Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2023 06:39 Myndir sem Vísir fékk sendar sýna mennina hátt uppi í möstrum skipanna. Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. Fréttastofa náði sambandi við slökkviliðið í morgun en var tjáð að verið væri að aðstoða lögreglu í ákveðnu verkefni og benti á hana. Ekki hefur náðst samband við lögreglu. Mótmælandi fylgist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sagði fyrir helgi að haldið yrði til veiða um leið og veður leyfði en eins og kunnugt er heimilaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veiðarnar í síðustu viku. Paul Watson, sem hefur barist gegn hvalveiðum í áratugi, hefur hins vegar á sama tíma lýst því yfir að hann muni gera allt í sínu valdi til að stöðva veiðarnar. Unnið er að því að reyna að ná mönnunum úr möstrunum.Vísir/Vilhelm Uppfært: Slökkviliðið og lögregla eru farin af vettvangi en mótmælendurnir enn uppi í möstrunum. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlýsingu sem virðist vera skrifuð af öðrum mótmælandanum. Samkvæmt sjónarvottum tók lögregla símann af honum þegar reynt var að ná honum niður. „Hinn 4. september 2023 kleif Anahita Babaei í hreiður mastursins á Hval 8 í friðsamlegum mótmælum til að koma í veg fyrir dráp á dýri í útrýmingarhættu; langreyð,“ segir í yfirlýsingunni en rétt er að geta þess að Babaei virðist vera í Hval 9. Þá segir að veiðarnar sé brot á bæði íslenskum og alþjóðlegum lögum. Vísað er til þeirrar niðurstöðu sérfræðinefndar að ekki sé hægt að standa mannúðlega að veiðunum og til þess að vinnuhópurinn sem var að störfum í sumar hafi ekki horft til niðurstöðu sérfræðingahópsins. Þær niðurstöður standi því óhaggaðar. View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) „Nærri 600 þúsund einstaklingar um allan heim hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á Ísland að binda enda á hvalveiðar og yfir 80 einstaklingar í kvikmyndaiðnaðinum hafa heitið því að starfa ekki á Íslandi ef veiðarnar halda áfram,“ segir einnig. Heimurinn glími nú við loftslagsvanda og hvalirnir séu þáttur í því að mannkynið lifi af. Engar skynsamlegar ástæður liggi því til grundvallar að halda veiðunum áfram. Veiðar stundaðar í ágóðaskyni hafi stuðlað að því að tegundir séu nú í útrýmingarhættu. Babaei segir ákvörðun matvælaráðherra hryggilega og að ekkert annað sé í stöðunni en að grípa til þessara úrræða. Ljósmyndari Vísis er á vettvangi.Vísir/Vilhelm Tengd skjöl Climb_the_mast_2PDF52KBSækja skjal Hvalveiðar Hvalir Dýr Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Fréttastofa náði sambandi við slökkviliðið í morgun en var tjáð að verið væri að aðstoða lögreglu í ákveðnu verkefni og benti á hana. Ekki hefur náðst samband við lögreglu. Mótmælandi fylgist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sagði fyrir helgi að haldið yrði til veiða um leið og veður leyfði en eins og kunnugt er heimilaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veiðarnar í síðustu viku. Paul Watson, sem hefur barist gegn hvalveiðum í áratugi, hefur hins vegar á sama tíma lýst því yfir að hann muni gera allt í sínu valdi til að stöðva veiðarnar. Unnið er að því að reyna að ná mönnunum úr möstrunum.Vísir/Vilhelm Uppfært: Slökkviliðið og lögregla eru farin af vettvangi en mótmælendurnir enn uppi í möstrunum. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlýsingu sem virðist vera skrifuð af öðrum mótmælandanum. Samkvæmt sjónarvottum tók lögregla símann af honum þegar reynt var að ná honum niður. „Hinn 4. september 2023 kleif Anahita Babaei í hreiður mastursins á Hval 8 í friðsamlegum mótmælum til að koma í veg fyrir dráp á dýri í útrýmingarhættu; langreyð,“ segir í yfirlýsingunni en rétt er að geta þess að Babaei virðist vera í Hval 9. Þá segir að veiðarnar sé brot á bæði íslenskum og alþjóðlegum lögum. Vísað er til þeirrar niðurstöðu sérfræðinefndar að ekki sé hægt að standa mannúðlega að veiðunum og til þess að vinnuhópurinn sem var að störfum í sumar hafi ekki horft til niðurstöðu sérfræðingahópsins. Þær niðurstöður standi því óhaggaðar. View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) „Nærri 600 þúsund einstaklingar um allan heim hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á Ísland að binda enda á hvalveiðar og yfir 80 einstaklingar í kvikmyndaiðnaðinum hafa heitið því að starfa ekki á Íslandi ef veiðarnar halda áfram,“ segir einnig. Heimurinn glími nú við loftslagsvanda og hvalirnir séu þáttur í því að mannkynið lifi af. Engar skynsamlegar ástæður liggi því til grundvallar að halda veiðunum áfram. Veiðar stundaðar í ágóðaskyni hafi stuðlað að því að tegundir séu nú í útrýmingarhættu. Babaei segir ákvörðun matvælaráðherra hryggilega og að ekkert annað sé í stöðunni en að grípa til þessara úrræða. Ljósmyndari Vísis er á vettvangi.Vísir/Vilhelm Tengd skjöl Climb_the_mast_2PDF52KBSækja skjal
Hvalveiðar Hvalir Dýr Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira