Fékk rautt klukkutíma eftir leik fyrir að kalla dómara „helvítis hálfvita“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 21:01 Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin. Vísir/Vilhelm Máli Halldórs Árnasonar aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla var vísað frá áfrýjunardómstóli KSÍ í dag. Halldór vildi fá leikbanni hnekkt eftir rautt spjald sem hann fékk eftir leik Breiðabliks og KA fyrir skömmu. Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deild karla þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin 1-1 úr vítaspyrnunni en það urðu lokatölur leiksins. Eftir leik fékk Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Blika síðan rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Í skýrslu Elíasar til aga- og úrskurðanefndar segir svo um atvikið. „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við video klippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Halldór fékk þá rautt spjald frá Elíasi og dæmdi aga- og úrskurðanefnd hann í eins leiks bann í kjölfarið. Búinn að taka út leikbannið Blikar og Halldór áfrýjuðu banninu með bréfi sem barst formanni áfrýjunardómstóls þann 17. ágúst. Í bréfi Blika kemur fram að í knattspyrnulögum komi fram að dómari hafi heimild til að sýna gul eða rauð spjöld „allt frá því að hann kemur inn á völlinn við upphaf leiks þar til leik er lokið, þ.m.t. í hálfleik og á meðan á framlengingu eða vítaspyrnukeppni stendur.“ Í bréfi þeirra kemur fram að dómarar hafi sjálfir staðfest í skýrslu sinni að ákvörðun þeirra hafi verið tekin eftir að þeir fóru út af vellinum eftir að leik lauk. Að þessu gefnu vildu Blikar meina að Elías Ingi hefði ekki haft heimild til að gefa Halldóri rautt spjald jafn löngu eftir að leik lauk og raun bar vitni. Hafi dómarar talið hegðun Halldórs ámælisverða hefðu þeir getað sent framkvæmdstjóra KSÍ tilkynningu þar um og hann þá vísað því eftir atvikum til aga- og úrskurðanefndar. Í dómi áfrýjunardómstólsins sem britist í dag segir að ljóst sé að áfrýjanda hafi sannanlega verið veitt brottvísun af dómara vegna atviksins eftir leik. Þá segir einnig að fyrir liggi að Halldór hafi þegar tekið út sjálfkrafa leikbann vegna brottvísunar og af þeim ástæðum sé það mat dómstólsins að hann hafi ekki lengur hagsmuni af því að dæmt sé í málinu. Málinu var því vísað frá áfrýjunardómstólnum og því ekki skorið úr um það hvort Elías Ingi hafi í raun haft vald til að sýna Halldóri rautt spjald. Dóm áfrýjunardómstólsins má lesa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik KSÍ Tengdar fréttir Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deild karla þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin 1-1 úr vítaspyrnunni en það urðu lokatölur leiksins. Eftir leik fékk Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Blika síðan rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Í skýrslu Elíasar til aga- og úrskurðanefndar segir svo um atvikið. „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við video klippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Halldór fékk þá rautt spjald frá Elíasi og dæmdi aga- og úrskurðanefnd hann í eins leiks bann í kjölfarið. Búinn að taka út leikbannið Blikar og Halldór áfrýjuðu banninu með bréfi sem barst formanni áfrýjunardómstóls þann 17. ágúst. Í bréfi Blika kemur fram að í knattspyrnulögum komi fram að dómari hafi heimild til að sýna gul eða rauð spjöld „allt frá því að hann kemur inn á völlinn við upphaf leiks þar til leik er lokið, þ.m.t. í hálfleik og á meðan á framlengingu eða vítaspyrnukeppni stendur.“ Í bréfi þeirra kemur fram að dómarar hafi sjálfir staðfest í skýrslu sinni að ákvörðun þeirra hafi verið tekin eftir að þeir fóru út af vellinum eftir að leik lauk. Að þessu gefnu vildu Blikar meina að Elías Ingi hefði ekki haft heimild til að gefa Halldóri rautt spjald jafn löngu eftir að leik lauk og raun bar vitni. Hafi dómarar talið hegðun Halldórs ámælisverða hefðu þeir getað sent framkvæmdstjóra KSÍ tilkynningu þar um og hann þá vísað því eftir atvikum til aga- og úrskurðanefndar. Í dómi áfrýjunardómstólsins sem britist í dag segir að ljóst sé að áfrýjanda hafi sannanlega verið veitt brottvísun af dómara vegna atviksins eftir leik. Þá segir einnig að fyrir liggi að Halldór hafi þegar tekið út sjálfkrafa leikbann vegna brottvísunar og af þeim ástæðum sé það mat dómstólsins að hann hafi ekki lengur hagsmuni af því að dæmt sé í málinu. Málinu var því vísað frá áfrýjunardómstólnum og því ekki skorið úr um það hvort Elías Ingi hafi í raun haft vald til að sýna Halldóri rautt spjald. Dóm áfrýjunardómstólsins má lesa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik KSÍ Tengdar fréttir Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51