Hermenn handtóku forseta Gabon Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2023 12:14 Hermenn tilkynntu í morgun að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu og snúa úrslitum nýlegra kosninga. AP/Gabon 24 Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. Hermennirnir segja að þeir ætli sér að taka völd í landinu til að snúa úrslitum forsetakosninga sem haldnar voru nýverið og Bongo vann. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmt kosninganna harðlega. Bongo fjölskyldan hefur stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi. AP fréttaveitan segir að reiði í garð Bongo-fjölskyldunnar hafi verið mikil um árabil. Sérfræðingur í málefnum Afríku sagði fréttaveitunni að valdaránið kæmi ekki á óvart en að líklega megi rekja uppruna þess til nokkurra valdarána á Sahel-svæðinu svokallaða á undanförnum árum. Ali Bongi, forseti Gabon. Fjölskylda hans hefur stjórnað landinu í meira en hálfa öld en útlit er fyrir að almenningur hafi tekið handtöku hans fagnandi.AP/Mary Altaffer Samkvæmt AP brutust út fagnaðarlæti á götum Libreville, höfuðborgar Gabon, í morgun og sungu íbúar þjóðsönginn með hermönnum. Hermennirnir segjast ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins og að óábyrg stjórnun landsins hafi leitt það í ógöngur. Forsetinn hefur verið settur í stofufangelsi og er herinn einnig búinn að handtaka samstarfsmenn hans og minnst einn son en þeir eru sakaðir um svik og stuld, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt BBC segir að Bongo fjölskyldan hafi lengi verið sökuð um arðrán í Gabon, sem er aðili að OPEC, sambandi olíuframleiðenda. Þrátt fyrir að ríkið framleiðir um 181 þúsund tunnur af hráolíu á dag eru rúmlega tvær milljónir íbúa landsins mjög fátækir. Árið 2020 voru nærri því fjörutíu prósent íbúa landsins frá fimmtán til 24 ára án atvinnu. Another view of the military cheering on General Brice Clotaire Oligui-Nguema, who now seems to be the new strongman since the announcement of the coup d'état in Gabon.For the moment, no official announcement has been made by the coup leaders. pic.twitter.com/VHbIdF4ug7— Casus Belli (@casusbellii) August 30, 2023 Gabon Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hermennirnir segja að þeir ætli sér að taka völd í landinu til að snúa úrslitum forsetakosninga sem haldnar voru nýverið og Bongo vann. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmt kosninganna harðlega. Bongo fjölskyldan hefur stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi. AP fréttaveitan segir að reiði í garð Bongo-fjölskyldunnar hafi verið mikil um árabil. Sérfræðingur í málefnum Afríku sagði fréttaveitunni að valdaránið kæmi ekki á óvart en að líklega megi rekja uppruna þess til nokkurra valdarána á Sahel-svæðinu svokallaða á undanförnum árum. Ali Bongi, forseti Gabon. Fjölskylda hans hefur stjórnað landinu í meira en hálfa öld en útlit er fyrir að almenningur hafi tekið handtöku hans fagnandi.AP/Mary Altaffer Samkvæmt AP brutust út fagnaðarlæti á götum Libreville, höfuðborgar Gabon, í morgun og sungu íbúar þjóðsönginn með hermönnum. Hermennirnir segjast ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins og að óábyrg stjórnun landsins hafi leitt það í ógöngur. Forsetinn hefur verið settur í stofufangelsi og er herinn einnig búinn að handtaka samstarfsmenn hans og minnst einn son en þeir eru sakaðir um svik og stuld, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt BBC segir að Bongo fjölskyldan hafi lengi verið sökuð um arðrán í Gabon, sem er aðili að OPEC, sambandi olíuframleiðenda. Þrátt fyrir að ríkið framleiðir um 181 þúsund tunnur af hráolíu á dag eru rúmlega tvær milljónir íbúa landsins mjög fátækir. Árið 2020 voru nærri því fjörutíu prósent íbúa landsins frá fimmtán til 24 ára án atvinnu. Another view of the military cheering on General Brice Clotaire Oligui-Nguema, who now seems to be the new strongman since the announcement of the coup d'état in Gabon.For the moment, no official announcement has been made by the coup leaders. pic.twitter.com/VHbIdF4ug7— Casus Belli (@casusbellii) August 30, 2023
Gabon Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira