Unnið hörðum höndum að því að útvega ADHD-undanþágulyf Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2023 12:31 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að gríðarleg aukning hafi orðið í notkun lyfsins. Auk þess að hafi brigðastýring reynst erfið. Vísir/Vilhelm Lyfjastofnun og lyfjaheildsalar vinna nú hörðum höndum að því að útvega undanþágulyf vegna hins landlæga skorts á ADHD-lyfinu Elvanese Adult. Frá þessu segir á vef Lyfjastofnunar en skortur hefur verið á tveimur styrkleikum lyfsins frá í lok júlí, 30 mg og 50 mg. Elvanse Adult 70 mg er hins vegar enn fáanlegt. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að allt færi úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem séu með ADHD þar sem þeir fengju ekki lyfin sín. Lyfið væri jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði sömuleiðis að gífurleg aukning hafi orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Væntanleg á næstu vikum Á vef Lyfjastofnunar segir að síðan tilkynning um skortinn barst hafi Lyfjastofnun ásamt lyfjaheildsölum unnið að því að fá birgðir til landsins. Bæði skráð lyf og undanþágulyf séu væntanleg á næstu vikum í einhverjum mæli. Elvanse Adult 30 mg – væntanlegt í byrjun október. Takmarkað magn undanþágulyfs væntanlegt í september. Elvanse Adult 50 mg – væntanlegt í byrjun september. Takmarkað magn undanþágulyfs einnig væntanlegt í september. „Samheitalyfið Volidax var markaðssett í ágúst en birgðir kláruðust fljótt og nýjar birgðir ekki væntanlegar aftur fyrr en í lok október. Lyfjastofnun hvetur þá sem lenda í vanda vegna skortsins að leita til læknis til að fá ráðgjöf varðandi úrræði meðan lyfjasendinganna er beðið,“ segir í tilkynningunni. Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir „Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09 „Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. 26. ágúst 2023 12:19 Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. 25. ágúst 2023 17:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Frá þessu segir á vef Lyfjastofnunar en skortur hefur verið á tveimur styrkleikum lyfsins frá í lok júlí, 30 mg og 50 mg. Elvanse Adult 70 mg er hins vegar enn fáanlegt. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að allt færi úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem séu með ADHD þar sem þeir fengju ekki lyfin sín. Lyfið væri jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði sömuleiðis að gífurleg aukning hafi orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Væntanleg á næstu vikum Á vef Lyfjastofnunar segir að síðan tilkynning um skortinn barst hafi Lyfjastofnun ásamt lyfjaheildsölum unnið að því að fá birgðir til landsins. Bæði skráð lyf og undanþágulyf séu væntanleg á næstu vikum í einhverjum mæli. Elvanse Adult 30 mg – væntanlegt í byrjun október. Takmarkað magn undanþágulyfs væntanlegt í september. Elvanse Adult 50 mg – væntanlegt í byrjun september. Takmarkað magn undanþágulyfs einnig væntanlegt í september. „Samheitalyfið Volidax var markaðssett í ágúst en birgðir kláruðust fljótt og nýjar birgðir ekki væntanlegar aftur fyrr en í lok október. Lyfjastofnun hvetur þá sem lenda í vanda vegna skortsins að leita til læknis til að fá ráðgjöf varðandi úrræði meðan lyfjasendinganna er beðið,“ segir í tilkynningunni.
Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir „Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09 „Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. 26. ágúst 2023 12:19 Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. 25. ágúst 2023 17:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09
„Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. 26. ágúst 2023 12:19
Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. 25. ágúst 2023 17:44