Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 16:19 Andrew Tate, bróðir hans og tveir aðrir hafa verið ákærðir í Rúmeníu. EPA/ROBERT GHEMENT Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. Samskiptin sem um ræðir ná frá mars 2019 til apríl 2020 og þykir því líklegt að raunverulegur fjöldi mögulegra fórnarlamba þeirra sé mun hærri. Andrew Tate og bróðir hans Tristan voru handteknir í Rúmeníu í lok síðasta árs, ásamt þeim Georgianu Naghel og Luana Radu. Þau eru sökuð um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu þar sem þeir neyddu þær að framleiða klámefni, bönnuðu þeim að fara úr húsi og héldu þeim sem þrælum, samkvæmt saksóknurum. Þeir voru ákærðir í júní en var nýverið sleppt úr stofufangelsi. Þau neita öll sök. BBC sagði áður frá því að Tate og bróðir hans Tristan hafi talað sín á milli um að „hneppa tíkur í þrældóm“ og að þeir hafi stungið tekjum kvennanna í eigin vasa. Umfjöllun miðilsins byggir á afriti af umfangsmiklum samskiptum bræðranna og annarra manna sem saman mynduðu hóp á samfélagsmiðlinum Telegram. Þennan hóp kölluðu þeir „Stríðsherbergið“. Aðgangur að þessum hópi kostaði átta þúsund dali á ári og fengu áskrifendur þá aðgang að bræðrunum og þeirra helstu samstarfsmönnum. Helstu aðstoðarmenn bræðranna voru kallaðir herforingjar innan þessa hóps. Í yfirlýsingu sem talsmaður Tate sendi á BBC segir að stríðsherbergið hafi verið vettvangur fyrir uppbyggingu aga, sjálfstrausts þar sem áskrifendur hafi aðgang að þúsundum atvinnumanna frá heiminum öllum sem hvetja til sjálfsábyrgðar og slíks. Samskipti manna innan þessa „Stríðsherbergis“ benda þó frekar til þess, samkvæmt blaðamönnum BBC, að fólki hafi verið kennt það hvernig tæla ætti konur til kynlífsstarfa. Hvernig hægt sé að táldraga konur og einangra þær frá fjölskyldum þeirra, með því markmiði að fá þær til að taka upp klámefni og hafa af þeim peningana fyrir það. Kennsla þessi var kölluð PhD, sem í flestum tilfellum stendur fyrir Doctor of Philosophy. Þarna stóð það hins vegar fyrir „Pimpin‘ Hoes Degree“. Blaðamenn BBC fundu tvær konur sem voru tældar til klámframleiðslu af tveimur meðlimum „Stríðsherbergisins“ og var rætt við þær. Frásagnir þeirra bentu sterklega til þess að mennirnir sem brutu á þeim hafi fylgt sömu formúlunni, þó önnur þeirra hafi búið í Argentínu og hin í Bandaríkjunum. Þær segjast hafa verið einangraðar frá vinum og ættingjum og þá hafi þær einnig verið beittar líkamlegu ofbeldi. Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Samskiptin sem um ræðir ná frá mars 2019 til apríl 2020 og þykir því líklegt að raunverulegur fjöldi mögulegra fórnarlamba þeirra sé mun hærri. Andrew Tate og bróðir hans Tristan voru handteknir í Rúmeníu í lok síðasta árs, ásamt þeim Georgianu Naghel og Luana Radu. Þau eru sökuð um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu þar sem þeir neyddu þær að framleiða klámefni, bönnuðu þeim að fara úr húsi og héldu þeim sem þrælum, samkvæmt saksóknurum. Þeir voru ákærðir í júní en var nýverið sleppt úr stofufangelsi. Þau neita öll sök. BBC sagði áður frá því að Tate og bróðir hans Tristan hafi talað sín á milli um að „hneppa tíkur í þrældóm“ og að þeir hafi stungið tekjum kvennanna í eigin vasa. Umfjöllun miðilsins byggir á afriti af umfangsmiklum samskiptum bræðranna og annarra manna sem saman mynduðu hóp á samfélagsmiðlinum Telegram. Þennan hóp kölluðu þeir „Stríðsherbergið“. Aðgangur að þessum hópi kostaði átta þúsund dali á ári og fengu áskrifendur þá aðgang að bræðrunum og þeirra helstu samstarfsmönnum. Helstu aðstoðarmenn bræðranna voru kallaðir herforingjar innan þessa hóps. Í yfirlýsingu sem talsmaður Tate sendi á BBC segir að stríðsherbergið hafi verið vettvangur fyrir uppbyggingu aga, sjálfstrausts þar sem áskrifendur hafi aðgang að þúsundum atvinnumanna frá heiminum öllum sem hvetja til sjálfsábyrgðar og slíks. Samskipti manna innan þessa „Stríðsherbergis“ benda þó frekar til þess, samkvæmt blaðamönnum BBC, að fólki hafi verið kennt það hvernig tæla ætti konur til kynlífsstarfa. Hvernig hægt sé að táldraga konur og einangra þær frá fjölskyldum þeirra, með því markmiði að fá þær til að taka upp klámefni og hafa af þeim peningana fyrir það. Kennsla þessi var kölluð PhD, sem í flestum tilfellum stendur fyrir Doctor of Philosophy. Þarna stóð það hins vegar fyrir „Pimpin‘ Hoes Degree“. Blaðamenn BBC fundu tvær konur sem voru tældar til klámframleiðslu af tveimur meðlimum „Stríðsherbergisins“ og var rætt við þær. Frásagnir þeirra bentu sterklega til þess að mennirnir sem brutu á þeim hafi fylgt sömu formúlunni, þó önnur þeirra hafi búið í Argentínu og hin í Bandaríkjunum. Þær segjast hafa verið einangraðar frá vinum og ættingjum og þá hafi þær einnig verið beittar líkamlegu ofbeldi.
Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03