Áttaði sig á því að börnin höfðu ekki fengið sömu upplifanir Máni Snær Þorláksson skrifar 31. ágúst 2023 20:38 Haraldur Þorleifsson segist spenntur fyrir því að sýna börnunum sínum Ísland. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, vígði ramp númer átta hundruð á Egilsstöðum í dag. Hann segist hlakka til að geta sýnt börnunum sínum Ísland, það hafi ekki verið auðvelt áður en verkefnið hófst. „Ég á mjög fallegar minningar um að ferðast um landið með fjölskyldunni minni þegar ég var yngri,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu. Haraldur minnist þess til að mynda að upplifa langar sumarnætur í fallegri náttúru og fá sér pylsu í bæjarsjoppum landsins. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að börnin mín hafa ekki fengið þessar upplifanir,“ segir hann. „Við fjölskyldan höfum ekki getað ferðast um landið þar sem aðgengið hefur ekki verið nógu gott. Þúsundir aðrir einstaklingar og fjölskyldur eru í sömu stöðu. Mig hlakkar mikið til að byrja að sýna krökkunum fallega landið okkar.“ Frá vígslu átta hundraðasta rampsins á Egilsstöðum í dag.Aðsend „Ótrúlegur árangur“ Sem fyrr segir var átta hundraðasti rampurinn vígður á Egilsstöðum í dag. Ríkisstjórnin fundaði þar í dag og mætti á athöfnina að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræður. „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu. Átakið hafi ekki síður vakið fólk til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu. „Bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra.“ Fyrstu þúsund ramparnir á undan áætlun Verkefnið Römpum upp Ísland fór af stað árið 2022 með það að markmiði að bæta aðgengi um allt land. Upphaflega stóð til að byggja þúsund rampa á fjórum árum en nú stefnir í að fyrstu þúsund ramparnir verði kláraðir á næstu mánuðum. Sökum þess hve vel hefur gengið var ákveðið að hækka markmiðið um fimm hundruð rampa. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í fyrra þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti stal senunni. Haraldur segir að lokum að það sé frábært að sjá móttökurnar við verkefninu eftir að það fór af stað. „Allt samfélagið hefur komið saman og það hefur skilað sér í þessum frábæra árangri.“ Félagsmál Múlaþing Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
„Ég á mjög fallegar minningar um að ferðast um landið með fjölskyldunni minni þegar ég var yngri,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu. Haraldur minnist þess til að mynda að upplifa langar sumarnætur í fallegri náttúru og fá sér pylsu í bæjarsjoppum landsins. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að börnin mín hafa ekki fengið þessar upplifanir,“ segir hann. „Við fjölskyldan höfum ekki getað ferðast um landið þar sem aðgengið hefur ekki verið nógu gott. Þúsundir aðrir einstaklingar og fjölskyldur eru í sömu stöðu. Mig hlakkar mikið til að byrja að sýna krökkunum fallega landið okkar.“ Frá vígslu átta hundraðasta rampsins á Egilsstöðum í dag.Aðsend „Ótrúlegur árangur“ Sem fyrr segir var átta hundraðasti rampurinn vígður á Egilsstöðum í dag. Ríkisstjórnin fundaði þar í dag og mætti á athöfnina að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræður. „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu. Átakið hafi ekki síður vakið fólk til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu. „Bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra.“ Fyrstu þúsund ramparnir á undan áætlun Verkefnið Römpum upp Ísland fór af stað árið 2022 með það að markmiði að bæta aðgengi um allt land. Upphaflega stóð til að byggja þúsund rampa á fjórum árum en nú stefnir í að fyrstu þúsund ramparnir verði kláraðir á næstu mánuðum. Sökum þess hve vel hefur gengið var ákveðið að hækka markmiðið um fimm hundruð rampa. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í fyrra þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti stal senunni. Haraldur segir að lokum að það sé frábært að sjá móttökurnar við verkefninu eftir að það fór af stað. „Allt samfélagið hefur komið saman og það hefur skilað sér í þessum frábæra árangri.“
Félagsmál Múlaþing Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira