Var látinn þegar náðist til hans Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2023 08:17 Gangnamaður sem slasaðist í Eyjafirði í gær var látinn þegar björgunarsveitarfólk komst að honum hátt í hlíðum Hagárdals, inn í Eyjafirði. Erfiðlega gekk að komast til mannsins og var ekki hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sviptivinda. Þegar fólkið náði til mannsins tók við flókin björgunaraðgerð þar sem færa þurfti manninn um fimm hundruð metra niður mjög bratta hlíð og flytja hann tæplega þrjá kílómetra niður dalinn. Sjá einnig: Slasaður í brattri hlíð og þyrlan komst ekki að Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra lauk aðgerðum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Útkallið barst upprunalega klukkan þrjú. Eins og við greindum frá í gær þá voru viðbragðsaðilar í Eyjafirði kallaðir út um kl. 15:00 vegna aðila sem hafði verið í smalamennsku innarlega í Eyjafirði og slasast. Var þetta hátt upp í hlíðum Hagárdals að norðanverðu. Mjög erfiðlega gekk að komast til mannsins og þá var ekki hægt að notast við þyrlu LHG, sem kominn var norður, vegna misvinda í dalnum og mikils uppstreymis. Þegar viðbragðsaðilar komust til hans var hann látinn. Tók þá við flókin fjallabjörgunaraðgerð þar sem færa þurfti manninn niður eina 500 metra í mjög brattri hlíð og bera hann síðan tæplega 3 km niður dalinn að flutningstæki sem þar var. Þegar á leið verkefnið var óskað liðsinnis björgunarsveita úr Skagafirði og Þingeyjarsýslu og mættu hópar frá þeim og lögðu verkefninu liðsinni sitt. Aðgerðum í Hagárdal lauk um upp úr kl. 23:00 í gærkveldi. Þökkum við öllum viðbragðsaðilum sem komu að verkefni þessu, sem var mjög krefjandi, kærlega fyrir þeirra aðstoð. Um tildrög atviksins er ekki frekar vitað og er rannsókn í höndum lögreglu. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Sjá meira
Þegar fólkið náði til mannsins tók við flókin björgunaraðgerð þar sem færa þurfti manninn um fimm hundruð metra niður mjög bratta hlíð og flytja hann tæplega þrjá kílómetra niður dalinn. Sjá einnig: Slasaður í brattri hlíð og þyrlan komst ekki að Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra lauk aðgerðum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Útkallið barst upprunalega klukkan þrjú. Eins og við greindum frá í gær þá voru viðbragðsaðilar í Eyjafirði kallaðir út um kl. 15:00 vegna aðila sem hafði verið í smalamennsku innarlega í Eyjafirði og slasast. Var þetta hátt upp í hlíðum Hagárdals að norðanverðu. Mjög erfiðlega gekk að komast til mannsins og þá var ekki hægt að notast við þyrlu LHG, sem kominn var norður, vegna misvinda í dalnum og mikils uppstreymis. Þegar viðbragðsaðilar komust til hans var hann látinn. Tók þá við flókin fjallabjörgunaraðgerð þar sem færa þurfti manninn niður eina 500 metra í mjög brattri hlíð og bera hann síðan tæplega 3 km niður dalinn að flutningstæki sem þar var. Þegar á leið verkefnið var óskað liðsinnis björgunarsveita úr Skagafirði og Þingeyjarsýslu og mættu hópar frá þeim og lögðu verkefninu liðsinni sitt. Aðgerðum í Hagárdal lauk um upp úr kl. 23:00 í gærkveldi. Þökkum við öllum viðbragðsaðilum sem komu að verkefni þessu, sem var mjög krefjandi, kærlega fyrir þeirra aðstoð. Um tildrög atviksins er ekki frekar vitað og er rannsókn í höndum lögreglu.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent