Margrét Vilhjálms stígur aftur á svið Íris Hauksdóttir skrifar 9. september 2023 07:00 Margrét Vilhjálmsdóttir hefur verið búsett erlendis undanfarin ár en snýr nú aftur á íslenskt leiksvið. Jónatan Leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir stígur aftur á svið í Þjóðleikhúsinu eftir tæplega tíu ára fjarveru. Verkið, Ást Fedru, verður frumsýnt í Kassanum í kvöld en þar fer Margrét með titilhlutverkið. Hún segir það draumi líkast að stíga aftur á svið hér á landi. Níu ár eru síðan Margrét hlaut Grímuverðlaun sem leikkona ársins í aðalhlutverki í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller. Sýningin var sett upp í Þjóðleikhúsinu undir leikstjórn Stefans Metz árið 2014 og fékk samtals ellefu tilnefningar á sínum tíma. Margrét hefur leikið í yfir fimmtíu hlutverkum á þrjátíu ára ferli.Jónatan „Fyrir mér er það að stíga aftur á íslenskt leiksvið eins og að koma aftur heim. Lengst af hef ég unnið í Þjóðleikhúsinu og þykir mér afar vænt um að fá að leika þar aftur. Þetta var vinnustaðurinn minn í tæplega tuttugu ár.“ Skemmtilegt að starfa við norskt leikhús Árið 2014 flutti Margrét, ásamt fjölskyldu sinni til Berlínar og eftir sex ára búsetu þar fluttust þau til Tromsø í Noregi, eða árið 2020. Þar starfaði Margrét með Hålogaland leikhúsinu. „Það var skemmtileg reynsla að starfa við norskt leikhús. Verkið bar nafnið, Þegar stormar sem verst eftir Florian Zeller sem skrifaði meðal annars Föðurinn, sem var kvikmyndað með Antony Hopkins í aðalhlutverki. Þetta var frábært verk og gaman að kljást við norskuna. Ári síðar lék ég svo í spennandi uppfærslu á Frammúrskarandi vinkonu og lék fjögur mögnuð kvenhlutverk úr þessu dásamlega verki eftir Elenu Ferrante, í þessu fallega leikhúsi í Tromsø.“ Margrét segir því hafa fylgt mikil öryggistilfinning að snúa aftur heim og halda á ný á gamla vinnustaðinn.Jónatan Fjölbreytt reynsla og framandi ævintýri Margrét segir þrátt fyrir fjölbreytta reynslu og framandi ævintýri alltaf dýrmætt að koma aftur heim. „Við vitum að lífið getur verið alls konar og það er alltaf að koma okkur á óvart. Það fylgdi því mikil öryggistilfinning að snúa aftur heim og halda á ný á gamla vinnustaðinn. Þar mætir þér sama lyktin og þú þekktir áður. Þú hittir oft sama fólkið og allt svona sirka bát í röð og reglu. Lífið með börnin í skólakerfinu, pólitíkin, hjónabandið svo ekki sé minnst á ólíkar skoðanir vina og vandamanna hvað varðar loftslagsmál og hvaladráp. Fyrir mína parta er mjög gott gott að fara bara í vinnuna og gera það sem maður lærði til og kann handverkið. Ég get í það minnsta með sanni sagt að ég nýt þess að gera það sem ég er ágæt í. Þannig líður mér núna.“ Kolsvart verk um ást og ofbeldi Nýjasta verkefnið og um leið ástæða þess að Margrét er aftur mætt í Þjóðleikhúsið er uppfærslan á leikverkinu Ást Fedru eftir Söruh Kane. Margrét segir verkið margslungið. Margrét og Sigurbjartur Sturla í hlutverkum sínum. Jorri/Þjóðleikhúsið „Þetta er eitt magnaðasta verk okkar tíma og hefur verið leikið um allan heim, þó það hafi ekki ratað á svið á Íslandi fyrr. Það var það skrifað árið 1997 og Sarah kallaði það gamanleikinn sinn. Þetta er kolsvart verk um ást og ofbeldi. Verk Söruh og fleiri höfunda þessa tímabils í leiklistarsögunni voru kölluð „in your face” leikhús. Verkið er tilraunakennt og bæði með texta og form. Hún virðist skrifa það beint inn í breskan samtíma með mikilli gagnrýni á samfélagið eftir Thatcher-ismann, bresku konungsfjölskylduna og í miðju Balkanstríðinu sem stóð frá 1991 til ársins 2001. Það er áhugavert að hugsa til þess að sama ár og Díana prinsessa lést í bílslysi, árið 1997, var verkið frumsýnt í Bretlandi. Blanda af sápuóperu og grískum harmleik Sarah vinnur verkið upp úr eða vitnar í gríska mytólógíu um Fedru og Hippólítus sem eru undir álögum Seifs og Afroditu og þar með á valdi örlaganna. Þetta er líklega góð blanda af sápuóperu og grískum harmleik sem að mínu mati er algjörlega frábær blanda. Mikil átök eiga sér stað í verkinu sem fjallar um ást og ofbeldi.Jorri/Þjóðleikhúsið Verkið er í þessari uppfærslu túlkað og leikstýrt af listakonunni og leikstýrunni Kolfinnu Nikulásdóttur. Hún með sínum fersku augum leiðir okkur inn í þennan hugarheim Kane. Filippía Elíasdóttir hannar sviðsmynd og búninga af sinni alkunnu snilld. Dásamleg tónlist og hljóðmynd sýningarinnar í höndum Tuma Árnasonar og fögur myndbandshönnun og lýsing etir Ástu Jónínu Arnardóttur. Margrét segir leiðin að leiksýningunni hafi verið magnað ferli.Jorri/Þjóðleikhúsið Þetta er búið að vera magnað ferli fyrir mig og ótrúlega spennandi að fylgjast með nýrri kynslóð listamanna og leikara sem leika hlutverk sýningarinnar. Sigurbjartur Sturla fer með hlutverk Hippólítus og Þuríður Blær leikur Strófu. Grímuverðlaunahafinn, fyrr á þessu ári, Hallgrímur Ólafsson og Þröstur Leó eru einnig í stórum hlutverkum í sýningunni.“ Skellir sér í leikstjórastólinn Æfingar hófust í vor og átti hópurinn snarpa endurkomu að verkinu nú í haust en frumsýningin er í kvöld, 9. september. Spurð hvað sé framundan segir Margrét nokkur önnur verkefni komin í vinnslu. „Ég ætla að skella mér í leikstjórastólinn og hlakka til skemmtilegs leikhúsvetrar. Margrét hvetur ungmenni til að koma á sýninguna Ást Fedru.Jorri/Þjóðleikhúsið Auðvitað hvet ég alla að fara í leikhúsið enda frábær dagskrá svo ekki sé minnst á magnaðan díl Þjóðleikhússins á sérstöku afsláttarkorti fyrir ungt fólk. Ég hef mikla trú á að unga fólkið okkar hefði gaman að verkinu Ást Fedru og öðru spennandi í vetur.“ Leikhús Menning Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Níu ár eru síðan Margrét hlaut Grímuverðlaun sem leikkona ársins í aðalhlutverki í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller. Sýningin var sett upp í Þjóðleikhúsinu undir leikstjórn Stefans Metz árið 2014 og fékk samtals ellefu tilnefningar á sínum tíma. Margrét hefur leikið í yfir fimmtíu hlutverkum á þrjátíu ára ferli.Jónatan „Fyrir mér er það að stíga aftur á íslenskt leiksvið eins og að koma aftur heim. Lengst af hef ég unnið í Þjóðleikhúsinu og þykir mér afar vænt um að fá að leika þar aftur. Þetta var vinnustaðurinn minn í tæplega tuttugu ár.“ Skemmtilegt að starfa við norskt leikhús Árið 2014 flutti Margrét, ásamt fjölskyldu sinni til Berlínar og eftir sex ára búsetu þar fluttust þau til Tromsø í Noregi, eða árið 2020. Þar starfaði Margrét með Hålogaland leikhúsinu. „Það var skemmtileg reynsla að starfa við norskt leikhús. Verkið bar nafnið, Þegar stormar sem verst eftir Florian Zeller sem skrifaði meðal annars Föðurinn, sem var kvikmyndað með Antony Hopkins í aðalhlutverki. Þetta var frábært verk og gaman að kljást við norskuna. Ári síðar lék ég svo í spennandi uppfærslu á Frammúrskarandi vinkonu og lék fjögur mögnuð kvenhlutverk úr þessu dásamlega verki eftir Elenu Ferrante, í þessu fallega leikhúsi í Tromsø.“ Margrét segir því hafa fylgt mikil öryggistilfinning að snúa aftur heim og halda á ný á gamla vinnustaðinn.Jónatan Fjölbreytt reynsla og framandi ævintýri Margrét segir þrátt fyrir fjölbreytta reynslu og framandi ævintýri alltaf dýrmætt að koma aftur heim. „Við vitum að lífið getur verið alls konar og það er alltaf að koma okkur á óvart. Það fylgdi því mikil öryggistilfinning að snúa aftur heim og halda á ný á gamla vinnustaðinn. Þar mætir þér sama lyktin og þú þekktir áður. Þú hittir oft sama fólkið og allt svona sirka bát í röð og reglu. Lífið með börnin í skólakerfinu, pólitíkin, hjónabandið svo ekki sé minnst á ólíkar skoðanir vina og vandamanna hvað varðar loftslagsmál og hvaladráp. Fyrir mína parta er mjög gott gott að fara bara í vinnuna og gera það sem maður lærði til og kann handverkið. Ég get í það minnsta með sanni sagt að ég nýt þess að gera það sem ég er ágæt í. Þannig líður mér núna.“ Kolsvart verk um ást og ofbeldi Nýjasta verkefnið og um leið ástæða þess að Margrét er aftur mætt í Þjóðleikhúsið er uppfærslan á leikverkinu Ást Fedru eftir Söruh Kane. Margrét segir verkið margslungið. Margrét og Sigurbjartur Sturla í hlutverkum sínum. Jorri/Þjóðleikhúsið „Þetta er eitt magnaðasta verk okkar tíma og hefur verið leikið um allan heim, þó það hafi ekki ratað á svið á Íslandi fyrr. Það var það skrifað árið 1997 og Sarah kallaði það gamanleikinn sinn. Þetta er kolsvart verk um ást og ofbeldi. Verk Söruh og fleiri höfunda þessa tímabils í leiklistarsögunni voru kölluð „in your face” leikhús. Verkið er tilraunakennt og bæði með texta og form. Hún virðist skrifa það beint inn í breskan samtíma með mikilli gagnrýni á samfélagið eftir Thatcher-ismann, bresku konungsfjölskylduna og í miðju Balkanstríðinu sem stóð frá 1991 til ársins 2001. Það er áhugavert að hugsa til þess að sama ár og Díana prinsessa lést í bílslysi, árið 1997, var verkið frumsýnt í Bretlandi. Blanda af sápuóperu og grískum harmleik Sarah vinnur verkið upp úr eða vitnar í gríska mytólógíu um Fedru og Hippólítus sem eru undir álögum Seifs og Afroditu og þar með á valdi örlaganna. Þetta er líklega góð blanda af sápuóperu og grískum harmleik sem að mínu mati er algjörlega frábær blanda. Mikil átök eiga sér stað í verkinu sem fjallar um ást og ofbeldi.Jorri/Þjóðleikhúsið Verkið er í þessari uppfærslu túlkað og leikstýrt af listakonunni og leikstýrunni Kolfinnu Nikulásdóttur. Hún með sínum fersku augum leiðir okkur inn í þennan hugarheim Kane. Filippía Elíasdóttir hannar sviðsmynd og búninga af sinni alkunnu snilld. Dásamleg tónlist og hljóðmynd sýningarinnar í höndum Tuma Árnasonar og fögur myndbandshönnun og lýsing etir Ástu Jónínu Arnardóttur. Margrét segir leiðin að leiksýningunni hafi verið magnað ferli.Jorri/Þjóðleikhúsið Þetta er búið að vera magnað ferli fyrir mig og ótrúlega spennandi að fylgjast með nýrri kynslóð listamanna og leikara sem leika hlutverk sýningarinnar. Sigurbjartur Sturla fer með hlutverk Hippólítus og Þuríður Blær leikur Strófu. Grímuverðlaunahafinn, fyrr á þessu ári, Hallgrímur Ólafsson og Þröstur Leó eru einnig í stórum hlutverkum í sýningunni.“ Skellir sér í leikstjórastólinn Æfingar hófust í vor og átti hópurinn snarpa endurkomu að verkinu nú í haust en frumsýningin er í kvöld, 9. september. Spurð hvað sé framundan segir Margrét nokkur önnur verkefni komin í vinnslu. „Ég ætla að skella mér í leikstjórastólinn og hlakka til skemmtilegs leikhúsvetrar. Margrét hvetur ungmenni til að koma á sýninguna Ást Fedru.Jorri/Þjóðleikhúsið Auðvitað hvet ég alla að fara í leikhúsið enda frábær dagskrá svo ekki sé minnst á magnaðan díl Þjóðleikhússins á sérstöku afsláttarkorti fyrir ungt fólk. Ég hef mikla trú á að unga fólkið okkar hefði gaman að verkinu Ást Fedru og öðru spennandi í vetur.“
Leikhús Menning Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira