Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 16:37 Curver (til vinstri) og Einar í góðum gír eftir að búið var að finna út úr stóra hátalaravíramálinu, ef svo má að orði komast. Cuver Thoroddsen Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína. Hamraborg Festival 2023 lýkur í dag en meðal verka á sýningunni er hljóðinnsetning Curvers í bílakjallara í Hamraborginni. Þema hátíðarinnar í ár er pönk og Curver tefldi fram verkinu Andskotans hávaði. Verkið samanstendur af tíu hátölurum sem eru dreifðir um rýmið. Í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Saman mynda riffin „andskotans hávaða“ sem er frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist með neikvæðum hætti. Curver brá í brún þegar hann tók eftir því á mánudaginn að klippt hafði verið á víra hátalaranna í kjallaranum. Mbl greindi frá og ræddi við Curver sem sagði pönkara hafa hangið í bílakjallaranum í gamla daga. Hann taldi líklegast að ósáttur nágranni eða einhver sem kunni ekki að meta pönk hefði í pirringskasti klippt á vírana. Svo reyndist ekki vera heldur var um að ræða Einar nokkurn sem vill svo til að er umsjónarmaður húsnæðisins. Curver segir frá á Facebook-síðu sinni. Leystur út með konfekti „Ég fékk símtal seint í gær frá Einari, kurteisum eldri manni sem að klippti á víranna. Hann er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg og þetta var alls ekki gert í illu eða pirringi. Heldur höfðu skilaboðin um hátíðina greinilega ekki náð alla leið inn til umsjónarmannsins sem hafði engar upplýsingar um af hverju þetta væri þarna,“ segir Curver. „Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem að hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar,“ segir Curver á léttum nótum. Allt er gott sem endar vel. „Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring,“ segir Curver. Hann nefnir að viðgerð á verkinu hafi ekki reynst erfitt verk og allir séu sáttir. „Ég gaf Einari konfekt og allir aðilar eru sáttir.“ Kópavogur Tónlist Menning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Hamraborg Festival 2023 lýkur í dag en meðal verka á sýningunni er hljóðinnsetning Curvers í bílakjallara í Hamraborginni. Þema hátíðarinnar í ár er pönk og Curver tefldi fram verkinu Andskotans hávaði. Verkið samanstendur af tíu hátölurum sem eru dreifðir um rýmið. Í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Saman mynda riffin „andskotans hávaða“ sem er frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist með neikvæðum hætti. Curver brá í brún þegar hann tók eftir því á mánudaginn að klippt hafði verið á víra hátalaranna í kjallaranum. Mbl greindi frá og ræddi við Curver sem sagði pönkara hafa hangið í bílakjallaranum í gamla daga. Hann taldi líklegast að ósáttur nágranni eða einhver sem kunni ekki að meta pönk hefði í pirringskasti klippt á vírana. Svo reyndist ekki vera heldur var um að ræða Einar nokkurn sem vill svo til að er umsjónarmaður húsnæðisins. Curver segir frá á Facebook-síðu sinni. Leystur út með konfekti „Ég fékk símtal seint í gær frá Einari, kurteisum eldri manni sem að klippti á víranna. Hann er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg og þetta var alls ekki gert í illu eða pirringi. Heldur höfðu skilaboðin um hátíðina greinilega ekki náð alla leið inn til umsjónarmannsins sem hafði engar upplýsingar um af hverju þetta væri þarna,“ segir Curver. „Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem að hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar,“ segir Curver á léttum nótum. Allt er gott sem endar vel. „Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring,“ segir Curver. Hann nefnir að viðgerð á verkinu hafi ekki reynst erfitt verk og allir séu sáttir. „Ég gaf Einari konfekt og allir aðilar eru sáttir.“
Kópavogur Tónlist Menning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira