Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar áður en úrslitakeppnin hefst Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 10:16 Víkingur getur orðið Íslandsmeistari strax í dag. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu fer fram í dag áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Allir sex leikir dagsins hefjast á sama tíma og verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Þrátt fyrir að enn verði heilar fimm umferðir eftir þegar lokaumferðin klárast í dag er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn svo gott sem ráðin. Spurningin hver verður Íslandsmeistari á í raun ekki lengur rétt á sér, heldur ætti fólk frekar að spyrja sig að því hvenær Víkingur klárar dæmið. Víkingur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari strax í dag með sigri gegn Fram í Úlfarsárdalnum ef önnur úrslit falla með liðinu. Raunar er það bara einn annar leikur sem getur haft raunveruleg áhrif á það hvort Víkingar fagni titlinum í dag eða seinna, en það er viðureign Vals og HK á Origo-vellinum. Breiðablik getur reyndar enn í besta falli jafnað Víkinga að stigum. Gríðarlegur munur í markatölu og hverfandi líkur á því að Víkingar tapi öllum sex leikjunum sem liðið á eftir gera það að verkum að það er í raun óþarfi að velta því fyrir sér. Staðan í deildinni.KSÍ/Skjáskot Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan eru Víkingar með 14 stiga forskot þegar lokaumferðin er framundan. Eftir að deildinni verður skipt upp verða aðeins 15 stig eftir í pottinum, sem þýðir að ef Víkingar sigra Fram og Valur tapar eða gerir jafntefli gegn HK á sama tíma er Víkingur Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögunni. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 2021, en þá hafði félagið beðið í 30 ár eftir titlinum. Nú stefnir hins vegar í að biðin milli titla verði heldur styttri. Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2021.Vísir/Hulda Margrét Hörð Evrópubarátta framundan Þrátt fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem búin er enn líf í baráttunni á öðrum vígstöðvum. Evróppubaráttan lifir enn góðu lífi þar sem fjögur lið berjast um hið eftirsótta fjórða sæti sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópukeppni. Það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari, en liðið er nú þegar komið í úrslitaleikinn þar sem KA bíður þeirra. Rétt eins og að Víkingur er að öllum líkindum búinn að tryggja sér fyrsta sætið þykir ansi líklegt að Valur og Breiðablik muni berjast um annað og þriðja sæti, en Stjarnan, FH, KR og KA horfa öll girndaraugum á fjórða sætið. Stjarnan, FH og KR eru öll jöfn að stigum með 31 stig, en KA er þremur stigum á eftir pakkanum. Það er því ljóst að baráttan um mögulegt Evrópusæti verður hörð, en KA-menn hafa tvöfaldan séns þar sem liðið getur komið sér í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingum í bikarúrslitum og um leið gert fjórða sætið nánast verðlaust. KA á enn góðan möguleika á Evrópusæti, bæði í gegnum deildarkeppnina og bikarinn.Vísir / Anton Fallbaráttan lifir góðu lífi Evrópubaráttan er ekki sú eina sem lifir góðu lífi í Bestu-deild karla því fallbaráttan gerir það svo sannarlega líka. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 12 stig, sjö stigum frá öruggu sæti, og þurfa því að snúa við blaðinu helst ekki seinna en strax til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þá er þéttur pakki fyrir ofan neðsta sætið þar sem aðeins tvö stig skilja þrjú lið að. Fylkir situr í níunda sæti með 20 stig, Fram í því tíunda með 19 og ÍBV í næst neðsta sæti með 18. Raunar geta öll liðin frá fjórða sæti og niður í það neðsta enn tæknilega séð fallið, en nánar verður ekki farið í þá útreikninga hér. Eins og staðan er núna eru það Fylkir, Fram, ÍBV og Keflavík sem eiga í mestri hættu á að falla. Leikir dagsins Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3) Besta deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Þrátt fyrir að enn verði heilar fimm umferðir eftir þegar lokaumferðin klárast í dag er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn svo gott sem ráðin. Spurningin hver verður Íslandsmeistari á í raun ekki lengur rétt á sér, heldur ætti fólk frekar að spyrja sig að því hvenær Víkingur klárar dæmið. Víkingur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari strax í dag með sigri gegn Fram í Úlfarsárdalnum ef önnur úrslit falla með liðinu. Raunar er það bara einn annar leikur sem getur haft raunveruleg áhrif á það hvort Víkingar fagni titlinum í dag eða seinna, en það er viðureign Vals og HK á Origo-vellinum. Breiðablik getur reyndar enn í besta falli jafnað Víkinga að stigum. Gríðarlegur munur í markatölu og hverfandi líkur á því að Víkingar tapi öllum sex leikjunum sem liðið á eftir gera það að verkum að það er í raun óþarfi að velta því fyrir sér. Staðan í deildinni.KSÍ/Skjáskot Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan eru Víkingar með 14 stiga forskot þegar lokaumferðin er framundan. Eftir að deildinni verður skipt upp verða aðeins 15 stig eftir í pottinum, sem þýðir að ef Víkingar sigra Fram og Valur tapar eða gerir jafntefli gegn HK á sama tíma er Víkingur Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögunni. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 2021, en þá hafði félagið beðið í 30 ár eftir titlinum. Nú stefnir hins vegar í að biðin milli titla verði heldur styttri. Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2021.Vísir/Hulda Margrét Hörð Evrópubarátta framundan Þrátt fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem búin er enn líf í baráttunni á öðrum vígstöðvum. Evróppubaráttan lifir enn góðu lífi þar sem fjögur lið berjast um hið eftirsótta fjórða sæti sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópukeppni. Það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari, en liðið er nú þegar komið í úrslitaleikinn þar sem KA bíður þeirra. Rétt eins og að Víkingur er að öllum líkindum búinn að tryggja sér fyrsta sætið þykir ansi líklegt að Valur og Breiðablik muni berjast um annað og þriðja sæti, en Stjarnan, FH, KR og KA horfa öll girndaraugum á fjórða sætið. Stjarnan, FH og KR eru öll jöfn að stigum með 31 stig, en KA er þremur stigum á eftir pakkanum. Það er því ljóst að baráttan um mögulegt Evrópusæti verður hörð, en KA-menn hafa tvöfaldan séns þar sem liðið getur komið sér í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingum í bikarúrslitum og um leið gert fjórða sætið nánast verðlaust. KA á enn góðan möguleika á Evrópusæti, bæði í gegnum deildarkeppnina og bikarinn.Vísir / Anton Fallbaráttan lifir góðu lífi Evrópubaráttan er ekki sú eina sem lifir góðu lífi í Bestu-deild karla því fallbaráttan gerir það svo sannarlega líka. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 12 stig, sjö stigum frá öruggu sæti, og þurfa því að snúa við blaðinu helst ekki seinna en strax til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þá er þéttur pakki fyrir ofan neðsta sætið þar sem aðeins tvö stig skilja þrjú lið að. Fylkir situr í níunda sæti með 20 stig, Fram í því tíunda með 19 og ÍBV í næst neðsta sæti með 18. Raunar geta öll liðin frá fjórða sæti og niður í það neðsta enn tæknilega séð fallið, en nánar verður ekki farið í þá útreikninga hér. Eins og staðan er núna eru það Fylkir, Fram, ÍBV og Keflavík sem eiga í mestri hættu á að falla. Leikir dagsins Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Besta deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti