Reyna að stöðva leiðangur að flaki Títaniks Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 14:04 Títanik leggur upp í örlagaríka jómfrúarferð sína frá Southampton á Englandi 10. apríl árið 1912. Skipið sökk í Norður-Atlantshafið tveimur dögum síðar. AP Bandarísk stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir fyrirhugaðan leiðangur sem er ætlað að safna munum úr flaki Títaniks á botni Norður-Atlantshafsins. Þau telja að skilgreina skuli flakið sem helgan grafreit. Fyrirtækið RMST í Georgíu í Bandaríkjunum sem á rétt að bjargmunum úr flaki Títaniks stefnir að því að senda fjarstýrðan kafbát að því í maí á næsta ári. Hann á að taka myndir af flakinu, þar á meðal inni í því þar sem göt hafa myndast á skrokk skipsins. Til stendur að safna munum úr braki í kringum flakið og mögulega lausa muni innan úr því, að sögn AP-fréttastofunnar. Þessu mótmælir bandaríska alríkisstjórnin fyrir dómstóli í Virginíu. Hún segir að alríkislög og samkomulag sem bandarísk og bresk stjórnvöld gerðu sín á milli um að líta á flakið sem grafreit banni að farið sé inn í skipsskrokkinn eða hreyft við munum þar. RMST segist ekki hafa áform um að opna skipsskrokkinn eða fjarlægja nokkurn hluta flaksins að svo stöddu. Fyrirtækið ætli að hafa samráð við Haf- og loftslagsststofnun Bandaríkjanna (NOAA) en telji sig ekki þurfa að sækja um leyfi. Fyrirtækið hefur nú þegar safnað og varðveitt þúsundir muna úr flaki Títaniks, að eigin sögn. Fyrir þremur árum ætlaði sama fyrirtæki sér að skera gat á flakið til þess að ná í talstöð skipsins sem var notuð til þess að senda út örvæntingarfull neyðarköll. Þau áform fóru út um þúfur vegna kórónuveirufaraldursins og sambærilegt dómsmál þess og alríkisstjórnarinnar dagaði uppi. Fleiri en 1.500 manns fórust þegar Títanik rakst á ísjaka og sökk árið 1912. Skipið var þá stærsta skip sem smíðað hafði verið og var talið ósökkvandi. Það sökk í jómfrúarferð sinni frá Southampton á Englandi til New York í Bandaríkjunum. Bandaríkin Titanic Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Fyrirtækið RMST í Georgíu í Bandaríkjunum sem á rétt að bjargmunum úr flaki Títaniks stefnir að því að senda fjarstýrðan kafbát að því í maí á næsta ári. Hann á að taka myndir af flakinu, þar á meðal inni í því þar sem göt hafa myndast á skrokk skipsins. Til stendur að safna munum úr braki í kringum flakið og mögulega lausa muni innan úr því, að sögn AP-fréttastofunnar. Þessu mótmælir bandaríska alríkisstjórnin fyrir dómstóli í Virginíu. Hún segir að alríkislög og samkomulag sem bandarísk og bresk stjórnvöld gerðu sín á milli um að líta á flakið sem grafreit banni að farið sé inn í skipsskrokkinn eða hreyft við munum þar. RMST segist ekki hafa áform um að opna skipsskrokkinn eða fjarlægja nokkurn hluta flaksins að svo stöddu. Fyrirtækið ætli að hafa samráð við Haf- og loftslagsststofnun Bandaríkjanna (NOAA) en telji sig ekki þurfa að sækja um leyfi. Fyrirtækið hefur nú þegar safnað og varðveitt þúsundir muna úr flaki Títaniks, að eigin sögn. Fyrir þremur árum ætlaði sama fyrirtæki sér að skera gat á flakið til þess að ná í talstöð skipsins sem var notuð til þess að senda út örvæntingarfull neyðarköll. Þau áform fóru út um þúfur vegna kórónuveirufaraldursins og sambærilegt dómsmál þess og alríkisstjórnarinnar dagaði uppi. Fleiri en 1.500 manns fórust þegar Títanik rakst á ísjaka og sökk árið 1912. Skipið var þá stærsta skip sem smíðað hafði verið og var talið ósökkvandi. Það sökk í jómfrúarferð sinni frá Southampton á Englandi til New York í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Titanic Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira