Brasserie Askur skiptir um eigendur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. september 2023 11:07 Baldur Guðbjörnsson, Hinrik Örn Lárusson, Bjarni Gunnarsson og Viktor Örn Andrésson, nýir eigendur Asks. Veitingastaðurinn Askur á Suðurlandsbraut, einn þekktasti veitingastaður landsins, hefur skipt um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að nýir eigendur séu matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson hjá Sælkerabúðinni og Lux veitingum. Þeir leiði nýja eigendahópinn ásamt Baldri Guðbjörnssyni, matreiðslumeistara, sem muni stýra daglegum rekstri veitingastaðarins og Bjarna Stefáni Gunnarssyni, veitingamanni og eiganda Saffran og Pítunnar. „Það er okkur fyrst og fremst heiður að fá að taka við stýrinu á þessum hornsteini í íslenskri veitingahúsamenningu. Askur er eldri en við allir í hópnum og við erum þakklátir fyrir að fá að taka Ask áfram inn í framtíðina,“ segir Hinrik Örn Lárusson í tilkynningu. Sextíu ára samfleytt rekstrarsaga haldi áfram Í tilkynningunni segir að ekki þurfi að kynna veitingastaðinn fyrir Íslendingum. Langflestir hafi á öllum aldri sest þar niður í góðu yfirlæti og snætt með vinum eða fjölskyldu í gegnum árin. Askur nær þeim merka áfanga eftir aðeins tvö ár að státa af sextíu ára samfleyttri rekstrarsögu, þar af heilum fjörutíu árum á sama stað á Suðurlandsbrautinni. „Þegar maður fær svona gimstein í hendurnar er mikilvægt að halda í hin gömlu og rótgrónu gildi ásamt því að bæta við nýjum og ferskum áherslum. Við ætlum að blása í gamlar glæður og endurvekja veisluþjónustu Asks, sem hann var þekktur fyrir á árum áður,“ er ennfremur haft eftir Hinriki. Hann segir að áfram verði hægt að stóla á hlaðborð í hádeginu og vinsælt steikarhlaðborð á sunnudögum. „Að sama skapi ætlum við að þjónusta fyrirtæki í nágrenninu um hádegisverð á góðu verði. Við munum efla take away þjónustu Asksins og kynna nýjan grillvagn til sögunnar áður en langt um líður.“ Hinrik Örn Lárusson er spenntur fyrir nýjum tímum á Aski. Veitingastaðir Reykjavík Vistaskipti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þar segir að nýir eigendur séu matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson hjá Sælkerabúðinni og Lux veitingum. Þeir leiði nýja eigendahópinn ásamt Baldri Guðbjörnssyni, matreiðslumeistara, sem muni stýra daglegum rekstri veitingastaðarins og Bjarna Stefáni Gunnarssyni, veitingamanni og eiganda Saffran og Pítunnar. „Það er okkur fyrst og fremst heiður að fá að taka við stýrinu á þessum hornsteini í íslenskri veitingahúsamenningu. Askur er eldri en við allir í hópnum og við erum þakklátir fyrir að fá að taka Ask áfram inn í framtíðina,“ segir Hinrik Örn Lárusson í tilkynningu. Sextíu ára samfleytt rekstrarsaga haldi áfram Í tilkynningunni segir að ekki þurfi að kynna veitingastaðinn fyrir Íslendingum. Langflestir hafi á öllum aldri sest þar niður í góðu yfirlæti og snætt með vinum eða fjölskyldu í gegnum árin. Askur nær þeim merka áfanga eftir aðeins tvö ár að státa af sextíu ára samfleyttri rekstrarsögu, þar af heilum fjörutíu árum á sama stað á Suðurlandsbrautinni. „Þegar maður fær svona gimstein í hendurnar er mikilvægt að halda í hin gömlu og rótgrónu gildi ásamt því að bæta við nýjum og ferskum áherslum. Við ætlum að blása í gamlar glæður og endurvekja veisluþjónustu Asks, sem hann var þekktur fyrir á árum áður,“ er ennfremur haft eftir Hinriki. Hann segir að áfram verði hægt að stóla á hlaðborð í hádeginu og vinsælt steikarhlaðborð á sunnudögum. „Að sama skapi ætlum við að þjónusta fyrirtæki í nágrenninu um hádegisverð á góðu verði. Við munum efla take away þjónustu Asksins og kynna nýjan grillvagn til sögunnar áður en langt um líður.“ Hinrik Örn Lárusson er spenntur fyrir nýjum tímum á Aski.
Veitingastaðir Reykjavík Vistaskipti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira