Ráðherra Málaflokksins hafður fyrir rangri sök Mörður Áslaugarson skrifar 1. september 2023 08:01 Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Ég var mjög efins um hvort ég ætti að fallast á að taka þátt í þessu samsæti þrátt fyrir að ég hafi verið á togurum hér á árum áður og að sjávarútvegsmál séu mitt aðaláhugamál í stjórnmálum. Ég hef áður setið í nefnd með svipað markmið undir forystu Þorsteins Pálssonar sem reyndist alger tímasóun og var eiginlega handviss um að samsæti þetta yrði álíka árangurslítið, bara fleiri í kaffinu og því enn erfiðara að taka skref til framfara. Borgaraleg skyldurækni varð þó ofan á og ég féllst á að sitja í nefndinni. Hið eiginlega starf var unnið í fjórum starfshópum um „samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri“ í sjávarútvegi. Við í samráðsnefndinni fengum að fylgjast með starfinu, varpa fram spurningum og ljá máls á skoðunum okkar. Það var ekki óáþekkt því að kasta flöskuskeyti í grængolandi hafið á Halamiðum og vonast eftir að Ráðherra Málaflokksins fyndi flöskuna í fjöru. En við sem mættum þarna létum okkur hafa það. Kaffi var drukkið. Yfirstéttarlobbýistar stormuðu á dyr með hælasmellum þegar sauðsvartur almúginn gerðist of uppivöðslusamur og fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka skreyttu herlegheitin með fjarveru sinni. Allt eins og í fögrum draumi. Svo var þetta allt í einu búið. Þverhandarþykkur doðrantur, sá fyrsti af þremur, var orðinn að prentuðum veruleika og á síðu 86 gat eftirfarandi að líta: „Tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði“, og neðar á sömu síðu: „Látið yrði reyna á uppboð með litlum hluta aflaheimilda í upphafi.“ Við sjálft lá að mér svelgdist á snittunni sem boðið var upp á í rapp-partíinu sem haldið var með lúðrablæstri og ræðuhöldum á fínu hóteli til að slá botninn í kaffisamsætin. Engu var líkara en að Ráðherra Málaflokksins hefði tekið upp flösku í fjöruborði og lesið sér til gagns það sem í henni stóð. Og ekki nóg með það. Stefnt skyldi að því að taka skref til aukins gagnsæis í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja, kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í sjávarútvegi og auka gagnsæi um viðskipti með aflaheimildir. Ég neyðist til að játa að ég hef haft Ráðherra Málaflokksins fyrir rangri sök. Langvarandi trompetblástur í nærumhverfi hennar virðist enn ekki hafa gert hana með öllu heyrnarlausa og hún hefur skrifað í doðrantinn nokkur atriði sem við hrópendur í eyðimörk atvinnulobbýismans vildum gjarna sjá í honum. Guð láti á gott vita. Mér er þó stórlega til efs að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka verði fjarverandi fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar til kasta Alþingis kemur. Þeirra hlutverk er að brenna eldi þá sprota sem upp af starfi þessu kunna að spretta og salta í svörðinn svo ekkert fái þar þrifist framar. En hver veit? Kannski tekst að bjarga fáeinum nástráum vonarinnar um að þessi guðsvolaða þjóð hætti að leggja til ókeypis framleiðsluþætti til atvinnustarfsemi auðugustu Íslendinga sögunnar. Höfundur er Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Sjá meira
Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Ég var mjög efins um hvort ég ætti að fallast á að taka þátt í þessu samsæti þrátt fyrir að ég hafi verið á togurum hér á árum áður og að sjávarútvegsmál séu mitt aðaláhugamál í stjórnmálum. Ég hef áður setið í nefnd með svipað markmið undir forystu Þorsteins Pálssonar sem reyndist alger tímasóun og var eiginlega handviss um að samsæti þetta yrði álíka árangurslítið, bara fleiri í kaffinu og því enn erfiðara að taka skref til framfara. Borgaraleg skyldurækni varð þó ofan á og ég féllst á að sitja í nefndinni. Hið eiginlega starf var unnið í fjórum starfshópum um „samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri“ í sjávarútvegi. Við í samráðsnefndinni fengum að fylgjast með starfinu, varpa fram spurningum og ljá máls á skoðunum okkar. Það var ekki óáþekkt því að kasta flöskuskeyti í grængolandi hafið á Halamiðum og vonast eftir að Ráðherra Málaflokksins fyndi flöskuna í fjöru. En við sem mættum þarna létum okkur hafa það. Kaffi var drukkið. Yfirstéttarlobbýistar stormuðu á dyr með hælasmellum þegar sauðsvartur almúginn gerðist of uppivöðslusamur og fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka skreyttu herlegheitin með fjarveru sinni. Allt eins og í fögrum draumi. Svo var þetta allt í einu búið. Þverhandarþykkur doðrantur, sá fyrsti af þremur, var orðinn að prentuðum veruleika og á síðu 86 gat eftirfarandi að líta: „Tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði“, og neðar á sömu síðu: „Látið yrði reyna á uppboð með litlum hluta aflaheimilda í upphafi.“ Við sjálft lá að mér svelgdist á snittunni sem boðið var upp á í rapp-partíinu sem haldið var með lúðrablæstri og ræðuhöldum á fínu hóteli til að slá botninn í kaffisamsætin. Engu var líkara en að Ráðherra Málaflokksins hefði tekið upp flösku í fjöruborði og lesið sér til gagns það sem í henni stóð. Og ekki nóg með það. Stefnt skyldi að því að taka skref til aukins gagnsæis í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja, kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í sjávarútvegi og auka gagnsæi um viðskipti með aflaheimildir. Ég neyðist til að játa að ég hef haft Ráðherra Málaflokksins fyrir rangri sök. Langvarandi trompetblástur í nærumhverfi hennar virðist enn ekki hafa gert hana með öllu heyrnarlausa og hún hefur skrifað í doðrantinn nokkur atriði sem við hrópendur í eyðimörk atvinnulobbýismans vildum gjarna sjá í honum. Guð láti á gott vita. Mér er þó stórlega til efs að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka verði fjarverandi fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar til kasta Alþingis kemur. Þeirra hlutverk er að brenna eldi þá sprota sem upp af starfi þessu kunna að spretta og salta í svörðinn svo ekkert fái þar þrifist framar. En hver veit? Kannski tekst að bjarga fáeinum nástráum vonarinnar um að þessi guðsvolaða þjóð hætti að leggja til ókeypis framleiðsluþætti til atvinnustarfsemi auðugustu Íslendinga sögunnar. Höfundur er Pírati.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun