Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 10:42 Kosningaskilti Ali Bongo, forseta Gabon, sem hefur verið skemmt. Hann, samstarfsmenn hans og fjölskyldumeðlimir eru í stofufangelsi eftir valdarán hersins. AP/Yves Laurent Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum. Her Gabon lýsti því yfir í gær að Brice Oligui Nguema, herforinginn sem leiddi valdaránið verði gerðir að forseta á mánudaginn og á það að vera tímabundið. Herforingjastjórnin sagði einni að ríkið myndi standa við allar skuldbindingar þess en valdaránið hefur verið fordæmt á alþjóðasviðinu. Bongo fjölskyldan hafði stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi og hafa íbúar landsins verið reiðir fjölskyldunni um langt skeið. Ali Bongo er í stofufangelsi en samstarfsmenn hans of fjölskyldumeðlimir eru einnig í haldi hersins. Fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgar Gabon þegar valdaránið var framið. Sjá einnig: Hermenn handtóku forseta Gabon Valdaránið í Gabon er það áttunda í Mið-Afríku þar sem herinn tekur völd frá 2020. Bola Tinubu, nýkjörinn forseti Nígeríu hefur lýst ástandinu sem „faraldri alræðis“, samkvæmt frétt Reuters. Tinubu segist óttast að faraldurinn muni dreifast enn frekar, verði hann ekki stöðvaður. Yfirvöld í Nígeríu og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku hafa sagt að hernaðaríhlutun komi til greina eftir að herinn í Níger tók þar völd nýlega. Hermenn tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu,AP/Gabon 24 Segjast ætla að gefa frá sér völd Forsvarsmenn hersins í Gabon ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins en segjast ætla að koma lýðræði á aftur. Eftirlitsaðilar og greinendur efast þó um það og segja herinn vera að taka völd í landinu og ætla að halda þeim. Stjórnarandstaðan hefur þakkað hernum fyrir að koma Bongo frá völdum og kallað eftir fundi með stjórnendum hersins til að koma í veg fyrir að framtíð Gabon verði enn verri en sú sem herinn hefur komið í veg fyrir. Stjórnarandstaðan hefur hvatt herinn til að framkvæma endurtalningu á atkvæðum í forsetakosningum sem haldnar voru í ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum sigraði Bongo með 64 prósentum atkvæða en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja að Albert Ondo Ossa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði í rauninni unnið, samkvæmt frétt France24. Kosningarnar höfðu verið fordæmdar af eftirlitsaðilum en erlendum aðilum var ekki veittur aðgangur að þeim. Gabon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Her Gabon lýsti því yfir í gær að Brice Oligui Nguema, herforinginn sem leiddi valdaránið verði gerðir að forseta á mánudaginn og á það að vera tímabundið. Herforingjastjórnin sagði einni að ríkið myndi standa við allar skuldbindingar þess en valdaránið hefur verið fordæmt á alþjóðasviðinu. Bongo fjölskyldan hafði stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi og hafa íbúar landsins verið reiðir fjölskyldunni um langt skeið. Ali Bongo er í stofufangelsi en samstarfsmenn hans of fjölskyldumeðlimir eru einnig í haldi hersins. Fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgar Gabon þegar valdaránið var framið. Sjá einnig: Hermenn handtóku forseta Gabon Valdaránið í Gabon er það áttunda í Mið-Afríku þar sem herinn tekur völd frá 2020. Bola Tinubu, nýkjörinn forseti Nígeríu hefur lýst ástandinu sem „faraldri alræðis“, samkvæmt frétt Reuters. Tinubu segist óttast að faraldurinn muni dreifast enn frekar, verði hann ekki stöðvaður. Yfirvöld í Nígeríu og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku hafa sagt að hernaðaríhlutun komi til greina eftir að herinn í Níger tók þar völd nýlega. Hermenn tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu,AP/Gabon 24 Segjast ætla að gefa frá sér völd Forsvarsmenn hersins í Gabon ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins en segjast ætla að koma lýðræði á aftur. Eftirlitsaðilar og greinendur efast þó um það og segja herinn vera að taka völd í landinu og ætla að halda þeim. Stjórnarandstaðan hefur þakkað hernum fyrir að koma Bongo frá völdum og kallað eftir fundi með stjórnendum hersins til að koma í veg fyrir að framtíð Gabon verði enn verri en sú sem herinn hefur komið í veg fyrir. Stjórnarandstaðan hefur hvatt herinn til að framkvæma endurtalningu á atkvæðum í forsetakosningum sem haldnar voru í ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum sigraði Bongo með 64 prósentum atkvæða en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja að Albert Ondo Ossa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði í rauninni unnið, samkvæmt frétt France24. Kosningarnar höfðu verið fordæmdar af eftirlitsaðilum en erlendum aðilum var ekki veittur aðgangur að þeim.
Gabon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira