Onana snýr aftur í landsliðið eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í fyrra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 13:30 Andre Onana, markvörður Manchester United, er mættur aftur í kamerúnska landsliðið. James Gill - Danehouse/Getty Images Andre Onana, markvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er mættur aftur í kamerúnska landsliðið þrátt fyrir að hafa lagt landsliðshanskana á hilluna á síðasta ári. Hinn 27 ára Onana var í kamerúnska landsliðinu sem vann sér inn þátttökurétt á HM í Katar á síðasta ári. Hann lék fyrsta leikinn á mótinu, en var settur í agabann stuttu síðar og kom ekki meira við sögu á HM. Onana hafði lent í deilum við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og eftir mótið greindi hann frá því að hann væri búinn að leggja landsliðshanskana á hilluna, þá aðeins 26 ára gamall. Markvörðurinn er þó mættur aftur í landsliðið og verður í hópnum þegar Kamerún mætir Búrúndí í hreinum úrslitaleik um sæti á Afríkumótinu næstkomandi þriðjudag. Onana birti færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að endurkoman í landsliðið sé meðal annars til að heiðra draum sinn. „Í fótboltaheiminum, rétt eins og í lífinu sjálfu, koma augnablik sem ákvarða framtíðina og þarfnast mikilvægra ákvarðana,“ ritaði Onana. „Seinustu mánuði hef ég þurft að glíma við aðstæður sem einkennast af óréttlæti og ráðsemi.“ „Ég svara þó kalli þjóðar minnar af algjörri vissu og veit að endurkoman er ekki bara til að heiðra persónulegan draum, heldur einnig til að koma til móts við væntingar og stuðning kamerúnsku þjóðarinnar sem á skilið að fylgjast með landsliði sem er staðráðið í að skína.“ André Onana confirms he has come out of international retirement to rejoin Cameroon’s squad for their upcoming Africa Cup of Nations qualifier against Burundi 🇨🇲 pic.twitter.com/jCiiCw6Rwy— B/R Football (@brfootball) September 4, 2023 Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Sjá meira
Hinn 27 ára Onana var í kamerúnska landsliðinu sem vann sér inn þátttökurétt á HM í Katar á síðasta ári. Hann lék fyrsta leikinn á mótinu, en var settur í agabann stuttu síðar og kom ekki meira við sögu á HM. Onana hafði lent í deilum við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og eftir mótið greindi hann frá því að hann væri búinn að leggja landsliðshanskana á hilluna, þá aðeins 26 ára gamall. Markvörðurinn er þó mættur aftur í landsliðið og verður í hópnum þegar Kamerún mætir Búrúndí í hreinum úrslitaleik um sæti á Afríkumótinu næstkomandi þriðjudag. Onana birti færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að endurkoman í landsliðið sé meðal annars til að heiðra draum sinn. „Í fótboltaheiminum, rétt eins og í lífinu sjálfu, koma augnablik sem ákvarða framtíðina og þarfnast mikilvægra ákvarðana,“ ritaði Onana. „Seinustu mánuði hef ég þurft að glíma við aðstæður sem einkennast af óréttlæti og ráðsemi.“ „Ég svara þó kalli þjóðar minnar af algjörri vissu og veit að endurkoman er ekki bara til að heiðra persónulegan draum, heldur einnig til að koma til móts við væntingar og stuðning kamerúnsku þjóðarinnar sem á skilið að fylgjast með landsliði sem er staðráðið í að skína.“ André Onana confirms he has come out of international retirement to rejoin Cameroon’s squad for their upcoming Africa Cup of Nations qualifier against Burundi 🇨🇲 pic.twitter.com/jCiiCw6Rwy— B/R Football (@brfootball) September 4, 2023
Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Sjá meira