Forréttindi að fá að vera rotta af og til Íris Hauksdóttir skrifar 8. september 2023 07:00 Þórey Birgisdóttir fer með fjölbreytt hlutverk um þessar mundir. aðsend Þórey Birgisdóttir, leikkona sló nýverið í gegn fyrir frammistöðu sína í leikverkinu Sund sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Á sama tíma leikur hún rottuna Pílu í Draumaþjófinum og stendur í framkvæmdum á íbúð sem hún fékk vægast sagt á heilann. Þórey útskrifaðist af leikarabraut Listaháskólans árið 2018 og hefur að mestu starfað við Þjóðleikhúsið síðan þá. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Pílu í fjölskyldusýningunni Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason en fyrir það hlutverk hlaut hún tilnefningu til Grímunnar fyrr í vor. Samhliða Draumaþjófinum leikur Þórey í sýningunni Sund sem sýnd er í Tjarnarbíó. Minnir smá á mig þegar ég var yngri „Ég leik Pílu í Draumaþjófinum sem er sjúklega æst rotta, minnir smá á mig þegar ég var yngri, og er kannski ennþá, ég veit það ekki, en það er ótrúlega gaman. Leikhópurinn er alveg frábær og það eru algjör forréttindi að fá að vera rotta svona af og til. Þórey var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Draumaþjófinum. aðsend Síðastliðin tvö ár hef ég svo leikið Láru í jólaleikritinu um Láru og Ljónsa, sögu byggða á bókum Birgittu Haukdal sem hefur verið yndislegt en það er gaman að breyta til og bregða sér í sundbolinn.“ Tala um fátt annað en framkvæmdir Að leikhúsinu aðskildu eru þau Þórey og Hákon Jóhannesson, leikari og sambýlismaður hennar, að taka í gegn íbúð sem þau festu kaup á nýverið. Framkvæmdirnar hafa heltekið líf Þóreyjar.aðsend „Það hefur heltekið mig síðustu mánuði og vinir mínir gera óspart grín um hvort ég viti núna allt um handklæðaofna og fleira slíku líkt. Það er því nokkuð ljóst að ég tala um fátt annað en framkvæmdir.“ Þórey segir það svakalegt verkefni að ráðast í eitthvað þessu líkt. „Við ætluðum ekkert að ganga svona langt en þegar maður byrjar getur maður ekki hætt, eða fær ekki að hætta sökum óútreiknanlegra þátta sem þarf að sinna. Eitt verkefni klárast og tvö önnur bætast við. Þetta hefur bæði verið krefjandi en svo skemmtilegt á sama tíma. Ég er búin að læra svo mikið og kann allskonar ný flott orð eins og forskalaður veggur, sem er nýja uppáhalds orðið mitt í dag. Svo er ég farin að að banka í veggi hjá fjölskyldumeðlimum og tala um allt frá rafmagni yfir í takkadúka. Ég er í raun að kynnast sjálfri mér upp á nýtt. Keypti mér meira að segja glæsilegar iðnaðar-vinnubuxur til að þykjast vera fagmaður og er búin að horfa á alla Gulli byggir þættina.“ Sturlaður aðdáandi Eurovision Þórey er ekki bara leikkona og handverkskona þegar kemur að hverskyns framkvæmdarvinnu því hún á sér áralangan feril sem dansari. Hæfileikana á hún ekki langt að sækja því móðir hennar var dansari og dansaði meðal annars í Eurovision árið 1997 með Páli Óskari. Þórey vildi um tíma láta kalla sig: Þórey Páll Óskar Birgisdóttir sökum aðdáunar sinnar á söngvaranum Páli Óskari.aðsend „Ég hef verið mikill Eurovision aðdáendi alveg frá því að mamma dansaði í Minn hinsti dans en þá var ég bara þriggja ára og fannst rosa flott að mamma væri að dansa í sjónvarpinu. Ég var líka alveg heilluð af Páli Óskari og vildi helst láta kalla mig Þórey Páll Óskar Birgisdóttir á þessu tímabili.“ Troðfylltu Tjarnarbíó Spurð um plön fyrir helgina segir Þórey þau vera fjölbreytt þó meginþemað snúi að leikhúsinu eins og svo oft. „Ég er að taka mótorhjólapróf svo ég mun byrja á því að taka ökutíma á laugardagsmorgninum, skella mér svo í stutta hestaferð sem ég fékk í jólagjöf, enda svo daginn á því að sýna Sund í Tjarnarbíó um kvöldið. Þórey í hlutverki sínu í sýningunni Sund sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíó.aðsend Við frumsýndum í lok ágúst við frábærar undirtektir, troðfylltum Tjarnarbíó á annarri sýningu og vorum að bæta við fleiri sýningum í sölu. Þetta er algjör feel-good sýning sem er sprottin út frá sundmenningu þjóðarinnar. Auk Þóreyjar leika þau Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Kjartan Darri Kristjánsson í sýningunni Sund.aðsend Á sunnudaginn skipti ég svo um hlutverk og klæði mig í rottugallann og sýni Draumaþjófinn. Þórey í hlutverki sínu sem Píla í Draumaþjófnum. aðsend Ef einhver er að reyna að átta sig á týpunni sem ég er þá er ég svona syngjandi og dansandi mótorhjóla rotta með gervineglur og í hvítum snickers málningabuxum. Um kvöldið ætla ég svo að sjá sýningu hjá Dansflokknum og eftir sýninguna fer ég rakleiðis heim að pakka niður fyrir leikferðalag sem ég og Hákon minn og meðleikari í þessu tilfelli erum að fara í. Við ætlum nefnilega að sýna fallegu barnasýninguna Ég Get, um landið á vegum Þjóðleikhússins og sýna fyrir leikskólabörn landsbyggðarinnar næstu vikurnar. Ég get með sanni sagt að við hlökkum mikið til þess.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Leikhús Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þórey útskrifaðist af leikarabraut Listaháskólans árið 2018 og hefur að mestu starfað við Þjóðleikhúsið síðan þá. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Pílu í fjölskyldusýningunni Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason en fyrir það hlutverk hlaut hún tilnefningu til Grímunnar fyrr í vor. Samhliða Draumaþjófinum leikur Þórey í sýningunni Sund sem sýnd er í Tjarnarbíó. Minnir smá á mig þegar ég var yngri „Ég leik Pílu í Draumaþjófinum sem er sjúklega æst rotta, minnir smá á mig þegar ég var yngri, og er kannski ennþá, ég veit það ekki, en það er ótrúlega gaman. Leikhópurinn er alveg frábær og það eru algjör forréttindi að fá að vera rotta svona af og til. Þórey var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Draumaþjófinum. aðsend Síðastliðin tvö ár hef ég svo leikið Láru í jólaleikritinu um Láru og Ljónsa, sögu byggða á bókum Birgittu Haukdal sem hefur verið yndislegt en það er gaman að breyta til og bregða sér í sundbolinn.“ Tala um fátt annað en framkvæmdir Að leikhúsinu aðskildu eru þau Þórey og Hákon Jóhannesson, leikari og sambýlismaður hennar, að taka í gegn íbúð sem þau festu kaup á nýverið. Framkvæmdirnar hafa heltekið líf Þóreyjar.aðsend „Það hefur heltekið mig síðustu mánuði og vinir mínir gera óspart grín um hvort ég viti núna allt um handklæðaofna og fleira slíku líkt. Það er því nokkuð ljóst að ég tala um fátt annað en framkvæmdir.“ Þórey segir það svakalegt verkefni að ráðast í eitthvað þessu líkt. „Við ætluðum ekkert að ganga svona langt en þegar maður byrjar getur maður ekki hætt, eða fær ekki að hætta sökum óútreiknanlegra þátta sem þarf að sinna. Eitt verkefni klárast og tvö önnur bætast við. Þetta hefur bæði verið krefjandi en svo skemmtilegt á sama tíma. Ég er búin að læra svo mikið og kann allskonar ný flott orð eins og forskalaður veggur, sem er nýja uppáhalds orðið mitt í dag. Svo er ég farin að að banka í veggi hjá fjölskyldumeðlimum og tala um allt frá rafmagni yfir í takkadúka. Ég er í raun að kynnast sjálfri mér upp á nýtt. Keypti mér meira að segja glæsilegar iðnaðar-vinnubuxur til að þykjast vera fagmaður og er búin að horfa á alla Gulli byggir þættina.“ Sturlaður aðdáandi Eurovision Þórey er ekki bara leikkona og handverkskona þegar kemur að hverskyns framkvæmdarvinnu því hún á sér áralangan feril sem dansari. Hæfileikana á hún ekki langt að sækja því móðir hennar var dansari og dansaði meðal annars í Eurovision árið 1997 með Páli Óskari. Þórey vildi um tíma láta kalla sig: Þórey Páll Óskar Birgisdóttir sökum aðdáunar sinnar á söngvaranum Páli Óskari.aðsend „Ég hef verið mikill Eurovision aðdáendi alveg frá því að mamma dansaði í Minn hinsti dans en þá var ég bara þriggja ára og fannst rosa flott að mamma væri að dansa í sjónvarpinu. Ég var líka alveg heilluð af Páli Óskari og vildi helst láta kalla mig Þórey Páll Óskar Birgisdóttir á þessu tímabili.“ Troðfylltu Tjarnarbíó Spurð um plön fyrir helgina segir Þórey þau vera fjölbreytt þó meginþemað snúi að leikhúsinu eins og svo oft. „Ég er að taka mótorhjólapróf svo ég mun byrja á því að taka ökutíma á laugardagsmorgninum, skella mér svo í stutta hestaferð sem ég fékk í jólagjöf, enda svo daginn á því að sýna Sund í Tjarnarbíó um kvöldið. Þórey í hlutverki sínu í sýningunni Sund sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíó.aðsend Við frumsýndum í lok ágúst við frábærar undirtektir, troðfylltum Tjarnarbíó á annarri sýningu og vorum að bæta við fleiri sýningum í sölu. Þetta er algjör feel-good sýning sem er sprottin út frá sundmenningu þjóðarinnar. Auk Þóreyjar leika þau Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Kjartan Darri Kristjánsson í sýningunni Sund.aðsend Á sunnudaginn skipti ég svo um hlutverk og klæði mig í rottugallann og sýni Draumaþjófinn. Þórey í hlutverki sínu sem Píla í Draumaþjófnum. aðsend Ef einhver er að reyna að átta sig á týpunni sem ég er þá er ég svona syngjandi og dansandi mótorhjóla rotta með gervineglur og í hvítum snickers málningabuxum. Um kvöldið ætla ég svo að sjá sýningu hjá Dansflokknum og eftir sýninguna fer ég rakleiðis heim að pakka niður fyrir leikferðalag sem ég og Hákon minn og meðleikari í þessu tilfelli erum að fara í. Við ætlum nefnilega að sýna fallegu barnasýninguna Ég Get, um landið á vegum Þjóðleikhússins og sýna fyrir leikskólabörn landsbyggðarinnar næstu vikurnar. Ég get með sanni sagt að við hlökkum mikið til þess.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Leikhús Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira