Hafa áhyggjur af hnífaburði grunnskólakrakka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 21:00 Yfirvöld í Kópavogi hafa áhyggjur af auknum hnífaburði ungmenna. Vísir/Vilhelm Borið hefur á því í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi í Kópavogi að unglingar gangi með hníf á sér. Starfsmenn hafa áhyggjur af þessari þróun og foreldrum skólabarna hefur verið sent bréf vegna málsins. Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar og Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar rita nafn sitt undir bréfið. Vísir hefur ekki náð tali af þeim Ragnheiði og Amöndu. Í bréfinu segir að unglingarnir beri margir því við að þau þurfi hníf, til dæmis vegna viðgerða eða viðhalds á vespum sínum. „En við sem störfum með og fyrir ungt fólk höfum áhyggjur af þessari þróun, þar sem slíkt getur ógnað öðrum unglingum,“ segir í bréfinu. Þar er minnt á að það að bera hníf á sér í skóla- og félagsmiðstöðvastarfi, eða þeim stofnunum sem tilheyri Menntasviði Kópavogsbæjar, sé stranglega bannað. Það eigi við um grunnskóla, grunnskólalóðir, félagsmiðstöðvar, leikskóla, leikskólalóðir og íþróttamannvirki. „Brugðist er við ef barn eða unglingur er með hníf undir höndum í ofangreindum stofnunum með sama hætti og við á um neyslu tóbaks, vímuefna- eða áfengisneyslu hjá börnum og unglingum. Hnífurinn er gerður upptækur og foreldrum gert viðvart. Lögreglu er gert viðvart í þeim tilvikum sem hnífum er beitt og meta stjórnendur stofnana hvert tilvik fyrir sig.“ Í ljósi þessa telji starfsmenn bæjarins sem starfa með og fyrir ungt fólk ástæðu til þess að upplýsa foreldra og forráðamenn um þær reglur sem séu í gildi um að bera hníf á sér í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi og hvernig Menntasvið Kópavogsbæjar vill taka á þeim málum. Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar og Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar rita nafn sitt undir bréfið. Vísir hefur ekki náð tali af þeim Ragnheiði og Amöndu. Í bréfinu segir að unglingarnir beri margir því við að þau þurfi hníf, til dæmis vegna viðgerða eða viðhalds á vespum sínum. „En við sem störfum með og fyrir ungt fólk höfum áhyggjur af þessari þróun, þar sem slíkt getur ógnað öðrum unglingum,“ segir í bréfinu. Þar er minnt á að það að bera hníf á sér í skóla- og félagsmiðstöðvastarfi, eða þeim stofnunum sem tilheyri Menntasviði Kópavogsbæjar, sé stranglega bannað. Það eigi við um grunnskóla, grunnskólalóðir, félagsmiðstöðvar, leikskóla, leikskólalóðir og íþróttamannvirki. „Brugðist er við ef barn eða unglingur er með hníf undir höndum í ofangreindum stofnunum með sama hætti og við á um neyslu tóbaks, vímuefna- eða áfengisneyslu hjá börnum og unglingum. Hnífurinn er gerður upptækur og foreldrum gert viðvart. Lögreglu er gert viðvart í þeim tilvikum sem hnífum er beitt og meta stjórnendur stofnana hvert tilvik fyrir sig.“ Í ljósi þessa telji starfsmenn bæjarins sem starfa með og fyrir ungt fólk ástæðu til þess að upplýsa foreldra og forráðamenn um þær reglur sem séu í gildi um að bera hníf á sér í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi og hvernig Menntasvið Kópavogsbæjar vill taka á þeim málum.
Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira