íbúa með styttri ferðatíma og minni mengun. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins svo og Suðurkjördæmis þurfa að setja hagsmuni íbúa sinna í forgang áður en tugum milljarða er forgangsraðað í jarðgöng sem nýtast fáum. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hafnarfjörður Borgarlína Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stóðu þétt saman við undirritun sáttmálans. Áætlaður kostnaður var um 120 milljarðar. Nokkuð jafnskiptur kostnaður var áætlaður vegna Borgarlínu og uppbyggingu stofnvega auk þess sem verulegir fjármunir voru áætlaðir í göngu- og hjólastíga svo og bættar ljósastýringar. Nú nákvæmlega fjórum árum seinna stendur yfir endurskoðun á Samgöngusáttmálanum, ýmsar forsendur hafa breyst, svo sem verðlagsbreytingar, búið er að greina ýmsar framkvæmdir betur sem leiðir til hærri kostnaðar ásamt öðrum þáttum sem hafa komið fram við hönnun verkefnisins. Samgöngusáttmálinn og jarðgöng Nokkuð fróðlegt er að fylgjast með umræðunni um kostnað annars vegar um Samgöngusáttmálann og jarðgöng hins vegar. Forystumenn í stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni að kostnaður við Samgöngusáttmálann sé of mikill á sama tíma er lítil sem engin umræða um göng sem samkvæmt áætlun frá árinu 2019 munu kosta á bilinu 33,5 – 64,3 milljarða. Göngin eru undir Fjarðarheiði- Seiðisfjörður- Mjóifjörður og Mjóifjörður-Norðfjörður. Þess má geta að íbúafjöldi Seyðisfjarðar er um 900-1000 og um Seyðisfjarðarveg aka um 640 bílar að meðaltali á dag og yfir sumarmánuðina um 1145 bílar. Ef við færum okkur yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 223.285 skráð ökutæki eru og íbúafjöldi er um 250.000 og berum saman þörfina á fjármagni í vegaframkvæmdir, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga þá verður að segjast eins og er að umræðan um fjármagn í þennan málaflokk er mjög brengluð. Stjórnmálamenn verða að líta til forgangsröðunar í þágu fjöldans og þá hvar fjármunum sé best varið. Hvort sem Samgöngusáttmálinn kosti 120 milljarða eða 200 milljarða eru það fjármunir sem vel er varið í samanburði við jarðgöng sem munu kosta allt að 70 milljörðum og eru fyrir örfáa. Reykjanesbrautin - Samgöngusáttmáli Framkvæmdir eru að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Allir notendur brautarinnar fagna þessari löngu tímabærri framkvæmd. Eftir stendur tvöföldun brautarinnar frá N-1 hringtorginu að Kaplakrika. Á verðlagi 2019 gerir sáttmálinn ráð fyrir 13,1 milljarði í framkvæmdir við Reykjanesbraut-Álftanesveg (frá Reykjanesbraut í Engidal)-Lækjargata og framkvæmdum verði lokið 2028. Um Reykjanesbrautina ofan við Sólvang aka um 50.000 bílar á hverjum degi. Um Reykjanesbrautina við Bústaðaveg þar sem áttu að vera komin mislæg gatnamót árið 2021 samkvæmt Samgöngusáttmálanum aka um 70.000 bílar á hverjum degi. Á þessum stöðum svo og mörgum öðrum sitjum við daglega föst í umferðinni. Borgarlína og önnur samgöngumannvirki Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykktu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins árið 2015, þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar og skilvirkum samgöngum, einkabílsins og almenningssamgöngum. Nokkrar breytur hafa verið frá árinu 2015 varðandi kostnað og þróun Borgarlínu, sama á við um kostnað við önnur samgöngumannvirki. Í samanburði við ein jarðgöng sem nýtast fáum má segja að umræðan um Borgarlínu sem kostar álíka og jarðgöng fyrir austan sé nokkuð brengluð. Ávinningur af skilvirkum samgöngum er ótvíræður. Bíllaus lífstíll verður í boði fyrir þau sem það kjósa eða bara einn bíll á heimili. Stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, aukin notkun almenningssamgangna er stór liður í þeirri þróun auk þess að bætt umferðarflæði með bættum samgöngumannvirkjum mun draga úr mengun og ekki síður bæta lífsgæði íbúa með styttri ferðatíma og minni mengun. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins svo og Suðurkjördæmis þurfa að setja hagsmuni íbúa sinna í forgang áður en tugum milljarða er forgangsraðað í jarðgöng sem nýtast fáum. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun