Sagður bera ábyrgð á baneitraðri vinnustaðamenningu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. september 2023 16:36 Jimmy Fallon ásamt hljómsveitarmeðlimum The Rolling Stones í London í gær vegna útgáfu plötunnar Hackney Diamonds. Starfsmenn Tonight Show lýsa hræðilegum aðstæðum í viðtali við tímaritið sem ber svo gott sem sama nafn og sveitin. Scott Garfitt/Invision/AP Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar. Starfsmennirnir segja spjallþáttastjórnandann bera ábyrgð á eitraðri menningu við framleiðsluna. Hún byrji hjá honum og hafi náð til undirmanna hans en níu yfirmenn hafa komið að gerð þáttanna síðastliðin níu ár. Jimmy Fallon tók við stjórnartaumi þáttanna árið 2014 af Jay Leno sem hætti við að hætta um stund og mætti aftur um fjögurra ára skeið frá 2010 eftir að hafa gert Conan O'Brien að arftaka sínum árið 2009. Í viðtali við Rolling Stone lýsa starfsmennirnir því að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði hvern dag. Starfsmenn hafi rætt sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga.“ Hann sé gjarn á að láta skap sitt bitna á starfsfólki, sem geti aldrei vitað upp á hár hvernig hann muni hegða sér þann daginn. Þá lýsa tveir starfsmenn því í viðtalinu hvernig á „slæmum Jimmy degi“ bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hafi eitt sinn verið gestur í þættinum. Þeir segja Fallon hafa skammað starfsmann sem var falið að halda á minnisspjaldi. Starfsmennirnir segja andartakið hafa verið afar óþægilegt og að Seinfeld hafi sagt Fallon að biðja starfsmanninn afsökunar, hálf partinn í gríni en samt ekki. Það hafi hann gert. Augnablikið hafi verið klippt úr þættinum en starfsmennirnir segja það hafa verið eitt það furðulegasta sem þeir hafi séð á setti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7XpDnZCEZhA">watch on YouTube</a> Gestaherbergin nýtt sem „grátherbergi“ Þeir reka stemninguna á vinnustaðnum beint til spjallþáttastjórnandans sem þeir segja að geri ítrekað lítið úr starfsfólki. Það samskiptamunstur sé einnig að finna í samskiptum annarra yfirmanna við undirmenn sína, sem hegði sér á sama hátt og grínistinn. Starfsfólkið ræðir við Rolling Stone undir nafnleynd vegna ótta við viðbrögð Fallon og framleiðenda. Sjö þeirra segja að starf sitt á setti þáttanna hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Algengt sé að starfsfólk grínist með sjálfsvíg á setti og þá séu herbergi sem ætluð séu gestum nýtt sem „grátherbergi“ af starfsfólki. Þar geti starfsfólk sýnt tilfinningar sínar og fengið útrás vegna hegðunar yfirmanna sinna. Starfsfólkið er sagt vinna í öllum hlutum framleiðslu þáttanna, þar sé að finna tökumenn, handritshöfundar og aðstoðarmenn. Margir hinna fyrrverandi starfsmanna segja bandaríska tímaritinu að þeir hafi hætt í vinnunni vegna geðrænnar heilsu sinnar. Aðrir segjast hafa verið reknir af þáttastjórnendum. Einn fyrrverandi starfsmaður segir upplifunina hafa verið ömurlega þar sem þetta hafi verið draumastarfið hans. Hann hafi alltaf viljað skrifa fyrir grínþátt líkt og þennan en vinnan hafi fljótlega breyst í martröð. Annar starfsmaður segir framleiðendur þáttanna finna fyrir mikilli pressu vegna gríðarlegra vinsælda þáttanna. Þeir láti það óhikað bitna á starfsfólkinu. Fólk hafi upplifað sem svo að jafnvel ein mistök yrðu til þess að viðkomandi yrði rekinn. Minntust ekki orði á Fallon Rolling Stone segist í umfjöllun sinni hafa haft samband við rúmlega áttatíu núverandi og fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Margir hafi hrósað Fallon í hástert fyrir hæfileika en segir í umfjöllun tímaritsins að athygli hafi vakið að enginn þeirra hafi viljað tjá sig um vinnustaðamenningu á setti og þá hafi enginn hrósað henni. Þá vildi Jimmy Fallon sjálfur ekki tjá sig vegna umfjöllunar tímaritsins. Talsmaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar segir í yfirlýsingu til tímaritsins að forsvarsmenn hennar séu stoltir af kvöldþættinum, en í umfjöllun Rolling Stone segir að það vekji athygli að ekki sé minnst einu orði á spjallþáttastjórnandann í tilkynningunni. Segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að allar ábendingar starfsfólks um líðan séu teknar alvarlega. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Starfsmennirnir segja spjallþáttastjórnandann bera ábyrgð á eitraðri menningu við framleiðsluna. Hún byrji hjá honum og hafi náð til undirmanna hans en níu yfirmenn hafa komið að gerð þáttanna síðastliðin níu ár. Jimmy Fallon tók við stjórnartaumi þáttanna árið 2014 af Jay Leno sem hætti við að hætta um stund og mætti aftur um fjögurra ára skeið frá 2010 eftir að hafa gert Conan O'Brien að arftaka sínum árið 2009. Í viðtali við Rolling Stone lýsa starfsmennirnir því að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði hvern dag. Starfsmenn hafi rætt sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga.“ Hann sé gjarn á að láta skap sitt bitna á starfsfólki, sem geti aldrei vitað upp á hár hvernig hann muni hegða sér þann daginn. Þá lýsa tveir starfsmenn því í viðtalinu hvernig á „slæmum Jimmy degi“ bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hafi eitt sinn verið gestur í þættinum. Þeir segja Fallon hafa skammað starfsmann sem var falið að halda á minnisspjaldi. Starfsmennirnir segja andartakið hafa verið afar óþægilegt og að Seinfeld hafi sagt Fallon að biðja starfsmanninn afsökunar, hálf partinn í gríni en samt ekki. Það hafi hann gert. Augnablikið hafi verið klippt úr þættinum en starfsmennirnir segja það hafa verið eitt það furðulegasta sem þeir hafi séð á setti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7XpDnZCEZhA">watch on YouTube</a> Gestaherbergin nýtt sem „grátherbergi“ Þeir reka stemninguna á vinnustaðnum beint til spjallþáttastjórnandans sem þeir segja að geri ítrekað lítið úr starfsfólki. Það samskiptamunstur sé einnig að finna í samskiptum annarra yfirmanna við undirmenn sína, sem hegði sér á sama hátt og grínistinn. Starfsfólkið ræðir við Rolling Stone undir nafnleynd vegna ótta við viðbrögð Fallon og framleiðenda. Sjö þeirra segja að starf sitt á setti þáttanna hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Algengt sé að starfsfólk grínist með sjálfsvíg á setti og þá séu herbergi sem ætluð séu gestum nýtt sem „grátherbergi“ af starfsfólki. Þar geti starfsfólk sýnt tilfinningar sínar og fengið útrás vegna hegðunar yfirmanna sinna. Starfsfólkið er sagt vinna í öllum hlutum framleiðslu þáttanna, þar sé að finna tökumenn, handritshöfundar og aðstoðarmenn. Margir hinna fyrrverandi starfsmanna segja bandaríska tímaritinu að þeir hafi hætt í vinnunni vegna geðrænnar heilsu sinnar. Aðrir segjast hafa verið reknir af þáttastjórnendum. Einn fyrrverandi starfsmaður segir upplifunina hafa verið ömurlega þar sem þetta hafi verið draumastarfið hans. Hann hafi alltaf viljað skrifa fyrir grínþátt líkt og þennan en vinnan hafi fljótlega breyst í martröð. Annar starfsmaður segir framleiðendur þáttanna finna fyrir mikilli pressu vegna gríðarlegra vinsælda þáttanna. Þeir láti það óhikað bitna á starfsfólkinu. Fólk hafi upplifað sem svo að jafnvel ein mistök yrðu til þess að viðkomandi yrði rekinn. Minntust ekki orði á Fallon Rolling Stone segist í umfjöllun sinni hafa haft samband við rúmlega áttatíu núverandi og fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Margir hafi hrósað Fallon í hástert fyrir hæfileika en segir í umfjöllun tímaritsins að athygli hafi vakið að enginn þeirra hafi viljað tjá sig um vinnustaðamenningu á setti og þá hafi enginn hrósað henni. Þá vildi Jimmy Fallon sjálfur ekki tjá sig vegna umfjöllunar tímaritsins. Talsmaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar segir í yfirlýsingu til tímaritsins að forsvarsmenn hennar séu stoltir af kvöldþættinum, en í umfjöllun Rolling Stone segir að það vekji athygli að ekki sé minnst einu orði á spjallþáttastjórnandann í tilkynningunni. Segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að allar ábendingar starfsfólks um líðan séu teknar alvarlega.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira