Með einum of marga bestu vini á heimilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2023 08:01 Oft er talað um hunda sem bestu vini mannsins. Það gildir í tilfelli Arons Gunnars og hundanna þriggja, þeirra Pablo, Brúnó og Alpha. Aron Gunnar Einn nýjasti íbúinn á Hellu bíður þess að fá að vita hvort hann geti búið áfram í bænum. Reglur um hundahald í bænum komu honum í opna skjöldu. Aron Gunnar Halldórsson er 25 ára Reykvíkingur og hundaunnandi. Hann ákvað að flytja með Öldu Marín kærustu sinni í Rangárþing ytra og kynnast sælunni á landsbyggðinni. Þar hefur þeim liðið vel þar til hann fékk ábendingu á dögunum sem hristi upp í veru fjölskyldunnar á Hellu. Honum var tilkynnt að hann mætti ekki vera með þrjá hunda á Hellu. „Mér var bent á að ég mætti ekki vera með svona marga hunda. Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Aron Gunnar í samtali við Vísi. En viti menn. Í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra frá 2012 er að finna alls konar reglur um hundahald, hvert þeir mega fara og svo fjöldann. „Óheimilt er að hafa fleiri en tvo hunda eldri en þriggja mánaða á sama heimilinu,“ segir í reglunum sem eru alls ekki einsdæmi. Svona eru reglurnar líka í Skaftárhreppi, Dalvíkurbyggð og Borgarbyggð svo dæmi séu nefnd. Í Árborg er miðað við þrjá hunda og er reglurnar ólíkar á milli sveitarfélaga hvað fjölda varðar, leyfilegar tegundir og þar fram eftir götunum. Brúnó, Alpha og Pabló bíða eftir svari sveitarstjórnar Rangárþings ytra.Aron Gunnar Aron er með Sharpay/Border collie blendinginn Brúnó, Alpha sem er Husky og Pablo sem er Rottweiler/Border collie blendingur. Hann sendi því beiðni á byggðarráð um að fá að hafa þrjá hunda á heimili sínu. Byggðaráð tók vel í beiðnina, leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og um leið að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð. Sveitarstjórn Rangárþings ytra kemur saman til fundar annan miðvikudag í mánuði. Aron Gunnar bíður því eftir svari sveitarstjórnar sem hann treystir á að verði jákvætt. „Ég ætla rétt að vona það, annars þarf ég að flytja héðan,“ segir Aron Gunnar. Um ástæður þess að flytja á Hellu segir hann: „Mig langaði að komast í frið í sveitina,“ segir Aron. Friðinn hafi hann fundið og lífið sé rólegra en í annríkinu á höfuðborgarsvæðinu. Rangárþing ytra Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Aron Gunnar Halldórsson er 25 ára Reykvíkingur og hundaunnandi. Hann ákvað að flytja með Öldu Marín kærustu sinni í Rangárþing ytra og kynnast sælunni á landsbyggðinni. Þar hefur þeim liðið vel þar til hann fékk ábendingu á dögunum sem hristi upp í veru fjölskyldunnar á Hellu. Honum var tilkynnt að hann mætti ekki vera með þrjá hunda á Hellu. „Mér var bent á að ég mætti ekki vera með svona marga hunda. Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Aron Gunnar í samtali við Vísi. En viti menn. Í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra frá 2012 er að finna alls konar reglur um hundahald, hvert þeir mega fara og svo fjöldann. „Óheimilt er að hafa fleiri en tvo hunda eldri en þriggja mánaða á sama heimilinu,“ segir í reglunum sem eru alls ekki einsdæmi. Svona eru reglurnar líka í Skaftárhreppi, Dalvíkurbyggð og Borgarbyggð svo dæmi séu nefnd. Í Árborg er miðað við þrjá hunda og er reglurnar ólíkar á milli sveitarfélaga hvað fjölda varðar, leyfilegar tegundir og þar fram eftir götunum. Brúnó, Alpha og Pabló bíða eftir svari sveitarstjórnar Rangárþings ytra.Aron Gunnar Aron er með Sharpay/Border collie blendinginn Brúnó, Alpha sem er Husky og Pablo sem er Rottweiler/Border collie blendingur. Hann sendi því beiðni á byggðarráð um að fá að hafa þrjá hunda á heimili sínu. Byggðaráð tók vel í beiðnina, leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og um leið að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð. Sveitarstjórn Rangárþings ytra kemur saman til fundar annan miðvikudag í mánuði. Aron Gunnar bíður því eftir svari sveitarstjórnar sem hann treystir á að verði jákvætt. „Ég ætla rétt að vona það, annars þarf ég að flytja héðan,“ segir Aron Gunnar. Um ástæður þess að flytja á Hellu segir hann: „Mig langaði að komast í frið í sveitina,“ segir Aron. Friðinn hafi hann fundið og lífið sé rólegra en í annríkinu á höfuðborgarsvæðinu.
Rangárþing ytra Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira